Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Á KORP UTORG I LAUG ARDAG INN 10 . OKTÓ BER VEITIN GAR FY RIR ME NN OG DÝRFJÖLD I AFMÆ LISTIL BOÐA OPIÐ Í LEIKSKÓLANUM ÓKEYPIS PRUFUTÍMI Í FYLGD EIGENDA KLÓAKLIPPINGAR FYRIR HUNDA FRÍAR I I I HUNDAFÓÐUR HUNDAFÓÐURORIGINALOR IGINAL VILLIKETTIR OG DÝRAHJÁLP VERÐA Á STAÐNUM 5% af sölu Brit, Orijen, Acana, Happy Life, Lara og ProPlan rennur til Dýrahjálpar Íslands Í aðsendri grein í Morgunblaðinu 8. október sl. bendir Sig- ríður Á. Andersen þingmaður á athygl- isverðar staðreyndir varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda hér á landi. Bendir grein- arhöfundur á að að- eins 4% af heildar gróðurhúsaloftteg- undum komi frá fólksbílum, 96% af þeim eru af öðrum völdum! Einn stærsti orsakavaldurinn er fram- ræsing á landi svo sem skurðir sem voru grafnir hér á árum áður um allt land en standa nú margir eng- um til gagns. „Aðeins 4.101 þúsund tonn af 15.730 þúsund tonna heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, árið 2012, mælt í svokölluðum koltvísýringsígildum telst inn í bókhald Kyoto-bókunarinnar. Stærsti hluti losunarinnar, eða 11.629 þúsund tonn, teljast ekki með en sú losun stafar af fram- ræstu landi.“ Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins við fyrirspurn Sigríð- ar Á. Andersen um losun gróð- urhúsalofttegunda. „Umferð fólksbíla vegur 13% af því sem telst til Kyoto-bókunarinnar en aðeins tæplega 4% séu heildartölurnar notaðar.“ Í allri umræðu sem verið hefur um málið hér á landi hefur nánast án undantekningar verið einblínt á fólksbílinn og hann gerður að blóraböggli. Hins vegar er það svo að aðeins lítinn hluta heildarlos- unar á gróðurhúsalofttegundum (Co2) má rekja til bílaumferðar. Þá má spyrja höfum við verið á rangri leið í skattlagningu á bílum og eldsneyti og umræðan í fjölmiðlum sem og annars staðar á algjörum villigötum. Af hverju er heild- armyndin ekki skoðuð þegar verið er að ræða um loftslagsmál, af hverju er horft framhjá lang- stærstu vandamálunum er kemur að losun? Í umræðunni eru alltaf birtar myndir af fólksbílum og á sama tíma slá ákveðnir pólitíkusar, núverandi og fyrrverandi, sér á brjóst með stórkallalegum fyrir- sögnum um að draga verði úr um- ferð því annars sé voðinn vís. Er það ábyrgur fréttaflutningur og eru þar ábyrgir aðilar á ferð? Vissulega þarf að draga úr út- blæstri bíla en það hefur svo sann- arlega verið gert og er hvergi lokið. Fullyrði ég að enginn hefur gert betur í þeim málum en bílgreinin en stórkostlegar framfarir hafa verið á allra síðustu árum hjá fram- leiðendum í þá átt að draga úr los- un og minka eyðslu þó svo að upp hafi komið alvarlegt misferli hjá einum framleiðanda. Það sýnir hins vegar að grannt er fylgst með þessum málum og verður það eft- irlit hert enn frekar í kjölfarið. Við sem búum hér á landi verðum háð fjölskyldubílnum um ókomna tíð, það gerir lega landsins, stærð þess, veðurfar og fámennið. Við getum ekki borið okkar samgöngumáta saman við önnur lönd í kringum okkur eins og margir vilja gera nema að litlu leyti. 330 þúsund manna sam- félag í stóru landi get- ur aldrei komið upp sömu almennings- samgöngum og al- gengar eru á meg- inlandinu í milljónasamfélögum þar sem landamæri liggja hver upp að öðr- um. Ekki getum við heldur treyst á að við komumst allra okkar ferða á reiðhjóli þó svo að það sé góður kostur með í sam- gangnaflórunni. Það þarf að taka umræðu um loftslagsmál og meng- un hér á landi til gagngerrar end- urskoðunar. Öfgakenndar yfirlýs- ingar og ein stefna í þessum málum er eitthvað sem skilar engum ár- angri heldur þvert á móti, s.s. verri stöðu í loftslagsmálum og lakari samgöngum. Forsætisráðherra hef- ur gefið út að Ísland muni draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 40% fyrir árið 2030 sem er jákvætt en þá þarf að skoða hvað er áhrifa- ríkast til að ná þeim árangri í heild. Það þýðir ekki að einblína þar á fólksbílinn. Það mun ekki nást með því að þrengja að umferð þannig að bílar standi í gangi í umferð- arteppum. Fólk hættir ekki að nota bíl þeirra vegna heldur reiknar með meiri tíma til ferðalaga, þar tapast ýmis gæði. Ekki næst það heldur með innflutningi á bætiefn- um í eldsneyti sem er unnið á kostnað matvælaframleiðslu og eyðingu skóga til að koma fyrir ökrum þar sem ræktað er „um- hverfisvænt“ bætiefni í eldsneyti! Það þarf að skoða þessi mál heild- rænt miðað við allan útblástur alls staðar í heiminum. Í því ljósi get- um við metið hvað það er sem við hér á þessari eyju getum gert þar til bóta án þess að vera alltaf að einblína á þann sem hlutfallslega hefur staðið sig best í umbótum og er aðeins ábyrgur fyrir 4% af heild- inni eða fólksbílinn. Umræða um loftslagsmál villandi Eftir Özur Lárusson » Aðeins 4% af heildar gróðurhúsaloftteg- undum koma frá fólks- bílum, 96% af þeim eru af öðrum völdum. Özur Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.