Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Sergei Karjakin sem fæddurer og uppalinn í Úkraínuen teflir nú fyrir Rússlander sigurvegari heimsbik- armóts FIDE sem lauk í Baku í Aserbadsjan sl. mánudag. Karjakin var stálheppinn að vinna keppnina. Það gerði gæfumuninn að hann var sterkari á taugum en eldri and- stæðingar hans. Þannig var afar gremjulegt fyrir Úkraínumanninn Pavel Eljanov í undanúrslitum að leyfa Karjakin sem var með koltap- að tafl að fá upp sömu stöðuna þrisvar í 6. skák einvígis og missa þannig af tækifæri til að fylgja eftir magnaðri frammistöðu á fyrri stig- um; Eljanov hlaut 9 ½ úr 12 kapp- skákum. Úrslit í fimm af sjö ein- vígjum Karjakins réðust í skákum með styttri umhugsunartíma. Alls hófu 128 skákmenn heimsbik- armótið og stóð keppnin í 25 daga. Úrslitaeinvígi sitt háði Karjakin við Rússann Peter Svidler og þeir tefldu samtals 10 skákir og ekki einni einustu lauk með jafntefli! Fyrst tefldu þeir fjórar kappskákir og Svidler vann tvær fyrstu tvær og þurfti aðeins jafntefli í tveim síð- ustu. En hið mikla álag á tauga- kerfið sem fylgir keppni af þessu tagi varð honum um megn. Í væn- legri stöðu þriðju einvígisskák- arinnar gerðist þetta: 3. skák: Svidler – Karjakin 27. Hbe1(?) „Þú leikur alltaf vitlausa hrókn- um,“ stóð einhversstaðar skrifað. Eftir 27. Hfe1! er hvíta staðan unnin t.d. 27. … Df5 28. Hbc1! Rd3 29. Hf1 o.s.frv. eða 27. … Dxe3 28. Hxe3 e5 29. Rd7! o. s.frv. Þrátt fyrir þessa ónákvæmni er hvíta staðan enn mun betri. 27. … exd5? 28. Hxf2?? Eftir 28. Dc3! getur svartur gefist upp. 28. …Dh4 29. Dd2?? Algert hrun. 29. Dxe8 Dxf2+ 30. Kh2 Dxb6 31. He7+ Kh7 32. Dd7 dugar til jafnteflis. 29. … Hxf2 30. Dc3+ d4! – og Svidler gafst upp, 31. Dc7+ er svarað með 31. … Hf7! o.s.frv. Degi síðar vann Karjakin fjórðu kappskákina og jafnaði 2:2. Mánu- daginn 5. október var svo tekið til við skákir með styttri umhugs- unartíma, fyrst atskákirnar, 25 10. Aftur jafnt og samkvæmt reglum tóknu nú við þá tvær hraðskákir með tímamörkunum 10 10. Aftur jafnt og nú staðan 4:4. Þá voru tefldar tvær hraðskákir, 5 3. Í þeirri fyrri var leikið svo óná- kvæmt að undrum sætti. Þegar hér er komið sögu í þeirri skák var Svidler með mun betri tíma og vinningsstöðu: 9. skák: Karjakin – Svidler Leik áður hafði Svidler sleppt valdi á hróknum og nú vildi hann laga kóngsstöðuna aðeins … 42. … Kg8?? 43. Dxb8+ Þar fauk hrókur fyrir ekki neitt og Svidler gafst upp. Hann byggði upp vinningsstöðu í 10. skákinni og færi svo yrðu þeir að tefla svonefnda „Armageddon-skák. En „tauga- orkan“ sem Rússum er svo tíðrætt um var búin og hann tapaði hörmu- lega. Lokaniðurstaðan 6:4, Karjakin í vil en þeir komast þó báðir í áskor- endakeppnina. Bragi efstur á Haustmóti TR Bragi Þorfinnsson er efstur í keppni A-riðils á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem nú stend- ur yfir. Bragi hefur hlotið 4 ½ vinning af fimm mögulegum og á í harðri keppni við Oiver Aron Jó- hannesson og Einar Hjalta Jens- son sem eru með 4 vinninga. Í B- riðli eru Guðlaug Þorsteinsdóttir og Agnar Tómas Möller efst með 4 vinninga en Guðlaug á skák til til góða. Gauti Páll Jónsson er lang- efstur í C-riðli með fullt hús eftir fimm umferðir og í Opna flokknum er Oliver Alexander Mai efstur með 4 ½ vinning. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Taugaspenna í úrslitaeinvígi Alþjóðlegi geðhei- brigðisdagurinn er í dag, 10. október. Hann er haldinn að undirlagi Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) og skipulagður í hverju landi eftir nýju þema fyrir hvert ár. Ákveðið þema er valið eftir því hvaða þáttum geðheilbrigðis talið er mik- ilvægast að vekja athygli á. Þema ársins 2015 er sérstaklega mik- ilvægt en það er „Reisn og geð- heilsa“ eða á ensku „Dignity in Mental Health“. Bent er á hve mikilvægt það er á heimsvísu að huga að þessu þema því víða um lönd eru aðstæður geðsjúkra léleg- ar og heilbrigðsþjónusta ófullkomin og mannréttindi þeirra brotin. En full ástæða er til að hug- leiða þessi mál hérlendis. Ein al- gengasta ástæða örorku á Íslandi hjá ungu fólki eru geðrænir sjúk- dómar. Þeir sem þjást af erf- iðustu geðsjúkdómunum veikjast oft ungir og eru í hættu að verða lang- veikir og það tak- markar tekjumögu- leika þeirra og afkomu. Það er því erfitt að bera höfuðið hátt og viðhalda reisn og eðlilegri þátttöku í samfélaginu og ekki síður ef viðkomandi mætir fordómum, skilningsleysi og höftum. Margt vantar upp á hér til að bæta atvinnuþátttöku geðsjúkra. Auka þarf sérhæfðan stuðning við þá, fræða vinnumarkaðinn og efla skilning stjórnvalda. Ekki er gert nægilega mikið til að auðvelda þeim sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða að stunda nám en þetta mætti samt gera með auðveldum og ódýrum hætti og sá kostnaður myndi örugglega skila sér aftur til samfélagsins. Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! er sjálfseign- arstofnun sem starfað hefur í sjö ár. Allt starf er unnið í sjálfboða- vinnu og án skrifstofu- eða launa- kostnaðar. Fjármagn til sjóðsins kemur frá velviljuðum ein- staklingum og fyrirtækjum sem styrkja starfs sjóðsins og eiga miklar þakkir skildar fyrir. En meginhluti styrktarfjár kemur frá styrktartónleikum sem reynt er að halda árlega og þar hafa bestu tón- listarmenn landsins af örlæti gefið vinnu sína og gert starf ÞÚ GET- UR! mögulegt og verður þeim seint fullþakkað. Góð samvinna hefur verið við helstu fjölmiðla sem hafa oft lagt sjóðnum lið og dýrmætan stuðning við að vekja athygli á þessum mikilvæga mál- stað og um leið unnið gegn for- dómum. Í tilefni Alþjóðageðheilbrigðis- dagsins hafa ár hvert verið veittir námsstyrkir úr sjóðnum til náms- manna sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða og eru að efla sig með námi. Þetta er gert í samráði við meðferðaraðilana sem hafa lagt á sig mikla vinnu við að aðstoða stjórn ÞÚ GETUR! við að velja hvar styrkurinn komi best að gagni. Frá upphafi hafa verið veitt- ir um 110 námsstyrkir. Í ár bárust margar vandaðar umsóknir og ákvað stjórn ÞÚ GETUR! að styðja 13 einstaklega sem eru í námi í háskólum, list- námi eða sérhæfðu verknámi. Átta þeirra stunda nám í Reykjavík, einn í dreifbýlinu en fjórir eru nemar við Háskólann á Akureyri. Það vekur mikla athygli að þetta unga glæsilega fólk, sem sumt hef- ur þurft að berjast við mjög alvar- leg geðræn veikindi, stundar há- skólanám og ber höfuðið hátt. Það sýnir þolgæði og reisn sem vekur aðdáun og skilar því árangri og hvetur aðra til dáða. Hvatningarverðlaun ÞÚ GET- UR! hafa einnig verið veitt árlega. Þau fá þeir einstaklingar, samtök eða meðferðarteymi sem hafa stað- ið sig sérlega vel í að bæta geðheilbrigðisþjónustuna eða vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. Hvatningarverðlaun ÞÚ GETUR! árið 2015 hlýtur Geðvernd- armiðstöðin Grófin á Akureyri fyrir hópastarf, fræðslu fyrir notendur og aðstandendur, forvarnir og bar- áttu gegn fordómum. Frekari upplýsingar eru á www.thugetur.is og á Facebook. Þeim sem vilja styrkja starf sjóðs- ins er bent á söfnunarreikninginn 0336-26-1300 og kennitala For- varna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! er 621008-0990 Til hamingju með daginn! Geðsjúkdómar algeng ástæða örorku ungs fólks Eftir Ólaf Þór Ævarsson » ÞÚ GETUR! veitir námsstyrki og hvatningarverðlaun á Geðheilbrigðisdaginn. Ólafur Þór Ævarsson Höfundur er geðlæknir og formaður stjórnar ÞÚ GETUR! Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ —með morgunkaffinu Húsið afhendist rúmlega fokhelt. Húsið skiptist skv. teikningu í: 4 svefnherbergi, fata- herbergi, 2 baðherbergi, forstofu, stóra stofu, sjónvarps- hol, stórt eldhús, þvottahús, geymslu og stóran bílskúr. Grunnmynd má sjá á www.tresmidjan.is Allir gluggar og gler er komið í sem og aksturshurð í bílskúr. Búið er að einangra útveggi og ísteyptar hita- lagnir eru í gólfum. Verð 28,2 m. Allar nánari upplýsingar veitir Heimir í síma 892 3742 eða á tresmidjan@tresmidjan.is Til sölu glæsilegt nýtt 224 fm einbýlishús með innfelldum bílskúr að Básahrauni 42, Þorlákshöfn með glæsilegu útsýni í jaðri byggðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.