Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
✝ Anna StefaníaBergsveins-
dóttir fæddist í
Aratungu í Stað-
ardal í Stein-
grímsfirði 17. jan-
úar 1919. Hún lést
á Ljósheimum 4.
október 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sigríður Guðrún
Friðriksdóttir, f. í
Drangavík á Ströndum 10.
október 1879, d. 24. febrúar
1976, og Bergsveinn Sveins-
son, f. að Dunk í Hörðudal 21.
september 1876, d. 13. júlí
1967. Anna Stefanía var fjórða
yngst 15 systkina en þrjú dóu
í æsku.
Hinn 13. júní 1941 gekk
Anna að eiga Magnús Guð-
að Kirkjubóli til Guðlaugar
Magnúsdóttur, sem þar bjó
með syni sínum Magnúsi
Sveinssyni. Eftir að Guðlaug
féll frá var Anna áfram á
Kirkjubóli hjá Magnúsi og
konu hans Þorbjörgu Árna-
dóttur og ólst þar upp með
fimm uppeldissystkinum.
Fljótlega eftir fermingu fór
hún að heiman og dvaldist þá
á Akureyri, fyrst hjá Guð-
björgu systur sinni og manni
hennar og síðar í vist hjá Jór-
unni ljósmóður. Um vorið fór
hún að vinna í eldhúsinu á
Bændaskólanum að Hólum þar
sem hún kynntist manni sín-
um, Magnúsi Guðmundssyni,
sem þann vetur stundaði þar
nám. Veturinn eftir fór hún á
Húsmæðraskólann á Lauga-
landi. Fluttist að Blesastöðum
og bjó þar uns hún fluttist á
Selfoss, fyrst í Grænumörk og
síðar á Ljósheima. Átti alltaf
húsið sitt á Blesastöðum.
Útför Önnu Stefaníu verður
gerð frá Skálholtskirkju í dag,
10. október 2015, kl. 14.
mundsson bónda á
Blesastöðum, f. 17.
september 1912, d.
29. júní 1997.
Börn þeirra eru
fjögur: 1) Hrafn-
hildur, f. 11. apríl
1942, gift Svavari
Jóni Árnasyni og
eiga þau þrjá syni.
2) Guðmundur
Haukur, f. 20 des-
ember 1944,
kvæntur Jónu Guðbjörgu
Sigursteinsdóttur og eiga þau
tvö börn. 3) Tryggvi Karl, f.
12. ágúst 1949, kvæntur
Berthu Sigurðardóttur og eiga
þau þrjú börn. 4) Ragnhildur,
f. 5. nóvember 1954, gift Árna
Árnasyni og eiga þau fjögur
börn og son er Árni átti áður.
Anna fór vikugömul í fóstur
Elsku tengdamamma.
Nú er þín langa ævi á enda.
Að ná því að verða 96 ára göm-
ul er stórkostlegt. Oft var glatt
á hjalla í eldhúsinu í gamla hús-
inu á Blesastöðum. Mér er svo
minnisstætt þegar þú komst
með stóra kartöflupottinn alveg
fullan og við fórum að skræla
og skræla og sögð var heil saga
á meðan. Svo voru það jólin. Á
jóladag kom öll fjölskyldan
saman og þá var nú oft gaman.
Við laumuðumst oft mágkon-
urnar saman inn í litla her-
bergið þar sem gamla orgelið
hans Madda var og sungum lít-
aníuna og sálma af hjartans
lyst. Ég held kannski að þér
hafi fundist við dálítið skrýtnar
þar sem ég sat og spilaði,
Habbý hægra megin og tróð
pedalann, Ragnhildur hinum
megin og tróð þann vinstri. Ég
minnist líka réttardagsins.
Kjötsúpan þín var í mörgum
pottum og aldrei kláraðist hún,
sama hversu margir komu að
borða, það var bara bætt í pott-
ana. Stoltið þitt var garðurinn
og hvað hann var fallegur og
ekki minnkaði það þegar gróð-
urhúsið bættist við með öllum
fallegu rósunum í öllum regn-
boganslitum. Þessi bláa var í
sérstöku uppáhaldi. Eftir að þú
fluttist á Ljósheima fékkst þú
alltaf nýútsprungnar rósir þér
til yndisauka. Anna mín, þú
varst yndisleg tengdamamma
og ég kem til með að sakna þín
mikið, en þinn tími var kominn
og þú hittir Madda þinn sem ég
hef trú á að hafi beðið eftir þér.
Far þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Jóna Sigursteinsdóttir.
Traust, dugleg, fylgin sér,
barngóð og yndisleg eru bara
nokkur lýsingarorð sem gætu
átt við hana ömmu. Mínar
fyrstu minningar ná tæplega 40
ár aftur í tímann, ég sem smá
snáði að skottast í sveitinni hjá
ömmu og afa. Alltaf hægt að
ganga að föstu punktunum í til-
verunni þar, afi í sætinu sínu að
föndra við pípuna sína og amma
að útbúa og finna til kaffi og
meðlæti, alltaf að og settist æv-
inlega síðust. Hún hafði sérlega
mikið yndi af að ferðast og
þvælast, stuttar skreppur sem
lengri ferðir. Keyrði þó aldrei
sjálf en lét það ekki aftra sér
frá smá þvælingi. Ég hafði
gaman af því að kippa henni
með í flugtúr fyrir örfáum ár-
um, þá hún orðin rígfullorðin.
Hún ljómaði af barnslegri gleði
þegar hún skoðaði sveitina sína
úr lofti. Fylltist hún ævinlega
stolti þegar hún rifjaði ferðina
okkar upp og spurði svo reglu-
lega hvenær við ættum að fara
aftur í loftið.
Alltaf var gott að koma í
sveitina til hennar og nú seinni
árin í íbúðina hennar á Selfossi,
hún var mikill sjónvarpsaðdá-
andi og lét sér því ekki nægja
t.d. bara RÚV heldur þurfti
vídeó, DVD og Vod. Það vafðist
þó stundum fyrir henni að finna
útúr 4-5 fjarstýringum og þá
kom yfirleitt símtal með ósk um
aðstoð sem ávallt var fúslega
veitt og varð ávallt kveikjan að
góðu spjalli.
Amma var kona sem alltaf
var hægt að leita til, hvort sem
það var í djúpar pælingar eða
spjall um daginn og veginn.
Alltaf var hún með á nótunum,
fylgdist grannt með börnunum
mínum og þeirra gengi, mætti
ávallt fyrst í afmæli og aðrar
uppákomur og fór síðust. Hafði
yndi af því að hitta fólk og
spjalla.
Á þessum tímapunkti er mér
efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast og alast
upp í kringum þessa stórkost-
legu konu, þakklæti fyrir það
að börnin mín hafi fengið að
kynnast langömmu sinni og
þakklæti fyrir það að hafa hana
svo lengi á meðal vor sem raun
bar vitni. Ég er sannfærður um
að afi tekur á móti henni opnum
örmum og saman fara þau í enn
eitt ferðalagið sitt saman. Stolt-
ur af þessari konu segi ég:
Takk fyrir að vera þú. Guð
geymi þessa yndislegu konu.
Þórir Tryggvason
og börn.
Amma var sú allra besta. Það
var svo gott að skríða upp í
fangið á henni og hneppa
hnöppunum á blússunni hennar,
þar var svo hlýtt og gott að
vera. Við vorum alltaf mjög
góðar vinkonur og brösuðum
margt saman í gegnum tíðina.
Þegar ég var lítil var ég alltaf í
kringum lappirnar á henni, að
tæta í skúffum, hjálpa til í garð-
inum og gróðurhúsinu þar sem
var svo góð lykt. Seinna þegar
ég var orðin stór og komin með
bílpróf fórum við ófá skiptin
saman í búðarleiðangur þar
sem við kíktum meðal annars í
Maddömurnar og oft gaf hún
mér bolla eða eitthvað annað
dásamlega fallegt. Amma var
mikið fyrir glingur og dótarí og
mikið átti hún af fallegum skál-
um. Þegar hún var komin á
Ljósheima var alltaf makkíntos
eða annað góðgæti í dásamlega
fallegri skál.
Síðustu ár áttum við margar
yndislegar stundir þegar ég
snyrti á henni neglurnar og
augabrúnirnar. Síðustu jól voru
þau allra bestu. Við vorum að
bíða eftir matnum á aðfanga-
dagskvöld, sátum í rólegheitum
við arineld og ég lakkaði á
henni neglurnar og gerði hana
fína fyrir kvöldið. Amma hafði
alltaf mikinn áhuga á því sem
ég var að gera og alltaf mundi
hún allt sem ég hafði sagt
henni, sama hversu langt var
liðið frá því við hittumst síðast.
Hún hafði mikinn áhuga á
handavinnu og við gátum talað
tímunum saman um það. Hún
var mikill sælkeri og matar-
kona, best fannst henni fitan á
kjöti og allra best að fá kjúk-
ling á Kentucky. Ég skottaðist
oft yfir götuna þegar hún var
flutt í Grænumörkina á Selfossi
og sótti fyrir okkur kjúkling á
Kenný. Ég er svo þakklát fyrir
allan þann tíma sem ég fékk
með henni en mikið á ég eftir
að sakna hennar.
Kristín Brynja Árnadóttir.
Elsku amma, þú lífsreynda
kona, hefur kvatt okkur og
þennan heim. Nú heldur þú að
nýju á vit ævintýra með Madda
afa og saman eignist þið nýjar
stundir. Það var alltaf gott að
koma til þín, tókst vel og hlý-
lega á móti okkur og ekki
skemmdu fyrir sætu molarnir
sem þú bauðst okkur uppá.
Elsku amma, við eigum góð-
ar minningar um þig sem ylja
munu okkur ævina á enda, þín
verður ætíð saknað – blessuð sé
minning þín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Með þessu fallega ljóði
Bubba kveðjum við þig í hinsta
sinn, elsku amma – hvíldu í friði
Vignir, Anna Stefnía,
Hildur Birna og Ernir.
Þegar litið er yfir farinn veg,
er eins og æskan og uppeldið
hafi verið í annarri tilveru eða
öðru lífi.
Anna var hluti af þeirri til-
veru. Hún er samofin fyrstu
minningum, allri æsku og upp-
vexti okkar krakkanna í aust-
urbænum á Blesastöðum. Hún
og föðurbróðir okkar, hann
Maddi, voru einatt nefnd í sömu
setningu. Anna og Maddi
Vestrí, þannig var tungutakið
og þurfti ekki útskýringa við.
Anna og Maddi áttu 4 börn og
var krakkaskarinn á hlaðinu því
9 fastbúandi og æði margir sem
þar voru til viðbótar, tímabund-
ið. Það var oft ærusta á hlaðinu,
góður samgangur milli bæja og
við öll eins og einn systkinahóp-
ur sem aldrei bar skugga á.
Anna var hluti af foreldrahópn-
um. Hún kom ung stúlka á
Blesastaði, ættuð norðan af
ströndum og bjó og var hluti af
Blesastöðum til æviloka. Anna
var falleg kona. Hún átti gott
og innihaldsríkt líf, átti barna-
láni að fagna og síðustu árin
dvaldi hún á sjúkralegudeild á
Ljósheimum, andlega heilbrigð
en líkamlega farin að kröftum.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Önnu fyrir allar minn-
ingarnar sem við eigum með
henni frá æsku okkar og upp-
vexti.
Þakka henni fyrir samfylgd-
ina og biðja guð að geyma hana
og varðveita í nýjum heimkynn-
um.
Ástvinum hennar öllum vott-
um við samúð okkar.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Systkinin í Austurbænum,
Blesastöðum,
Sigurður, Kristín,
Guðrún, Sigríður og
Hildur Hermannsbörn.
Nokkur kveðjuorð til minna
kæru vina, hjónanna Magnúsar
og Önnu Stefaníu, sem búsett
voru á Blesastöðum á Skeiðum.
Um árabil voru Blesastaðir
mitt annað heimili um helgar og
í öllum fríum. Þá voru þau
Magnús og Anna ungir bændur
með allstórt bú. Ég minnist
góðra daga úr eldhúsinu þar
sem oft var tvísetið við eldhús-
borðið og tekist á um menn og
málefni og gert að gamni sínu.
Þá tróð Magnús í pípuna sína
og Anna sá um að alltaf væri
kaffi á könnunni. Minnist
fjörugra þorrablóta í Brautar-
holti þar sem við vorum oft
fyrst á staðinn en líka oft lang-
síðust heim. Minnist góðra
stunda í heyskap við að raða
böggum í hlöðuna. Minnist hve
vel þau tóku alla tíð á móti mér
og mér leið vel í návist þeirra.
Minnist umhyggju þeirra hvors
fyrir öðru.
Nú hafa þau bæði kvatt
þennan heim og sameinast á ný.
Síðast þegar ég hitti Önnu var
hún kvíðin fyrir því að klæða
sig í kjól þar sem henni væri
kalt. Ég trúi því að nú hafi hún
klætt sig í kjól full tilhlökkunar
og ekki fundið fyrir kulda.
Elsku Maddi og Anna, verið
Guði falin og hafið þökk fyrir
allt og allt.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
Anna Stefanía
Bergsveinsdóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
JÓNA JÓHANNA MORTENSEN
frá Vík, Fáskrúðsfirði,
andaðist á dvalarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, 30. september. Útför fer fram
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn
17. október klukkan 14.00 og jarðsett á Kolfreyjustað.
.
Þóra Elísabet Mortensen, Birgir Grétar Sigurpálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORGERÐUR KRISTÍN
HERMANNSDÓTTIR
frá Látrum í Aðalvík,
Hlíf 1, Ísafirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 7.
október.
Jarðarförin auglýst síðar.
.
Gunnar Valdimarsson,
Herdís Halldórsdóttir,
Hermann S. Gunnarsson, Þorgerður H. Kristjánsdóttir,
Valdimar S. Gunnarsson, Linda Kristín Gunnarsdóttir,
Bergsteinn Gunnarsson, Kristín Ósk Jónasdóttir,
Gunnar Þ. Gunnarsson, Hrund Hjaltested,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
ERLA STEFÁNSDÓTTIR
píanókennari,
sem lést 5. október verður jarðsungin frá
Neskirkju þriðjudaginn 13. október klukkan
13.
.
Salome Ásta Arnardóttir,
Sigþrúður Erla Arnardóttir,
Stefán Örn Arnarson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN ÁRNADÓTTIR
kennari,
Höfðagrund 17, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 15. október
klukkan 14.
.
Guðbjörg,
Guðmundur, Anna Lea,
Haukur, Jónína,
Reynir,
Ragnhildur, Jón Birgir,
Erna,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær faðir minn og bróðir okkar,
JÖRUNDUR JÓHANNESSON
listmálari,
Niva,
Danmörku,
varð bráðkvaddur á heimili sínu í
september síðastliðnum.
.
Jóhannes Jörundsson og systkyni hins látna.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ELÍAS PÁLSSON
bifreiðastjóri,
Lindargötu 66,
áður Melgerði 30, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
25. september. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Gyða Björg Elíasdóttir, Jóhannes L. Guðmundsson,
Helga Pála Elíasdóttir, Vilhjálmur Kvaran,
Guðbrandur Elíasson, Auður Bárðardóttir,
Guðlaug Elíasdóttir, Páll Melsted,
Sigurjón Elíasson, Kristrún Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.