Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Skúli HlíðkvistJóhannsson fæddist í Búðardal 20. maí 1941. Hann lést á Landspít- alanum 27. sept- ember 2015. Foreldrar Skúla voru Jóhann Bjarnason versl- unarmaður, f. 18. okt. 1902, d. 14. des. 1972, og Þur- íður Skúladóttir húsmóðir, f. 12. mars 1907, d. 11. mars 1998. Systkini Skúla eru: 1) Bjarni Hlíðkvist, f. 14. apríl 1930, d. 20. apríl 2008. 2) Una Svanborg, f. 17. apríl 1934. 3) Ómar Hlíð- kvist, f. 10. jan. 1946, d. 11. des. 2005. Skúli kvæntist 14. nóv. 1964 Guðrúnu Maríu Björnsdóttur grunnskólakennara, f. 6. júlí 1941. Foreldrar hennar voru Björn Magnússon, f. 14. nóv. 1902. d. 10. apr. 1974, og Berg- þóra Áslaug Árnadóttir, f. 17. ar er Benedikt Þorvaldur Hjarðar, f. 20. feb. 1992. b) Sig- ríður Hlíðkvist, f. 24. des. 1998. c) Sveinn Skúli Hlíðkvist, f. 11. jan. 2005. 3) Bergþóra Hlíðkvist, f. 26. maí 1971. Eiginmaður hennar er Óskar Jón Helgason, f. 25. jan. 1971. Börn þeirra eru: a) Birta Hlíðkvist, f. 22. ágúst 2000. b) Helgi Hlíðkvist, f. 13. maí 2003. Skúli ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Búðardal og síðar í Reykjavík. Hann og Guðrún bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en frá árinu 1970 í Búðardal. Skúli lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði 1964 og sveins- prófi í húsasmíði 1968. Meist- arabréf í húsgagna- og húsa- smíði 1973. Hann aflaði sér kennararéttinda frá KHÍ 1986. Hann vann sem húsa- og hús- gagnasmiður bæði í Reykjavík og hjá Trésmiðju Kaupfélags Hvammsfjarðar sem hann veitti forstöðu í nokkur ár. Hann vann sem smíða- og handmennta- kennari og sem umsjónarkenn- ari við Grunnskólann í Búðardal á árunum 1975 til 2007. Útför Skúla fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum í dag, 10. október 2015, kl. 14. nóv. 1916, d. 19. júlí 1995, búsett Ak- ureyri. Börn Skúla og Guðrúnar eru: 1) Björn Hlíðkvist, f. 11. ágúst 1964. Eig- inkona hans er Sig- rún Guðjónsdóttir, f. 26. maí 1964. Börn þeirra eru: a) Skúli Hlíðkvist, f. 13. nóv. 1986. Sam- býliskona hans er Guðrún Lilja Jónsdóttir, f. 7. des. 1980. Börn þeirra eru Benjamín Hlíðkvist, f. 14. sept. 2010, og Karen Hlíð- kvist, f. 27. mars 2013. Dóttir Skúla og Jónínu Svavarsdóttur er Steinunn Lára, f. 28. apríl 2005. b) Guðjón Hlíðkvist, f. 5. júni 1991. 2) Kristín Hlíðkvist, f. 11. ágúst 1968. Eiginmaður hennar er Guðmundur Sveinsson Kröy- er, f. 7. jan. 1966. Börn þeirra eru: a) Guðrún Hlíðkvist, f. 29. maí 1995. Sambýlismaður henn- Í dag kveðjum við í hinsta sinn Skúla Hlíðkvist Jóhannsson. Ég kynntist Skúla fyrir aldarfjórð- ungi þegar ég sem ungur maður fór að gera hosur mína grænar fyrir dóttur hans. Ég var fljótur að sjá að dóttirin var mikil pab- bastelpa og átti í föður sínum góð- an trúnaðarvin og fyrirmynd. Urðum við fljótlega mestu mátar. Skúla verður best lýst sem sterkum persónuleika. Hann var mjög vinnusamur og alltaf var eitthvert verkefni í gangi hjá hon- um í bílskúrnum, þar sem hann tók hluti sem máttu muna sinn fíf- il sinn fegurri og lagaði af mikilli natni. Hann var afskaplega hand- laginn og hafði mikinn metnað fyrir því að umhverfið sem hann skapaði sér og sínum væri í góðu lagi. Bílarnir voru glansandi og heimilinu alltaf vel við haldið. Skúli lærði húsa- og húsgagna- smíði sem ungur maður en gerð- ist svo kennari á miðjum aldri. Það átti vel við hann. Hann var góður kennari og átti það ekki síð- ur við utan kennslustofunnar. Það var ómetanlegt að eiga hann að og fá leiðbeiningar þegar maður tók sér eitthvað fyrir hendur því hann var alltaf þolinmóður, hvetjandi og ákaflega úrræðagóður. Búðardalur var heimavöllurinn og þar bjuggu þau hjónin sér sælureit. Þangað fórum við fjöl- skyldan reglulega og áttum við þar margar góðar stundir. Margt var rætt í eldhúskróknum og ým- islegt brallað með afa í bílskúrn- um. Samrýndari hjón en þau Dídí eru vandfundin. Þau unnu saman, bjuggu saman og lifðu saman. Á þessum áratugum sem ég hef þekkt þau hef ég varla hitt þau sitt í hvoru lagi. Alltaf samstiga og alltaf reiðubúin að styðja liðið sitt. Það hafa verið mikil forrétt- indi að tilheyra liðinu þeirra. Finna umhyggjuna, njóta stuðn- ingsins og fylgjast með hvernig þau báru barnabörnin á höndum sér. Það er erfitt til þess að hugsa að Skúli sé ekki með okkur leng- ur. Eftir stendur sár söknuður en einnig þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum, njóta leiðsagnar hans, vináttu og visku. Minning hans mun lifa og ég vona að ég beri gæfu til að bera gildin hans áfram til næstu kyn- slóðar. Því það veganesti hefur gert mig að betri manni. Óskar Jón Helgason. Mikill kappi og góður drengur hefur nú verið að velli lagður. Hann Skúli og hann Ómar minn voru ekki bara bræður, þeir voru líka miklir og góðir vinir. Á vin- áttu þeirra bar aldrei skugga þó báðir hefðu í vöggugjöf fengið dá- góðan skammt af dalaþrjósku. Minningarnar streyma fram. Samverustundir í Búðardal, Reykjavík, í fjölmörgum útileg- um, sem síðar breyttust í fjöl- skyldumót, og í systkinaferðalög- um. Minningarnar kalla fram bros og gleði, en einnig trega. Skúli var mikill gæfumaður. Hann var farsæll í störfum sem hann unni. Og hann átti hana Dídí, dásamlegustu konu sem hægt er að hugsa sér, og þrjú mennileg börn, Björn, Kristínu og Bergþóru. Þau hafa nú öll stofnað fjölskyldur og auðgað líf þeirra hjóna með barnabörnum, tengdabörnum, já og barnabarna- börnum. Skúli var mikill grúskari og safnaði ómetanlegum fróðleik um menn, atburði og staði í Búð- ardal og nágrenni. Ég er óend- anlega þakklát fyrir það að hafa hitt Skúla fáum dögum fyrir and- látið, hressan og glaðan, og þegar honum að eigin sögn leið bara skítbærilega. Takk fyrir sam- fylgdina, Skúli. Elsku Dídí, Bubbi, Stína og Begga. Ég veit að góðar minningar styrkja ykkur og styðja. Bestu kveðjur, Sesselja Hauksdóttir og fjölskylda. Með fáeinum orðum vil ég kveðja góðan vin og samstarfs- mann til áratuga. Skúli H. Jó- hannsson var kennari við Grunn- skólann í Búðardal meðan ég var skólastjóri þar. Skúli var frábær starfsmaður, traustur og sam- viskusamur. Hann og kona hans Guðrún Björnsdóttir, Dídí, hófu kennslu við Grunnskólann í Búð- ardal um svipað leyti og ég tók við skólastjórn, hann hafði þó kennt smíðar í einhver ár áður. Þau tóku sig síðan bæði til og luku kenn- araprófi frá Háskólanum á Akur- eyri í fjarnámi með fullri vinnu. Skúli var gjarnan umsjónar- kennari 12 ára nemenda í skól- anum. Hann hafði gott lag á nem- endum sínum og náði einkum vel til strákanna sem virtu hann mjög og þótti vænt um hann. Ég man varla eftir því að hafa þurft að koma að málum í þeim bekkjum sem Skúli hafði í umsjón, hann lagði metnað sinn í að taka sjálfur á málum og leysa þau. Skúli kenndi smíðar og mynd- mennt, ásamt fleiri námsgreinum og umtalað var hve smíðastofan var alltaf einstaklega snyrtileg og hver hlutur á sínum stað. Til marks um hirðusemi hans man ég að aðeins glataðist eitt skrúfjárn á öllum hans kennsluferli og segir það sína sögu. Hann kenndi nem- endum sínum ekki bara handverk heldur einnig snyrtimennsku og góða umgengni á vinnustað. Hver hópur gekk frá verkfærum og sópaði saman sag og spæni eftir tímann. Skúli gerði kröfur til nemenda sinna um samviskusemi og góðan frágang í öllum náms- greinum og þurftu nemendur stundum að vinna verkefni upp aftur ef þeir höfðu ekki lagt sig fram. Hann var það sem ég vil kalla, góður uppalandi. Skúli var glaðsinna og hafði gaman af gríni og sprelli þegar brugðið var á leik með nemendum og kennurum. Ekki er hægt að minnast á Skúla án þess að nefna Dídí um leið. Þau voru einstaklega sam- hent og samrýnd hjón. Þau fylgd- ust að í áhugamálum og voru stoð og stytta hvort annars í starfi og leik. Í erfiðum veikindum Skúla síðustu árin bar hann sig alltaf vel og Dídí stóð við hlið hans og studdi eins og klettur allan tím- ann. Skúli var sterkur persónuleiki og verður minnisstæður öllum sem honum kynntust. Ég vil þakka Skúla vináttu og samstarf gegnum tíðina og sendi ásamt fjölskyldu minni, innilegar samúðarkveðju til Dídíar og allr- ar fjölskyldunnar. Hvíl í friði, kæri vinur. Þrúður Kristjánsdóttir. Árið 2005 var afdrifaríkt ár í lífi okkar hjóna en þá ákváðum við að taka okkur upp frá Hellissandi þar sem við höfðum verið við störf í 20 ár. Leið okkar lá í Dali og fór- um við bæði að vinna við Grunn- skóla Búðardals sem þá var. Það var ákaflega vel tekið á móti okk- ur og það var eins og við hefðum átt heima í Dölum alla ævi. Skúli og eiginkona hans, Dídí, voru þá kennarar við skólann. Þau hjón tóku sérstaklega vel á móti okkur og á milli okkar myndaðist kunn- ingsskapur sem hefur haldist al- veg fram á daginn í dag. Þau voru alltaf til í að hjálpa okkur með hvað sem var og Skúli kom heim til okkar þegar þurfti að dytta að einu eða öðru. Við erum ríkari fyrir það að þekkja þessi heiðurs- hjón og afar þakklát fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur. Nú er Skúli haldinn á vit feðra sinna og við vitum að mikið tómarúm verð- ur í lífi Dídíar við hvarf hans. En minningin um Skúla lifir og ég veit að allir aðstandendur hans eins og við munu minnast allra góðu stundanna sem við áttum með honum. Við viljum votta öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þorkell Cýrusson og Sigfríð Andradóttir. Frá okkur er nú genginn hinn merki maður Skúli Hlíðkvist Jó- hannsson. Maður sem valdi það í lífinu að verða kennari og þjóna sem slíkur í Dölum meðan hann hafði krafta og heilsu til. Það var í Grunnskólanum í Búðardal sem Skúli ákvað að færa sig úr hlutverki smiðsins í hlutverk kennarans. Hann fylgdi þar konu sinni sem kenndi við skólann og saman urðu þau ein helsta festan í kennaraliðinu ára- tugum saman. Alla tíð bar Skúli skólann í Búðardal mjög fyrir brjósti sér og vildi veg hans sem mestan. Smíði og teikning voru hans helstu kennslugreinar en einnig kenndi hann samfélagsfræði og íslensku. Hann var algjörlega ómissandi við skipulag og framkvæmd árshátíða og lagði alla tíð mikið upp úr því að vanda til þeirra. Átti það við um vinnu við sviðsmyndir, eigin leikritagerð og metnaðar- fullar æfingar. Skúli unni byggðarlagi sínu svo mikið að ekki fór framhjá neinum. Skúla var alltaf umhugað um sögu Dalanna og þá sérstaklega sögu Búðardals; þorpsins sem ól hann upp. Hann tengdi því gjarn- an saman sögu héraðsins við nám nemenda sinna og vann ötull að því að koma henni til skila til kom- andi kynslóða. Hann var sérstak- lega fróður um örnefni, bygginga- sögu og þróun byggðarinnar í Búðardal. Skúli var notalegur í allri um- gengni og var lausnamiðaður í ýmsum vanda sem upp gat komið í skólastarfinu. Hann gekk áber- andi snyrtilega um allt sem hann snerti og góð umgengni var eitt af fjölmörgu sem hann miðlaði til nemenda sinna. Við, samferðafólk Skúla, minn- umst hans með söknuði. Þessi ótrúlega tryggð við starfið, skól- ann og samstarfsfólkið hefur sett sitt mark á það hvernig vinnu- staðurinn er í dag. Skúli kenndi okkur að vera stolt yfir upp- fræðsluhlutverkinu og að vera yf- ir litlu trú. Innilegar þakkir, elsku Skúli, fyrir allt það sem þú gafst sam- starfsfólki þínu. Ástvinum og fjöl- skyldu Skúla vottum við dýpstu samúð í missi þeirra. Fyrir hönd starfsfólks Auðar- skóla í Búðardal, Eyjólfur Sturlaugsson. Skúli Hlíðkvist Jóhannsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar, HELGU VÍGLUNDSDÓTTUR, Álfkonuhvarfi 23. Innilegar þakkir fær starfsfólk í Heimahjúkrun Karitas, 11E Landspítala og líknardeild Landspítalans fyrir góða og alúðlega umönnun í veikindum hennar. . Stefán Runólfsson, Sóley Stefánsdóttir, Þorsteinn Kristvinsson, Smári Stefánsson, Guðrún J. Sæmundsd., Guðný Stefanía Stefánsd., Jón Hálfdán Pétursson og barnabörn. Ástkær móðir mín og amma, GUÐRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Deildarási 8, lést á Landspítalanum 4. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 14. október klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Ester Harðardóttir, Erna Björg Sverrisdóttir, Orri Ólafsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SNORRI JENS ÓLAFSSON rafvirkjameistari, Fosstúni 6, Selfossi, lést á Landspítalanum 5. október síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 17. október klukkan 14. . Þuriður E. Haraldsdóttir, Haraldur T. Snorrason, Elísabet Þ. Jóhannesdóttir, Ingólfur Snorrason, Margrét U. Snorradóttir, Ómar Bogason, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Okkar elskulegi, LÁRUS DANÍEL STEFÁNSSON, garðyrkjubóndi á Reykjaflöt, Hrunamannahreppi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. október. Útför fer fram frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 14. október næstkomandi kl. 14.00. . Sigfríð Lárusdóttir, Anna Kristín Lárusdóttir, Guðlaugur Garðar Lárusson, Sigfríð Lárusdóttir eldri, Kristín Ingveldur Bragadóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR GRÖNDAL söngkona, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 7. október. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 16. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. . Kristinn Gestsson, Kristín Halla Kristinsdóttir, Friðþjófur Þorsteinsson, Atli Þór Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.