Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 36

Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Eyþór Einars-son fæddist að Moldnúpi undir Eyjafjöllum 13. ágúst 1931. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Kirkjuhvoli 4. október 2015. Foreldrar hans voru Einar Sig- urþór Jónsson bóndi og formaður í Moldnúpi, fæddur 26. apríl 1902, dáinn 31. okt. 1969 og Eyjólfína Guðrún Sveinsdóttir barnaskólann að Ystaskála. Ey- þór vann við öll venjuleg sveita- störf að heimilinu auk þess sem hann sótti vertíðir í Vestmanna- eyjum á sínum yngri árum. Hann vann síðan að búinu með foreldrum sínum eða þar til faðir hans dó. Hann bjó síðan nokkur ár með Þóreyju föð- ursystur sinni og einn eftir að hún dó. Eyþór fluttist á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli árið 1999 og leit á það sem heimili sitt. Heilsu hans fór að hraka síðustu 3 ár- in. Úför Eyþórs fer fram frá Ásólfsskálakirkju í dag, 10. október 2015, klukkan 14. frá Feðgum í Með- allandi, fædd 9. jan- úar 1897, dáin 27. maí 1967. Eftirlifandi systkini Eyþórs eru: Guðjón, fædd- ur 1929, Sigríður, fædd 1930, Baldvin, fæddur 1934, Guð- rún, fædd 1935 og Sigurjón, fæddur 1938. Eyþór ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt systkinum, að Moldnúpi. Hann gekk í skóla í Í dag kveð ég gamlan vin, frænda minn og föðurbróður, Eyþór frá Moldnúpi. Á kveðju- stund vakna margar góðar minningar úr sveitinni. Moldnúpur var heimili stór- fjölskyldunnar, oft var margt um manninn enda gott að koma heim í Moldnúp. Einar afi, Tóta afasystir mín og Eyþór voru heimilisfólkið þau sumur sem ég var í sveit að Moldnúpi. Jafnan var líka vinnumaður hjá Eyþóri þar til mér tókst eitt sumar að fá það hlutverk. Það var gott að vinna með Eyþóri, það var eng- inn asi en heldur ekkert slór, jafnt og þétt var verkið klárað. Eyþóri fannst gaman að heyra sögur, sögur af fólki, fjar- lægum stöðum og furðulegum fyrirbærum. Þá hló hann hátt, skellti sér á lær hló hátt og sagði: „Nei, þú segir ekki“ eða: „Þú lýgur því.“ Hann taldi Þórsmörk fegursta stað á Ís- landi og naut þess að koma þangað þó hann væri alltaf smeykur að fara yfir árnar. Eitt sinn um verslunarmannahelgi fengum við hann til að fara með okkur krakkana inn í Mörk á Willysnum. Allt gekk vel en þegar við vorum í miðri Krossá varð Eyþór skíthræddur og öskraði stöðugt „nú veltur hann, nú veltur hann!“ Samt sem áður stýrði hann bílnum örugglega og kom okkur yfir klakklaust. Eyþór hafði dálæti á Willys- jeppum og átti nokkra slíka. Að vori þegar ég kom í sveitina fékk ég skúrpúlver, skrúbb og fötu og skrúbbaði allan bílinn að innan svo allt varð skínandi hreint. Eyþór var snyrtimenni, hafði ekki drasl í kringum sig og hann elskaði að láta okkur krakkana þvo á sér hausinn. Það var gert í búrinu undir bunu úr tveim krönum, öðrum köldum og hinum heitum. Þetta áttum við að gera á alveg ákveðinn hátt og hann gargaði stöðugt því vatnið var ýmist of heitt eða of kalt. Sundferð í Seljavallalaug var fastur liður í stað þess að fara í bað vikulega. Eyþór fór með alla krakkana á jeppanum og við lékum okkur í slímugri lauginni. Eyþór fór aldrei ofan í laugina, ég hugsa að hann hafi verið vatnshrædd- ur. Þessi stóri frændi minn hafði hlýtt og gott hjarta en ekki stórt, hann var hræddur við margt og þá sérstaklega mýs, við gátum fengið hann til að hlaupa ef við sögðum að við hefðum séð eina. Einhvern tím- ann settu strákarnir dauða mús í stígvélið hans og lengi eftir það fór hann ekki í þau án þess að hvolfa úr þeim fyrst. Eyþór gekk jafnan í stígvélum, stikaði stórum skrefum og hafði þetta einstaka göngulag að ganga jöfnum rólegum skrefum án þess að hallast þó undirlagið væri þýft eða grýtt. Eyþór fór í leitir eins og fjárbændur gera. Pabbi sagði mér þá sögu að ein- hverju sinni fór Eyþór í eft- irleitir inn í Mörk og kveið hann ferðinni mjög því hann taldi fjallkónginn vera strangan. Ey- þór kom heim ferðaglaður og ánægður en ekki með nokkra kind. Hann sagði þá hafa farið rólega yfir og forðast þá staði sem einhverja kind gæti verið að finna og sagði fjallkónginn frábæran. Nú er göngu frænda míns lokið og ég kveð hann með þakklæti og hlýju. Systkinum hans sem ætíð voru hans stoð og stytta í lífinu votta ég sam- úð. Helga. Brattskjólsbóndinn er fallinn frá. Á góðum degi kallaði hann sig þetta með stolti og bros á vör. Brattskjól er heitið á staðn- um þar sem fjárhúsin hans stóðu og þar átti hann lengsta starfsævina. Eyþór var fæddur og uppalinn í Moldnúpi undir Eyjafjöllum og eftir lát föður síns tók hann við búinu ásamt foreldrum mínum. Skiptu þau búinu þannig að Eyþór varð fjárbóndinn og því fylgdu fjár- húsin við Brattskjól en foreldr- ar mínir sáu um kýrnar. Eyþór var stór og stæðilegur maður með bros á vör og dásamleg til- svör hrukku oft af munni hans. Hann hafði sérstakt lag á því að laða að sér börn, sérstaklega stráka sem elskuðu að tuskast á við hann og reyndu stundum margir í einu að ná honum nið- ur. Ég man ekki eftir neinum sem réð við hann enda var þarna við hraustmenni að etja. „Hraustir menn í vornóttinni“ sagði hann og glotti. Á uppvaxtarárum mínum átti Eyþór forláta Willys-jeppa sem hann var afskaplega stoltur af og það var aldrei erfitt að fá hann til að skreppa með sig austur að Steinum í Jóabúð ef sælgætisþörfin var að fara með mann. Á þessum árum man ég aldrei eftir því að hann klæddist peysu, hvað þá úlpu, heldur var hann alltaf í vinnuskyrtu með uppbrettar ermar og fráhneppt í hálsinn. Skipti þá engu hvern- ig veður var og hvaða árstíð var, honum var aldrei kalt. Þeg- ar kom að því að bregða skyldi búi flutti hann á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli þar sem hann dvaldi til síðasta dags. Starfsfólk heimilisins á miklar þakkir skildar fyrir alla hug- ulsemina og þá sérstaklega síð- ustu daga hans. Árný J. Jóhannesdóttir. Ég var svo heppinn að fá að alast að miklu leyti upp hjá ömmu og afa á Moldnúpi II. Í gamla bænum hinumegin við hlaðið, Moldnúpi I, bjó Eyþór frændi. Þrátt fyrir að ég hafi verið ungur að aldri þá mynd- aðist með okkur frændunum strax mikill vinskapur. Þær eru óteljandi stundirnar sem rifjast upp nú þegar leiðir skilur og margt kemur upp í hugann. Góðmennska er þó það orð sem kemur fyrst upp þegar ég lít yf- ir farinn veg. Eyþór var ein- stakur maður. Þegar ég var barn í sveitinni heima í Mold- núpi gat maður alltaf treyst á það að hjá frænda væri til eitt- hvert gotterí. Hvort sem það var PK-tyggjó, brjóstsykur eða bara niðursoðnar perur í dós. Alltaf var einhverju góðgæti gaukað að manni. Svo maður minnist nú ekki á áflogin, gamnislagina og hinar ýmsu æf- ingar sem hann lét mann gera til „að athuga hvort það væri nú einhver kraftur í pollanum“. Eyþór var hraustmenni og lét aldrei sjá á sér að hann fyndi fyrir sársauka og þaðan af síður kulda. Til að mynda er mér minnisstætt þegar við fór- um eitt haustið í göngur í Ásólfsskálaheiði. Allir gangna- mennirnir fóru upp að Eyja- fjallajökli kappklæddir með húfu og vettlinga. Þar var Ey- þór svo mættur á stutt- ermaskyrtu og efstu tvær töl- urnar hnepptar frá. Einhverjum varð þá á að spyrja hvort hon- um væri nú ekki kalt, þá svar- aði hann um hæl: „Finn ekki fyrir kulda!“ og steytti hnefann. Frændi var einnig mikið fyrir að hafa snyrtilegt hjá sér. Man ég þá sérstaklega eftir Zetorn- um sem hann átti. Eyþór pass- aði alltaf upp á það að hann væri glansandi hreinn og fínn. Zetorinn var teppalagður í hólf og gólf ásamt því að hann lét setja á hann kraftmiklar loft- flautur og ljóskastara, svo fólk myndi nú átta sig á því að hér væru sko „Eyfellingar á ferð!“ Það var alltaf mjög eftirsókn- arvert að fá að fara með frænda í þessum mikla fararskjóta. Í seinni tíð eftir að hans bú- skap lauk fékk Eyþór góðan samastað að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þangað heimsótti ég hann með strákana mína þá Svein Kristin og Eyþór Inga og það var ótrúlegt að sjá hvað það tók stuttan tíma þangað til Ey- þór frændi var farinn spyrja þá stuttu: „Eru þið ekki sterkir? Takiði ekki lýsi?“ Það var eins og endursýning væri hafin af æsku minni. Alveg sömu takt- arnir – bara þrjátíu árum seinna. Láta aðeins reyna á kraftana í þessum pollum. Í dag kveð ég Brattskjóls- bóndann, hann Eyþór frænda. Minning um einstakan mann mun lifa áfram. Jóhann Gunnar Guðmundsson. Æskuminningin um Eyþór frænda er góð og sveipuð æv- intýraljóma. Hann naut virðing- ar hjá okkur krökkunum og við sóttumst eftir félagsskap hans. Hann var Brattskjólsbóndinn og þangað var ævintýri að fylgja honum. Alltaf sami göngutúrinn á morgnana að gripahúsunum undir hömrunum fallegu. Það þurfti enga brú yfir lækinn, sömu steinar stiklaðir á hverjum morgni og sömu sporin stigin yfir mýrina og votlendið. Í Brattskjólinu voru verkin unnin fumlaust, skepnunum gef- ið og öðrum skyldum sinnt. Síð- an sami göngutúrinn heim. Spjallað á leiðinni eins og geng- ur. Hann átti flottasta jeppann í sveitinni, flottasta traktorinn, besta hestinn, flottasta hundinn og bjó í flottasta herberginu í gamla bænum. Í herbergið var gaman að koma, þar var allt í röð og reglu og alltaf snyrtilegt. Og þar setti hann á sig Old Spice sem var besta lyktin. Á kvöldin hlustaði hann stundum á bátabylgjuna sem hann náði í gegnum heimagert loftnet sem náði alla leið upp á klöpp fyrir ofan bæinn. Bátabylgjan var samskiptamiðill þess tíma og loftnetið góða ígildi þráðlausa netsins sem fáir vilja vera án í dag. Á bátabylgjunni fylgdist hann með aflabrögðum, fréttum og stundum sveitaorðrómi sem þar fór á milli manna. En best af öllu var að fá að fara með honum í bíltúr í jepp- anum. Þá skyldu gúmmískórnir vera hreinir og það var virt. Toppurinn var að aka í búðina hjá Jóa í Steinum og kaupa gos og jafnvel Prins polo eða annað góðgæti. Reyndar átti hann yf- irleitt gosdrykki og gott í munninn handa þeim sem heim- sóttu hann, það muna fleiri en ein kynslóð. Hann var félagi okkar og góður við okkur krakkana en gat verið stríðinn. Það átti hann reyndar ekki langt að sækja, afi átti það til að sprella stundum í okkur. Umfram allt naut Eyþór virðingar fyrir vinnusemi. Eins og amma og afi og systkini hans, alltaf að. Sinnti bústörfum frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar, í öllum veðrum, allan ársins hring. Og stundum að hjálpa til á öðrum bæjum. Eftir að Eyþór hætti að búa flutti hann á Hvolsvöll þar sem hann bjó á Kirkjuhvoli. Þar átti hann reglulega góð ár og leið vel. Á meðan heilsan var í lagi aðstoðaði hann gjarnan við rekstur heimilisins og var vin- sæll meðal starfsfólks og sam- býlisfólks. Á þessum tíma var hann einnig duglegur að keyra í sveitina og heimsækja sveit- unga og vini. Þar tók hann með- al annars virkan þátt í sum- arbústaðamenningunni sem nú var að myndast þar sem áður var daglega gönguferðin undir hamrana fallegu. Síðustu árin dvínaði heilsan og Eyþór hætti að geta verið á ferðinni. Á Kirkjuhvoli naut hann góðrar umönnunar sem hann og aðstandendur eru þakklát fyrir. Fjölskylda Baldvins kveður Eyþór með söknuði og virðingu. Einar, Heiðar, Gunnar og Eyrún. Þeim fækkar óðum gömlu fjallmönnunum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Eyþór í Moldnúpi er nú látinn. Hann var einn af þeim sem fjallferðirnar voru fastur liður í tilverunni hvert haust. Eyþór tók við sauðfénu við fráfall föður síns. Hann var glöggur á sitt fé og fór vel með sínar skepnur. Það var gaman að koma í Brattskjól, umhirðan og snyrtimennskan var þar í fyrirrúmi. Okkar samstarf var fyrst og fremst í fjallferðum þar sem við fórum oft þrisvar á hverju hausti saman á fjall í um tvo áratugi. Eyþór var góður félagi og naut sín best í seinni leitum. þá var stundum gripið í spil og var þá oft mikið fjör og ekki alltaf farið eftir hefðbundnum reglum í spilunum. Eyþór var alltaf vel ríðandi og átti góða hesta, og kunni betur við að vera í farabroddi þegar riðið var heim í skála að loknum smaladegi. Hann stikaði stundum stórt vestur Gráfellið eða Slyppugilshrygginn með Bjössa sér við hlið og hóaði hátt. Hann gat haft ákveðnar skoðanir á mönnum og lét þær í ljós ef því var að skipta. Eyþór var tryggur vinur vina sína og naut ég þess vinskapar oft. Þegar aldurinn færðist yfir Eyþór og hann hætti búskap fór hann á Dvalarheimilið Kirkju- hvol. Þar var hann ánægður og leið vel. Hann keyrði austur undir fjöll meðan heilsan leyfði og fylgist þar vel með málum. Vil ég þakka honum sam- fylgdina í gegnum árin og votta ég systkinum hans og öðru skyldfólki innilega samúð mína. Baldur Björnsson Eyþór Einarsson www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, VIGFÚSAR MAGNÚSSONAR læknis, Sóltúni 10, Reykjavík. . Kristín Vigfúsdóttir, Finnur Ingólfsson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Hafliði Helgason, Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir, Árni Leifsson, Guðrún Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. PÁLL EYVINDSSON yfirflugstjóri, Digranesvegi 64, Kópavogi. Alúðarþakkir til ykkar allra sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall okkar elsku besta pabba, tengdapabba, afa og míns einstaka og góða Palla. Drottinn Jesús blessi ykkur öll. . Helga Ragna Ármannsdóttir, Björg Ragnheiður Pálsdóttir, Benjamín Ingi Böðvarsson, Ármann Jakob Pálsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Sverrir Gaukur Pálsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ SIGURRÓS STEFÁNSDÓTTIR, Skarðshlíð 30c, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Karl Óskar Tómasson, Stefán Karlsson, Sigríður Björg Albertsd., Tómas Karl Karlsson, Gréta Júlíusdóttir, Grétar Karlsson, Sigurrós Ósk Karlsdóttir, Birgir Þór Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vonarlandi við Sogaveg. . Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Júlía Guðrún Ingvarsdóttir, Áslaug Helga Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Ingvar Ingvarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.