Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 40

Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Helga JóhannaJónsdóttir var fædd í Reykjavík 11. mars 1925. Hún lést á heimili sínu 28. september 2015. Hún var dótt- ir hjónanna Guð- leifar Ólafsdóttur frá Jafnaskarði á Mýrum og Jóns Pálssonar frá Vall- arhúsum í Gerða- hreppi. Hún átti fjögur systkini, þau Þóru Sigríði, Kristínu Olgu, Pál Marel og Sigurð Svein og er Kristín ein á lífi. Þann 7. maí 1949 giftist Helga Þórði Magnússyni, sem fæddur var og uppalin í Borgarnesi. Þau hófu búskap nokkru fyrr og barnabarnabörn sex. Magnús Þórðarson, f. 29.10. 1945, ógiftur og barnlaus. Gunn- ar Leifur Þórðarson, f. 28.12. 1948, börn Gunnars og fyrrver- andi maka, Mundu Kristínar Aagestad, eru Guðmundur Þór, Þórður og Katrín Aagestad og eru barnabörnin tvö. Hörður Þórðarson, f. 14.3. 1952, maki Anna María Krist- jánsdóttir og eru börn þeirra Kristjana Margrét og Helga Jó- hanna og eru barnabörnin þrjú. Þórður Þórðarson, f. 26.6. 1955, maki Inga Sigurðardóttir og eiga þau Kristínu, Helgu og Magnús Örn og eru barnabörnin fjögur. Guðrún Hildur Þórðardóttir, f. 14.12. 1957, börn hennar og fyrrverandi maka, Guðjóns Björns Kristjánssonar, eru Hall- dóra, Þórður Helgi og Daði Freyr. Útför Helgu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 10. októ- ber 2015, kl. 14. hafði þeirra sam- búð staðið í 45 ár er Þórður féll frá 1990. Í Borgarnesi bjuggu Helga og Þórður sér notalegt heimili, fyrst í Ar- abíu og síðar að Böðvarsgötu 4. Heimilið hefur alla tíð borið mynd- arskap Helgu vitni. Afkomendur Helgu eru: Jón Björnsson, f. 7.9. 1941, en faðir hans var Björn R. Einarsson, maki Jóns er María Alexandersdóttir. Börn Jóns og fyrrverandi maka, Hrefnu Indr- iðadóttur, eru þrjú, Indriði, Helga Rósenkranz og Guðleif, og eru barnabörn hans 11 og Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Elsku Helga amma mín hefur nú kvatt okkur. Núna er hún komin í faðminn hans afa og unir sér örugglega vel. Það var svo gaman að koma til þeirra í Borg- arnesið og var alltaf mikil til- hlökkun að fara til þeirra. Ég var svo heppin þegar ég var yngri að fá að fara nokkrum sinnum ein til þeirra og vera í nokkra daga. Þá var alltaf sama rútínan hjá okkur. Afi sótti mig kl 10 á morgnana og fékk ég að fara með honum á sjúkrabílnum á pósthúsið og svo á heilsugæsluna að bleyta í. Eftir smá stúss á heilsugæslunni fórum við og sóttum ömmu í vinnuna. Það brást ekki að þegar ég kom í nes- ið var alltaf búið að baka handa mér prinsessukökur. Amma vissi hvað mér þóttu þær góðar með ískaldri mjólk. Svo var alltaf skellt í vöfflur líka. Ég átti alltaf dásamlega tíma hjá ömmu og afa. Eftir að afi kvaddi okkur átt- um við amma einnig góða tíma saman. Við gátum talað saman um heima og geima. Það var allt- af svo gott að tala við hana. Ég gæti skrifað svo miklu meira en allar góðu minningarnar mun ég geyma í hjarta mínu. Með þessum örfáu orðum langaði mig að kveðja þig, elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín, Kristjana Margrét. Elsku amma. Minningarnar um þig eru margar og gleðilegar og þegar ég hugsa til þín læðist ósjálfrátt bros á andlitið. Það voru góðir dagar þegar fjölskyldan gerði sér ferð í Borg- arnes. Eftir því sem ég varð eldri varð ferðin styttri, bæði vega- lengdin sjálf og svo leið tíminn líka bara hraðar. Það var ynd- islegt að koma á Böðvarsgötuna til ykkar. Á meðan afi Þórður var á lífi held ég reyndar að hann hafi fengið mesta athyglina, en það varst samt þú sem sást um okkur. Passaðir upp á að við fengjum nóg að borða, settir á rúmin og burstaðir tennurnar. Nýbakað ömmubrauð með hnausþykku lagi af smjöri og snúður með alvöru súkkulaði voru iðulega á boðstólum þegar maður kom í Borgarnesið. Það var svo mikið líf og fjör hjá ykk- ur, alltaf nóg að gera. Oftast fór- um við á Bjössaróló – flottasta róló á Íslandi að mínu mati. Og reglulega setti ég upp búð á Böðvarsgötunni. Þar var hinn ýmsa varning að finna. Slæður og hanska af þér og hatta og trefla af afa. Viðskiptin voru býsna ábatasöm enda seldi ég ykkur vörurnar á uppsprengdu verði fyrir alvörupeninga. Við spiluðum oft saman þú og ég. Afi hafði oftast leyft mér að svindla og vinna en það var ekki í boði hjá þér. Það tók því svolítið á fyrir litlu ömmustelpuna að venjast þessum umskiptum. Lærdómurinn var þó nauðsyn- legur og hefur fylgt mér æ síðan. Þegar ég var unglingur fór ég nokkrum sinnum ein í heimsókn til þín og gisti. Þá komst ég að því að þú horfðir alltaf á Glæstar vonir og máttir ekki missa úr þátt. Það var auðvitað ekki ann- að í stöðunni en að horfa bara með þér og upp frá því varð ég forfallinn aðdáandi. Að vísu fylg- ist ég ekki reglulega með lengur en í hvert skipti sem ég sé brot úr þessum þáttum í sjónvarpinu verður mér hugsað til þín. Elsku besta amma mín. Þú varst svo hlý, góð, hafðir ynd- islega nærveru og heilsaðir alltaf með innilegu faðmlagi. Við áttum góð og gleðirík ár saman og ég á eftir að sakna þín sárt. Ég veit að afi hefur tekið svo vel á móti þér og að þið passið upp á okkur sem eftir erum. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Bob Dylan þýð. Ingibjörg Gunn- arsdóttir.) Elska þig alltaf. Þín ömmu- stelpa, Helga Þ. Nú þegar komið er að kveðju- stund hugsa ég hvað ég get skrifað um hana elsku Helgu ömmu mína og kemur margt fal- legt í hugann. Ég man hvað ég var spennt að fá að fara í Borg- arnes á sumrin til ömmu. Við átt- um svo margar góðar stundir saman. Amma vildi að sjálfsögðu dekra við mig út í eitt og vildi hafa mat sem mér þótti góður og gerðum við margoft pitsur sam- an. Einnig átti hún það til að rétta mér budduna sína og segja mér að fara í Hyrnuna og kaupa mér gott og kannski smá sterkan brjóstsykur handa ömmu í leið- inni. Ég man líka að mér fannst amma vera ofursvöl því hún gat borðað sítrónur eins og hún væri að borða appelsínu. Það var líka alltaf svo notalegt að fá að gista hjá ömmu. Þá fékk maður að sofa í afaholu og amma kom og sat hjá mér og fór með bænirnar og sagði mér eitthvað skemmti- legt fyrir svefninn. Eitt er mér líka ferskt í minni, en það var þegar afi var hjá okkur líka og hann átti það nú til að gefa okkur aðeins of mikið nammi. Þá sá maður ömmu stundum setja bremsuna á afa og maður hugs- aði hvað hún væri nú að skipta sér af. En í dag þegar ég er sjálf orð- in móðir þá skil ég svo vel af hverju amma var að skamma afa. Auðvitað var hún bara að fara eftir reglum foreldranna. Það var nú heldur ekki leiðinlegt þegar við barnabörnin fengum að kafa í fataskápana og búa til búðarleik og hvað þá þegar við fengum að kíkja upp á háaloft. Elsku amma mín, mér þykir svo afar vænt um þig og minning- arnar um þig mun ég alltaf geyma. Helga Jóhanna Harðardóttir. Helga Jóhanna Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Elsku amma Helga, takk fyrir allt, ég veit að afi hef- ur tekið brosandi á móti þér. Kristín. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Ég á drengja- heimilinu við Ástjörn í Keldu- hverfi seint í júní 1973, eitthvað að bisast við að veiða hornsíli í tjarn- arendanum, þegar gamall og ryðgaður Land Rover silaðist niður heimreiðina. Út úr bílnum steig feitlagin kona með úfið hár, klædd í kakíbuxur, rúllukragabol og lopapeysu, skótauið var ekki af dýrari endanum, nefnilega gúmmískór með hvítri rönd. Ég spurði eldri strákana hver þetta væri eiginlega, ekki stóð á svari: „Þetta er Gunna á Meiðavöllum,“ og þeir byrjuðu að syngja „Gunna á Meiðavöllum keyrir hratt“ o.s.frv. Þetta var auðvitað Guðrún Árnadóttir bóndi á Meiðavöllum. Ég sá hana nokkr- um sinnum þetta sumar og gerði óspart grín að henni ásamt hinum strákunum. Það var svo á vor- mánuðum árið eftir að mamma mín tjáði mér að hún væri búin að finna handa mér pláss í sveit þá um sumarið. Mér leist ekkert sérstaklega vel á það. Það var svo í byrjun júní að foreldrar mínir óku mér í Kelduhverfið, það var ekki laust við að ég væri með hnút í mag- anum þegar ég steig út á hlaðinu fyrir framan Meiðavelli. Þarna stóðu þau Gunna, Óskar, maður- inn hennar, og Árni sonur þeirra, sem báðir eru látnir, og buðu okkur til stofu. Fljótlega tók að slakna á hnútnum sem ég var með í mag- anum, því fjölskyldan hafði afar góða nærveru og þó sérstaklega Gunna. Hún bar fram smurt brauð, kökur og kruðerí þar til foreldrar mínir hurfu á braut. Það var þokkalega stórt bú, ná- lægt 30 mjólkandi kýr, slatti af Guðrún Árnadóttir ✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist 24. júlí 1922. Hún lést 27. ágúst 2015. Jarðarförin fór fram 19. september 2015. rollum, kálfarækt, nokkrar geitur og ekki má gleyma hænunum. Gunna hafði í nógu að snú- ast allan daginn við bústörfin, auk þess að sjá um heimilið. Dugnaðurinn var aðdáunarverður. Við Guðrún urðum strax hinir mestu mátar og einhvern veginn held ég að henni hafi þótt verulega vænt um mig allt upp frá þessu, það var gagnkvæmt. Mér leið hreint frábærlega þetta sumar og Guðrún sá til þess að ég dafnaði vel í þessari fallegu sveit með því að gefa mér góðan mat og sinna mér af alúð. Eftir dvöl mína á Meiðavöllum kom ég í fjölmargar heimsóknir þangað, bæði til að ganga til rjúpna og svo bara til að eiga samverustund með þessu eðal- fólki. Harkan og eljan skein úr augnaráði Guðrúnar þegar heils- unni tók að hraka, hún varð helst til fótafúin, og staulaðist hún um bæinn sem var á þrem hæðum og studdi sig við olíubrúsa til að halda jafnvæginu. Það var Guð- rúnu mikið áfall þegar sonur hennar Árni féll frá og uppúr því var ljóst að erfitt yrði fyrir hana að halda úti búskap á Meiðavöll- um. Með góðri aðstoð tókst henni þó að klóra sig fram úr þessu í nokkur misseri áður en hún varð að játa sig sigraða og flytja á elli- heimilið á Húsavík. Við héldum góðu sambandi fram á síðasta dag en undir það síðasta voru samskipti okkar að- allega í gegnum síma. Guðrún var skörp í kollinum þegar ég talaði við hana í síma fyrir nokkrum vikum síðan og ekki var hægt að merkja að komið væri að leiðar- lokum. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég kveð Guðrúnu Árnadóttur bónda frá Meiðavöllum með söknuði. Ragnar Gunnarsson (Raggi Sót). Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDURS LOFTSSONAR, Selvogsbraut 33, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á sjúkrahúsi Selfoss fyrir hlýju og góða umönnun í veikindum hans. . Alda S. Joensen og aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS KARLS BJARNASONAR, Svarthömrum 68, Reykjavík. . Þórunn K. Jónsdóttir, Álfhildur S. Jóhannsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Gunnar Þór Jóhannsson, Þóra Egilsdóttir, Guðmundur Ingi Jóhannsson, Jóna G. Ragnarsdóttir, Ísak J. Ólafsson, Kristín G. Jóhannsdóttir, Sumarliði Kristmundsson, Bjarni Jóhann Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Heittelskuð mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir og systir, DAGMAR SÆVALDSDÓTTIR, sjúkraliði, nuddfræðingur, leiðsögumaður og ævintýrakona, lést á Landspítala Íslands mánudaginn 21. september. Útförin hefur farið fram frá Kópavogskirkju. Innilegar þakkir til starfsfólks 11E, 11G og heimahjúkrunar Karítas. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sjúkraliðafélags Íslands. . Sóley Guðmundsdóttir, Bjarni Bjarnason, Erla Þórey Ólafsdóttir, Sævaldur Bjarnason, Rakel Sveinsdóttir, Theodór Bjarnason, Íris Hlín Bjarnadóttir, Sævaldur Runólfsson, Sigurbirna Hafliðadóttir, Þór Sævaldsson og ömmubörn. Eiginkona mín, móðir okkar og amma RIET KRISTINSSON-REITSEMA, arkitekt, Noordenbergsingel 9 7411se, Deventer, Hollandi, lést á heimili sínu 25. september. Jarðarförin fór fram 1. október 2015 frá Grote Lebuïnus kirkju í Deventer. . Jón Kristinsson, Rúloff og Miran, Kris og Marleen, Ika Maí og Geert-Jan, Ásta og Martijn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.