Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
Guðrún Árdís Össurardóttir kennir á fata- og textílbraut í Fjöl-brautaskólanum í Breiðholti, en hún er fatahönnuður aðmennt. „Það eru um 50 nemendur á þessari braut, þeir eru á
öllum aldri og skemmtileg flóra af nemendum. Það gefur manni mikið
að vera innan um ungt, skapandi fólk.“
Guðrún hefur áhuga á öllu sem tengist hönnun og handverki, en
hún hefur unnið til verðlauna fyrir fatahönnun sína. „Það hefur þó
farið minna fyrir því undanfarin ár að búa til föt, það þyrfti helst að
lengja í sólarhringnum til að maður gæti gert allt það sem mann
langar til.“
Eiginmaður Guðrúnar er Örvar Þór Ólafsson, viðskiptafræðingur
og sölu- og markaðsstjóri hjá Kóða. Börn þeirra eru Kristín Hekla 14
ára, tvíburarnir Andrea og Össur Anton 11 ára og Örvar Gauti 15
mánaða.
„Stærsta áhugamálið hjá okkur er að ganga á fjöll, en Örvar stend-
ur á bak við Fjallafélagið ásamt bróður sínum. Bestu stundirnar eru
þegar fjölskyldan sameinast í ferðalögum, þá ævintýraferðir um
ótroðnar slóðir. Þetta er svo góð samvera fyrir alla stórfjölskylduna
og skapar góðar minningar fyrir börnin okkar. Við fórum t.d. í
skemmtilega tjaldferð í Langadal í Þórsmörk í sumar og var það
fyrsta útilega Örvars Gauta. Það er lítið mál að ferðast með ung börn
ef maður er vel útbúinn. Honum finnst æðislegt þegar gengið er með
hann á bakinu og um að gera að hafa hann með í ferðunum.
Á afmælisdaginn ætlum við að hafa teiti heima hjá okkur. Við vor-
um að flytja á æskuheimilið mitt í Garðabænum og erum búin að
koma okkur vel fyrir. Það er því tilvalið að fagna því líka.“
Fjallganga Fjölskyldan á Valahnúk í Þórsmörk í sumar.
Flutt á æskuheimilið
Guðrún Árdís Össurardóttir er fertug í dag
A
Aðalsteinn fæddist á
Núpi í Dýrafirði 10.10.
1940. „Ég hafði aldurs-
forystu í stórum barna-
hópi á hlaðinu undir
Núpi. Stóreygð störðum við syst-
kinin á höfunda nýrra glósubóka,
enn ekki nema föl í miðjar hlíðar,
en fyrr en varði lokaði snjórinn
þetta samfélag alveg af, oft vikum
saman.
Bernskuminningar eru margar
frá Gemlufalli. Þar voru mót
tvennra tíma. Strokkur í búri, bar-
inn steinbítur, reyktur rauðmagi,
gota og ábrystir, súrt slátur.
Bryddaðir skinnskór, undan-
rennuskol handa kaula, heitar rúg-
kökur af hringum kolaeldavél-
arinnar, peli heimalningsins sem
lifði fyrir náð hofmannsdropa og
upphitunar í ofninum.
Amma Ágústa og afi voru „að
handan“ frá Brekku og Hólum. Það
styttist í barnaskólann hjá Svövu
Thoroddsen og landafræðina hjá
Ólafi H. Kristjánssyni, síðar á
Reykjum. Landsprófið táknaði svo
skilnað við móðursveitina en syðra
beið annar skóli og kynnin hófust af
föðurættinni: Hildur föðuramma
var frá Iðu en bjó á Eyrarbakka.“
Í Reykjavík var Aðalsteinn til
húsa hjá bróðurdóttur Hildar, Al-
dísi Kristjánsdóttur, á Bergþóru-
götu 16a, en smátt og smátt tók
Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri
Kvennaskólans, við uppeldinu og
gerði hann að kennara hjá sér.
Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá
MR 1959, fyrrihlutaprófi í guðfræði
við HÍ 1963, BA-prófi í landafræði,
sögu, grísku og uppeldis- og
kennslufræði við HÍ 1971 og lauk
fyrsta stigi í íslensku í HÍ 1977.
Aðalsteinn var kennari við Hér-
aðsskólann á Núpi 1960-61, við VÍ
1961-63, við Iðnskólann og Austur-
bæjarskólann 1961-63, við Kvenna-
skólann 1964-77, kennari við KHÍ
1978, yfirkennari í Kvennaskólanum
1977-82 og skólameistari 1982-2000.
Aðalsteinn réðst síðan til mennta-
málaráðuneytis til þess að kvelja
fyrri kollega sína með naumum
fjárveitingum, eins og hann orðar
það.
Aðalsteinn var í stúdentaráði HÍ
1963-64, með Ellert B. Schram,
frænda sínum, var formaður Stúd-
entafélags HÍ 1966-67, formaður
Félags guðfræðinema og formaður
Bræðralags, formaður borðtenn-
isklúbbsins Arnarins 1974-78, for-
maður mótanefndar BTÍ 1975-85,
sat í stjórn og launamálaráði FHK
Aðalsteinn Eiríksson, fyrrv. skólameistari – 75 ára
Bernskuslóðir Aðalsteinn með sr. Sigtryggi Guðlaugssyni, stofnanda Núpsskóla. Elsti og yngsti stúdent MR, 1959.
Skólamaður frá Núpi
Hjónin Aðalsteinn og Guðrún.
Kópavogur Haraldur Snær Einarsson
fæddist 2. september 2014 kl. 7.07.
Hann vó 3.472 g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Rakel Sif Hauks-
dóttir og Einar Haraldsson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Helga Ísafold Þór-
hallsdóttir fæddist 11. september
2014 kl. 11.00. Hún vó 3.394 g og var
13 merkur. Foreldrar hennar eru Val-
gerður Margrét Þorgilsdóttir
og Þórhallur Guðmundsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Norræna siglir
í allan vetur
Bókaðu
núna!
Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og
Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði.
Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga.
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500