Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur í kostnaðarsömum fram- kvæmdum í vinnunni í dag. Jákvætt viðhorf þitt hvetur samferðafólk þitt til þess að leggja hönd á plóginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er ekki rétti tíminn til þess að skipta á milli eða ákveða hver á að eiga hvað. Ef ein- hver mistök hafa verið gerð má draga af þeim lærdóm fyrir framtíðina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. En nei er orðið sem breytir lífi þínu til hins betra, líkt og um töfra væri að ræða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér dettur í hug alveg ný leið til að gera eitthvað í vinnunni í dag. Leitaðu jafn- vægis þannig að vinir og samstarfsmenn séu ánægðir með þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú lætur tilfinningarnar ráða í sam- skiptum við aðra. Allt sem maður getur sigr- ast á í huganum getur maður yfirbugað í raunveruleikanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að skuldadögum og þú verður að láta hendur standa fram úr ermum til þess að eiga fyrir skuldunum. Fyrr en þú veist af hefurðu breytt leiðindum í framtak. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur lagt hart að þér. Settu þig inn í málið. Bestu upplýsingarnar sem þú færð gætu í fyrstu virst ómögulegar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef ástvinir bregðast ekki við þér af nægum áhuga skaltu vera minna innan handar. Bolmagn annarra kemur þér á ein- hvern hátt að góðum notum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð tækifæri til að komast að einhverju nýju varðandi fortíð þína. Við annað skaltu leita þér nauðsynlegrar aðstoðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að finna tjáningarþörf þinni útrás með einhverjum hætti. Leyfðu sköpunarþrá þinni að njóta sín og losaðu þig þannig við innri spennu og kvíða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver sem gerði mistök vill fá annað tækifæri. Hafðu í huga að velgengni getur þýtt eitthvað allt annað í þínum huga en annarra. Bíddu ekki eftir því að hann biðji um hjálp þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fjölskyldusamkomur og málefni fjöl- skyldunnar hafa verið ofarlega á baugi hjá þér að undanförnu. Hafðu í huga að þú munt sennilega þurfa að breyta þeim ákvörðunum sem þú tekur í dag. Síðasta vísnagáta var sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Sá gæti sín, sem fram á hana fer. Frá þeim stað var skáld og hestamaður. Af degi aðeins lítið ljósblik er. Lyftist gjarnan á þér sértu glaður. Fyrst er hér lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Ef gengur fram á brún þá gættu þín. Glöggur var hann Sigurður frá Brún. Dagsbrún boðar, senn þá sólin skín. Sértu glaður lyftist augabrún. Sigrún Erla Hákonardóttir svarar: Ysta brún er ærið há Eiríkur var Brúnum frá Dagsbrún fagnar feginn hver og fljótt þá lyftist brún á mér. Kristín Sigríður Guðjónsdóttir Hrafnistu á þessa lausn: Gættu þín vel er fram á brún þú fer. Fátt hef ég lært um Eirík gamla á Brúnum. Örlitla brún af sólu sé ég hér, sýnist mér við það lyftist brún á þér. Árni Blöndal svarar: Tæpt á brún að standa – þarf til þrótt. Þá var Brúnar bóndi ferðamaður. Hinstu glætu dagsins gleypir nótt. Gjarnan lyftist brún, ef verð ég glaður Bjarni Þorkelsson, Þórodds- stöðum, svarar og spyr: „Kannski má segja að þetta sé umorðuð gátan, fremur en ráðning?“ Á heljarþröm er heiglum ekki vært. Hestum reið hann einn og var það kært. Boðað getur sólfar bjart og skært. Brúnaþungt er skáld með stoltið sært. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Lausnina nú lít ég strax, létt hún er, sem gerð úr dún. Auga-, fjalls- og einnig dags-, auk þess staðarheitið – Brún. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Í þoku fram af brún við gætum borist. Frá Brún kom Sigurður, hagmæltur, skýr. Við dagsbrún hefur mark í myrkrið skorist, margoft lyftist brún þá dimman flýr. Hér er skýring Guðmundar en limran verður að bíða mánudags vegna plássleysis: Gæt að þér á bjargsins tæpu brún. Frá Brún var Siggi, skáld og hestamaður. Brún hins unga, bjarta dags er hún. Brúnin lyftist á þér sértu glaður. Enn rær Guðmundur á gátumið: Sleginn á degi einum er. Um þann sagt, er vel sig ber. Yfir honum vakað var, Veginn margur kappi þar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af brúnum Í klípu „ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ TAKA OF LANGAN TÍMA, HANN ER BARA AÐEINS Á EFTIR.“ BIÐSTOFA eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG KANN VARLA VIÐ AÐ NEFNA ÞAÐ, EN ÞAÐ VAR KOMINN FIMMHUNDRUÐ KALL Á MÆLINN ÞEGAR ÉG KLESSTI Á TRUKKINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ein ævi er ekki nóg. MÓTTAKA BYRJA MEÐ MIKINN PENING! ÉG KOMST LOKSINS AÐ ÞVÍ HVERNIG ÉG GÆTI... ...GRÆTT SMÁ PENING Í TÓNLISTAR- BRANSANUM! HVERNIG ÞÁ? GELT! ÞAÐ ERU ALLIR ALLTAF AÐ FLÝTA SÉR NÚ TIL DAGS!Varstu í útlöndum? Þú ert svobrún,“ spurði móðir 10 ára stúlku vinkonu hennar. Stúlkurnar voru báðar býsna fjörugar og á að giska um 10 ára gamlar. „Já, ég var á Ítalíu,“ svaraði brúna barnið að bragði. „Við fórum öll fjölskyldan og vorum á Capri í tvær vikur. Það var alveg ofsalega gaman.“ Hélt stúlkan áfram. x x x Ítalía er svo æðisleg. Ég hef einmittkeyrt um alla Ítalíu og farið til Capri. Það er alveg dásamlegt,“ sagði móðirin glaðlega og hraðmælt um leið og hún varð dreymin á svip. Þessi tveggja barna móðir gleymdi stund og stað, staðurinn var sturtu- klefinn í sundlauginni í Mosfellsbæ, þar til dóttir hennar kippti henni inn í veruleikann. „Mamma. Hvenær fórst þú til Ítalíu?“ „Það var fyrir mörgum árum,“ svaraði móðirin ögn stutt í spuna. „Með hverjum fórstu?“ Hélt barnið áfram undrandi á svip. „Með Óla,“ svaraði móðirin lágt um leið og hún setti hausinn undir sturtuhausinn. „Óla? Hver er Óli?“ spurði barnið stóreygt og opinmynnt. x x x Fyrrverandi kærasti minn,“ svar-aði hún milli samanbitinna tann- anna um leið og hún leit fast í augu Víkverja. „Og passaðu bróður þinn, hann má ekki príla upp úr balanum,“ sagði móðirin ráðvillt á svip og rjóð í vöngum. Víkverji hætti að brosa með sjálfum sér og rak á eftir dóttur sinni að halda áfram að klæða sig í blautan sundbolinn. x x x Það er varla hægt að vera ber-skjaldaðari en nakinn í sturtu- klefa þar sem saltar myndir fortíð- arinnar dúkka upp með öllum sínum gömlu kærustum, sandi og funheit- um sólardögum. x x x Ekki er hægt að lifa lífinu án þessað minningarnar og fortíðin sem er ýmist dísæt, súr eða sölt láti á sér kræla. Hún getur nartað eða bitið í hælana á manni og þá er gott að vera undir það búinn. Víkverji ætlar að finna sér námskeið fyrir foreldra sem vilja efla og styrkja hvíta lygi í sínu lífi. víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4.13)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.