Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er varðan,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður þegar hann leggur plexíglerhjálm yf- ir litla gula vörðu úr ávaxtasteinum í innra rýningarrými Hverfisgallerís neðst við Hverfisgötu. Ljósmynd af vörðunni er á upplagsverki sem hefur verið gert sérstaklega fyrir sýn- inguna Varp með verkum Sigurðar Árna sem verður opnuð í galleríinu í dag, laugardag, klukkan 16. „Þetta eru appelsínu- og sítrónusteinar sem við söfnuðum heima,“ segir hann um þetta litla verk. „Þegar ég fór að hlaða þá tæmdist boxið en varðan reis ekkert. Ótrúlega margir steinar fara í svona vörðu.“ Þarna í innra rýminu er einnig nýtt málverk eftir listamanninn, „Fransk- ur gluggi“, skuggamynd af glugga á striga, en það er í fremra rýminu sem gefur að líta megininnsetningu sýn- ingar Sigurðar Árna. Hann er einn okkar kunnustu myndlistarmanna, hefur verið valinn til að sýna á Fen- eyjatvíæringnum og verk hans sést á fjölda einka- og samsýninga hér á landi, en hann er líka kunnur fyrir list sína á meginlandi Evrópu, ekki síst í Frakklandi þar sem hann starfar með virtu galleríi og sem gestaprófessor. Þetta eru framleidd verk Í málverkum hefur Sigurður Árni gjarnan velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkanna eru skuggar þessara fyrirmynda það eina sem eftir stendur á myndfletinum. Hann er kunnastur fyrir verk á striga og pappír og hér gefur að líta nokkur pappírsverk, einskonar forteikningar að öðrum sem skorin eru út í ál í Geislatækni, pólýhúðuð og hengd upp í nokkurri fjarlægð frá veggnum, þar sem skuggar verða mikilvægur hluti af hverju verki. „Þessi verk á pappírnum eru eins- konar grófar skissur. Það er málarinn í mér að finnast ég þurfa að hafa ein- hver handgerð með á sýningunni,“ segir Sigurður Árni og brosir. Bætir við að varla séu fingraför á hinum verkunum. „Þetta eru framleidd verk – þótt aðdragandinn að því að þau eru skor- in út og máluð með þessum hætti sé ótrúlega langur og flókinn. Og ég lít á þetta sem beina fram- lengingu af og hluta af málverkunum mínum.“ Í ljós kemur að hann hefur reyndar málað vissa fleti aftan á verkunum, sem eru hengd nokkuð frá veggnum og lita þessir fletir skuggana að hluta. „En það málverk sést þó í raun ekki,“ segir hann. „Myndlistin er líka allt það sem maður sér ekki í verkunum, ég hef til dæmis eytt mörgum dögum í að grunna þessi álverk en öll sú vinna sést ekki.“ Þarna eru verk með þeim formum sem þekkja má úr sumum verka Sig- urðar og hafa verið kölluð „mólíkúl“ og annað sem byggist á sexhyrn- ingum sem víða má sjá í náttúrunni. „Skugginn er jafn mikið atriði og þrívíð formin; skugginn gefur form- inu líf,“ segir hann. En stígur hann hér frá málverkinu yfir í einskonar lágmyndir? „Ég gerði fyrstu tilraunina með verk sem þessi fyrir nokkrum árum og sé nú að ég get rakið þessa nálgun aftur í námsárin mín í Frakklandi en þar var ég farinn að taka form út úr málverkunum mínum og saga þau í krossviðarplötur. Það var til að losna við bakgrunninn. Þetta voru orðin hugmyndafræðileg málverk og allt í kringum formin orðið aukaatriði. Ég fór aftur í málverk en var svo fyrr en varði kominn með trjágarða, sem ég hafði verið að mála, í módel. Það sama gerist hér, við sjáum form sem hafa verið gegnumgangandi í mál- verkum hjá mér, ákveðna teikningu, og ég tek þau út. Ætli þetta sé ekki einhver þörf fyrir að núllstilla komp- ásinn aftur. Til að fylgja vörðunum!“ Þar er jarðtengingin Í sumar voru tvær einkasýningar á verkum listamannsins í Frakklandi, í Lieu d́Art Contemporain í Sigean í Galerie Iconoscope í Montpellier. Voru báðar vel sóttar og vel tekið af gagnrýnendum sem söfnurum. Á þeim sýndi Sigurður Árni málverk og teikningar. „Hér langaði mig að gera allt ann- að og dreif í að gera þessi verk sem höfðu lengi leitað á mig. Og ég sá þetta alltaf sem heila sýningu,“ segir hann og lítur yfir salinn. „Stærðir verkanna eru til dæmis hugsaðar sér- staklega fyrir þetta rými. En ég ákvað jafnframt að stíga varlega til jarðar og bætti teikningunum við – þar er jarðtengingin. En þetta er allt mitt myndmál, minn myndheimur.“ Morgunblaðið/Einar Falur Sexhyrningar „Þetta er allt mitt myndmál, minn myndheimur,“ segir Sigurður Árni og hampar hér einu verkanna. Bein framlenging af málverkunum  Sigurður Árni Sigurðsson opnar sýningu í Hverfisgalleríi Sýningin er kallast Speg- ilmyndir verður opnuð í Safni Ásgríms Jóns- sonar, Berg- staðastræti 74, á morgun, sunnu- dag, klukkan 14. Leiðsögn verður um sýninguna klukkan 15. Á sýningunni má sjá úrval sjálfs- mynda eftir Ásgrím Jónsson. Í safneigninni er að finna 29 verk með heitinu „Sjálfsmynd“. Elstu sjálfsmyndina af þeim sem til eru í safninu málaði Ásgrímur sama ár- ið og hann hóf nám við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn, árið 1900. Spegilmynd opnuð í Ásgrímssafni Sjálfsmynd Ásgríms Jónssonar 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 24/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 13:30 Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00 Lau 24/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu DAVID FARR HARÐINDIN Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 17/10 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 11/10 kl. 20:00 aukas. Sun 18/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Aðeins þessar sýningar! At (Nýja sviðið) Lau 10/10 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00 Fim 15/10 kl. 20:00 Fim 22/10 kl. 20:00 Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 8/11 kl. 13:00 Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 25/11 kl. 20:00 Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 14/11 kl. 20:00 Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00 Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00 Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar! Dúkkuheimili, nýjar aukasýningar! TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS .. — — Frami (Salur) Sun 18/10 kl. 20:30 Lokaæfing (Salur) Fös 9/10 kl. 20:30 Fös 16/10 kl. 20:30 Lau 31/10 kl. 20:30 Sun 11/10 kl. 20:30 Lau 24/10 kl. 20:30 Þú kemst þinn veg (Salur) Fim 15/10 kl. 20:30 Mið 21/10 kl. 20:30 Sun 25/10 kl. 20:30 Lífið (Salur) Sun 18/10 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 1/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00 Petra (Salur) Lau 17/10 kl. 20:30 Fös 30/10 kl. 19:00 Uppsprettan (Salur) Þri 20/10 kl. 19:30 This conversation is missing a point (Salur) Mið 28/10 kl. 20:30 Mið 11/11 kl. 20:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.