Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
Scantool gæðaverkfærin loksins komin
aftur í Verkfæralagerinn, á lækkuðu verði
Frábærar vélar til að brýna
hnífa og önnur bitverkfæri.
Hverfisteinn m/snúning
í báðar áttir, skapalón
fylgir, frábært bit fyrir
leikna og lærða.
34.995
24.975
Scanslib 200
Hverfisteinn
Scanslib 150
Hverfisteinn
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ævertu bara fegin/n aðlosna við þessa leið-inda kellingu/kall,hún/hann var aldrei
nógu góð/ur fyrir þig.“ Efalítið yrði
mörgum brugðið ef eitthvað þessu
líkt væri sagt við syrgjandi mann-
eskju sem nýverið hefði misst maka
sinn. Gagnvart fráskildum virðist þó
gegna öðru máli, því þeir fá á stund-
um að heyra áþekk „huggunarorð“
rétt eftir skilnað.
Í bókinni Skilnaður – en hvað
svo? sem Skálholtsútgáfa gefur út,
ber höfundurinn, Guðný Hallgríms-
dóttir, prestur fatlaðra, saman sorg-
argöngu þeirra sem missa maka sinn
við andlát og þeirra sem missa maka
sinn við skilnað. Hún fjallar einnig
um viðhorf samfélagsins til beggja
hópanna, gefur innsýn í aðstæður og
sálarlíf fólks sem gengur í gegnum
skilnað og beinir sjónum þess fram á
veginn.
Lífinu púslað saman
„Við eigum fullt af flottum ritú-
ölum sem við notum þegar andlát ber
að höndum. Það eru haldnar kveðju-
athafnir, dánartilkynningar birtast í
blöðum og útvarpi svo heyrist um
landið og miðin og skrifaðar eru
minningargreinar. Allir hafa fögur
orð um hinn látna og votta eftirlif-
andi maka samúð, færa honum blóm
og kökur og eru boðnir og búnir að
aðstoða hann á alla lund. Ekkjan eða
ekillinn getur setið í óskiptu búi og
samúð samfélagsins er allt umlykj-
andi. Við skilnað er þessu öðruvísi
farið. Flestir þurfa að flytja úr hús-
næði sínu, búinu er skipt, allt frá te-
skeiðum til steinsteypu, gera þarf
eignaskiptasamning og afla sér vott-
orða og gagna af ýmsu tagi. Líf
margra snýst á hvolf en veikindafrí
er ekki í boði, þeir þurfa að standa
sína pligt á öllum vígstöðvum og
reyna að púsla lífi sínu saman. Þótt
sorg sé fyrst og fremst viðbrögð við
missi, viðurkennir samfélagið ekki
eins vel sorg við skilnað,“ segir
Guðný.
Betri sálgæslumaður
Sjálf gekk hún í gegnum skilnað
um aldamótin þegar börn hennar
þrjú voru á aldrinum fimm til fjórtán
ára. Þá hafði hún sem sálgæslumað-
ur í um áratug veitt fólki í sömu spor-
um góð ráð til að takast á við breytt-
ar aðstæður. „Ég upplifði djúpa sorg
alveg eins og ég hafði heyrt fólk tala
um, en þó í rauninni ekki trúað að
gæti verið svona mikil, enda var
manneskjan náttúrlega á lífi. Skiln-
aðurinn kom mér í opna skjöldu, mér
fannst ég eiga besta mann í heimi.
Annars er ég heilmikil Pollýanna og
fór að einhverju leyti í gegnum þetta
á húmornum. Þegar frá líður hættir
maður að sjá fortíðina í ljósrauðum
bjarma og sér kannski betur að allt
var ekki eins æðislegt og maður hélt.
Svo er líka mikilvægt að hafa í huga
að í lífinu skiptast á skin og skúrir og
að ekki reynir á hjónabandið fyrr en
eitthvað kemur upp á. Við gleymum
stundum að standa saman bæði í
blíðu og stríðu.“
Að hætti Pollýönnu segir Guðný
að það góða við skilnaðinn hafi verið
að hún varð betri sálgæslumaður og
öðlaðist næmari skilning á líðan
skjólstæðinganna og því sem þeir
voru að ganga í gegnum. Starfs-
reynslan sé enda ein ástæða þess að
hún skrifaði bókina. Hinar eru rann-
sókn sem hún gerði og byggðist á
djúpum viðtölum við ekkjur og frá-
skildar konur sem og hennar eigin
skilnaður.
Sælar eru sorgbitnar
Fljótlega eftir skilnaðinn hóf
Guðný meistaranám í guðfræðideild
Háskóla Íslands og gerði þá fyrr-
nefnda rannsókn í tengslum við
meistararitgerð sína, Sælar eru sorg-
bitnar því þær munu huggaðar
verða, sem er skírskotun í sæluboð-
orðin í Mattheusarguðspjalli. Þótt
rannsóknin hafi einungis tekið til
kvenna fullyrðir Guðný að upplifun
karla sé sú sama. „Svo mikið hefur
sálgæsluþjónustan kennt mér,“ segir
hún. „Einu gilti hvort konurnar í
rannsókninni voru ekkjur eða frá-
skildar, lýsingar þeirra á líðan sinni
eftir makamissi voru samhljóma.
Þær notuðu meira að segja sömu
orðin yfir líkamlega vanlíðan sem oft
fylgir mikilli sorg.“
Guðnýju finnst vanta einhvers
konar formlegt kveðjuritúal fyrir þá
sem ganga í gegnum skilnað. „Oftast
skilur leiðir vegna óhamingju, ósætt-
is eða framhjáhalds. Fólk er í tilfinn-
ingalegu uppnámi og á erfitt með að
hugsa á skynsamlegum nótum. Sér-
stök kveðjustund að undangengnum
viðtölum hjá presti gæti verið góð
leið til að kveðjast sátt, þakka fyrir
þann tíma sem parið átti saman og
biðja fyrir hvort öðru. Með slíku móti
er ég viss um að fólk geti skilið með
meiri sæmd og sóma en ella.“
Spurð hvort bókin sé með trúar-
legu ívafi svarar Guðný því til að þar
sem hún sé prestur og sem kristin
manneskja hafi hún verið alveg
óhrædd að blanda guði í málin. Les-
andanum sé síðan í lófa lagið að skil-
greina með sínum hætti þann æðri
mátt sem hún fjallar um. „Meiningin
er að bókin tali til þín sem mann-
eskju í djúpum dal, sem hún leiðir þig
í gegnum og í átt að öðruvísi lífi og
vonandi betra. Þá er bókin ekki síður
fyrir vini og vandamenn sem upplifa
sig vanmáttuga gagnvart óhamingju
sinna nánustu vegna skilnaðar.“
Brostnar vonir
Rétt eins og þegar syrgjandi
ekkjur eða ekklar eiga í hlut bendir
Guðný á að mikilvægt sé að sýna
þeim sem eru að skilja sömu virð-
ingu, skilning og nærgætni. Ekki
saki heldur að bjóðast til að passa
börnin, elda fyrir þá eða sinna ein-
hverjum viðvikum til að létta þeim
álagið á erfiðum stundum. „Við erum
að syrgja brostnar vonir, bæði mak-
inn sem er yfirgefinn og sá sem yf-
irgefur. Enginn hefur í hyggju að
skilja þegar þeir standa við altarið og
sverja hjúskapareiðinn eða skrifa
Sorgin sem samfélagið
viðurkennir ekki
Í bókinni, Skilnaður – en hvað svo? Leiðsögn á vegi til betra lífs, fjallar Guðný Hallgrímsdóttir, prestur
fatlaðra, m.a. um sorgina sem fylgir skilnaði; sorg þess yfirgefna og þess sem yfirgefur. Hún segir sorg beggja
ekki ósvipaða því að sjá á eftir maka sínum í gröfina, þótt fráskildum sé yfirleitt hvorki sýnd samúð,
boðin aðstoð né færð blóm og kökur. Þeir eru að syrgja brostnar vonir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sálgæslumaðurinn Guðný Hallgrímsdóttir prestur kveðst hafa orðið betri
sálgæslumaður eftir að hún gekk sjálf í gegnum skilnað.
Brosnar vonir Miðað við
háa skilnaðartíðni hafa
margir Íslendingar syrgt
brosnar vonir síðustu
áratugina.
Hið árlega Töfrakvöld HÍT, Hins ís-
lenska töframannagildis, verður
haldið í Salnum í Kópavogi, annað
kvöld, 28. október og hefst kl. 20.00.
Húsið verður opnað kl. 19.30.
Töfrakvöld er ætlað allri fjölskyld-
unni og er aðalgestur sýningarinnar
enski töframaðurinn Chris Wood,
sem hefur sýnt einstök töfrabrögð
víða um heim í yfir þrjátíu ár.
Einnig taka sjö íslenskir töframenn
þátt í sýningunni, Einar einstaki, Jón
Víðis, Kristinn Gauti, Arnúlfur og
Kristinn & Sindri. Kynnir verður Lalli
töframaður.
Töframennirnir í HÍT munu ekki
unna sér hvíldar í hléinu því þá fara
þeir um húsið og leika listir sínar fyr-
ir gesti. Töfrakvöld hafa verið árviss
viðburður hjá HÍT frá því félagið var
stofnað árið 2007. Íslenskir töfra-
menn hafa eins og kollegar þeirra
hvarvetna í heiminum undirgengist
hinn alþjóðlega töframannaeið sem
hljómar svona: „Sem töframaður,
heiti ég því að afhjúpa aldrei leynd-
armál fyrir áhorfanda, nema viðkom-
andi sverji að hafa eið töframanna í
hávegum. Ég lofa að sýna almenningi
aldrei töfrabrögð án þess að hafa æft
mig fullkomlega, svo leyndardóm-
urinn varðveitist.“
Hið íslenska töframannagildi leikur listir sínar
Töfrandi sýning fyrir alla fjöl-
skylduna í Salnum í Kópavogi
Töfrar Einvala lið töframanna kemur fram á hinni árlegu töfrasýningu HÍT.