Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 18

Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HannaBirnaKrist- jánsdóttir breytti skýrslu sem hún flutti sem vara- formaður á Landsfundi í kveðjuræðu. Það er ekki hægt að finna að því, þar sem forsendur höfðu breyst. Ræðan var óneitanlega per- sónuleg og sjálfhverf og það er ekki heldur hægt að finna að því, eins og á stóð. Niður- staða hennar var sú að sjálf- stæðisfólk mætti treysta því að ræðumaðurinn ætlaði sér svo sannarlega að vera áfram í stjórnmálum. Það er líka ástæðulaust að efast um að Hanna Birna geti náð sér á strik aftur. Hið svokallaða „lekamál“ liggur nú fyrir. Ekkert bend- ir til að Hanna Birna hafi verið gerandi í því. Það má stórlega efast um að þessi „leki“ hafi verið al- varlegri en fjölmargir aðrir lekar úr stjórnkerfinu, sem allir fjölmiðlar kannast við. Fjölmiðlar „nýta“ sér aðeins örlítið brot af slíkum lekum af margvíslegum ástæðum. Eitt af því sem þeir leggja örugglega mat á, er hvort „lekinn“ brjóti siðferðileg mörk eða hvort menn séu að reyna að (mis)nota fjölmiðil- inn sem í hlut á með óeðlileg- um hætti. Umrætt „lekamál“ beind- ist að hluta að bæði Frétta- blaðinu og Morgunblaðinu. Margoft á undanförnum ár- um hafa umsjónarmenn Kastljóss „RÚV“ stært sig af því í útsendingum að þeir hafi undir höndum skýrslur innan úr opinberum stofn- unum sem aðrir hafa ekki. Þeim gögnum hafi með öðr- um orðum verið „lekið“ til þeirra, því varla hafa um- sjónarmenn komist yfir þau fyrir eigin atbeina. Sé svo, er til nafn yfir þær athafnir. Þeir, sem hafa starfað lengi innan hins opinbera kerfis, kannast einnig við að stundum er „lekið“ til að tryggja umfjöllun um mál, sem ella yrði lítil sem engin. Fjölmiðlum er illa við frétta- tilkynningar því með þeim er einatt reynt að taka yfir verkefni ritstjórnar. Telji þeir sig hins vegar hafa efni í höndunum sem „keppinaut- arnir“ hafa ekki, birta þeir efnið hins vegar hróðugir. Þar er þó langoftast efni á ferð sem fráleitt væri að telja óeðlilegt að birta. Í lekamálinu svokallaða voru mistökin sennilega sú að „leka“ upplýs- ingum í stað þess að birta þær ein- faldlega opinber- lega. Þeir, sem upplýsingarnar snertu, háðu slag sinn við ráðuneytið og stofnanir þess opinberlega og lögfræðingar þeirra sem í hlut áttu voru með ótrúlega liðugan aðgang t.d. að fréttastofu ríkisins. Skjólstæðingar lögfræð- inganna höfðu hins vegar mörgu að leyna sem stórlega myndi veikja þeirra málstað ef upplýst yrði um. Víða erlendis þá er það reglan að birta almenningi upplýsingar í ríkari mæli en ella þegar þannig stendur á. Annars staðar eru „við- skiptavinir“ hins opinbera, sem færa umsóknir sínar út á opinberan völl, spurðir skriflega hvort birta megi fyrirliggjandi upplýsingar um þá og synji þeir því, er sagt frá synjuninni opin- berlega. Sjálfstæðir saksóknarar gengu mjög hart fram í nefndu máli og er ekki hægt að benda á hliðstæðu þess. (Svo ekki sé minnst á ósköp- in þegar umboðsmaður Al- þingis tróð sér inn í málið, sem þegar var í höndum lög- reglu og saksóknara). Nú er miklu alvarlegra mál uppi. Komið er á daginn að einhver óskaði sérstak- lega eftir því að tölvupóstar yfirmanna í Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu yrðu eyðilagðir og einnig afrit slíkra pósta. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ein af ástæðum þess gjörn- ings hafi verið málatilbún- aður fyrir Landsdómi. Af hverju í ósköpunum er þetta mál ekki rannsakað? Hvaða menn áttu þarna í hlut, hverjir þrýstu á og hverjir tóku endanlega ákvörðun um að eyða tölvupóstunum. Mál fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sýnir að ekki er útilokað að „finna“ eydda tölvupósta aft- ur, ef reynt er í tæka tíð. Ef mál af þessu tagi er ekki rannsakað þá er a.m.k. ástæða til að upplýsa al- menning í landinu um hverj- ir komi í veg fyrir það og hvers vegna. Ræður hreinn geðþótti eða efnislegt mat, sem stenst skoðun, þeirri ákvörðun? Traust til sjálf- stæðra opinberra aðila velt- ur á því hvernig slíkum spurningum er svarað. Ákvörðun um að eyða tölvupóstum sérstaklega valdra einstaklinga vekur undrun og áhyggjur} Miklu stærra mál á ferð Í annað skipti á stuttum tíma er ég knú- inn til að verja þessu pistilplássi í að ræða uppskáldaðan einstakling sem öðlaðist líf um miðja síðustu öld í bók- um og svo í enn ríkari mæli í kvik- myndum í kjölfarið. Einstaklingurinn er tæp- lega miðaldra, opinber starfsmaður, einhleypur því aldrei helst honum á nokkurri konu, marg- faldur mannsbani og gefinn fyrir sopann þegar sá er á honum gállinn. Hann heitir James Bond. Ástæða þess, ágætu lesendur, að ég þarf enn að tjá mig um þennan geysivinsæla gallagrip er sú að það er allt í einu komið í tísku að amast við Bond blessuðum. Ástæðan er einkum sú að Daniel Craig, leikarinn sem fer með hlutverkið um þessar mundir, hefur verið helst til úrillur í viðtölum til kynningar á myndinni, rétt eins og hann var þegar hann lauk tökum á hinum Bond-myndunum þremur sem hann á að baki. Craig er að eigin sögn fáskiptinn rólyndismaður, sem hefur óbeit á heimskulegum spurningum og leiðist óþarfa fjas og mas um verkefni sín á hvíta tjaldinu. Þetta hafa margir misvitr- ir menn úr pressustétt fengið að reyna og fyrir bragðið má álykta sem svo að Craig kallinn sé lélegur í PR, þó hann sé líklega flinkasti dramatíski leikarinn af þeim sex sem leik- ið hafa Bond. Craig er sumsé forn í skapi, einkum eftir átta mánaða erfiðistökur (hann slasaðist nokkrum sinnum við tökur á SPECTRE, væntanlegri Bond-mynd) og hefur ýmislegt á hornum sér, meira að segja Bond sjálfan. Þetta viðmót hans hefur verið vatn á myllu ákveðinna rétt- trúnaðarhópa sem hafa ljáð máls á því að ekki veiti af því að rétta Bond af í takt við tímann. Hann sé kolúreltur karlrembugosi sem mál sé til komið að færa til betri vegar og til þess dugi ekkert minna en að gera hann svartan á hör- und, jafnvel samkynhneigðan og hví ekki að gera hann barasta kvenkyns líka fyrst við er- um á annað borð farin að hrista upp í formúl- unni? Þetta er allt saman gott og blessað, og útkoman yrði vafalítið heillandi týpa – en hún er bara ekki James Bond. Bond, með öllum sínum meingöllum, er eins og hann er. Ég minni í þessu sambandi á flottan texta í lagi Páls Óskars: „Ég er eins og ég er, og hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er, er bölvað og bannað?“ Þetta gætu allt eins verið orð James Bond, í þeirri um- ræðu sem nú gengur. Minnumst þess líka að það eru gallarnir, breyskleikinn og persónubrestirnir sem gera Bond svo heillandi. Við hrífumst, sumpart gegn betri vitund, af því hver hann er. Af sömu ástæðu þótti nærfellt öllum áhorfendum J.R. Ew- ing skemmtilegastur allra í Dallas þó hann væri rakinn skíthæll og ómenni. Af sömu ástæðu elskum við köttinn Garfield þó hann sé matgráðugur, morgunsvæfur og und- irförull. Einhvers staðar verða vondir að vera. Líka Bond. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Bond er eins og hann er STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen (3,6%) frá árinu áður og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem ekki fjölg- ar á milli ára í þessum hópi. Árið 2013 fjölgaði heimilum um 306 (4,0%) milli ára og árið 2012 um 21 (0,3%), en hafði fjölgað að jafnaði um 860 ár- in á undan allt frá árinu 2007. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að talið sé að áfram muni fækka í hópi þeirra sem þiggja fjárhags- aðstoð, á yfirstandandi ári. Atvinnu- ástandið hafi batnað mikið en mjög margir sem voru á atvinnuleys- isbótum þegar atvinnuleysið var sem mest komu síðar til sveitarfélaganna og fengu fjárhagsaðstoð. „Þó ekki hafi allir átt rétt á fjárhagsaðstoð þá var það töluverður hluti og það kvað svo rammt að því að við höfum kallað eftir því, og gerum reyndar enn, að fá hlutdeild í almenna tryggingagjald- inu til þess að standa undir þessum aukna kostnaði,“ segir Halldór. Taki vinnu ef hún er í boði Ýmis verkefni sem ráðist var í til að auka virkni atvinnulausra hafa skilað árangri. Sveitarfélögin lögðu mikla áherslu á að þau fengju skýra heimild til að grípa til virkniúrræða og að hægt væri að krefjast þess að einstaklingar sem fá fjárhagsaðstoð tækju vinnu ef hún væri í boði og við- komandi væri fær um það, að sögn Halldórs. ,,Hafnarfjörður hefur farið með glæsibrag á undan í því máli á meðan til dæmis höfuðborgin hefur dregið lappirnar í því,“ segir hann. Halldór bendir einnig á að líta megi á þessi mál í tengslum við um- ræðuna sem nú er komin upp um að flytja þurfi inn fólk til starfa hér á landi. Þó ljóst sé að ekki séu allir sem fá fjárhagsaðstoð færir um að ráða sig í slík störf, þá eigi það örugglega við um töluvert stóran hluta þeirra sem fá fjárhagsaðstoð í dag. Fleiri sjúklingar fengu fjárhagsaðstoð Hagstofan birtir einnig upplýsingar um fjölda heimilismanna á þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð í fyrra. Alls bjuggu 12.625 ein- staklingar eða 3,8% þjóðarinnar á heimilum sem fengu greidda fjárhags- aðstoð. Þar af voru 4.203 börn á aldrinum 17 ára og yngri eða 5,3% barna á þeim aldri á öllu landinu. Árið 2013 bjuggu 13.130 einstaklingar eða 4,0% þjóðarinnar á heim- ilum sem þurftu á fjárhagsaðstoð að halda og þar af var 4.421 barn. Af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð í fyrra voru fjölmennustu hóp- arnir einstæðir, barnlausir karlar eða 44,8% heimila, og einstæðar konur með börn sem voru 24,9% af öllum sem fengu fjárhagsaðstoð. Á fimmta þúsund börn 12.625 MANNS Á HEIMILUM SEM FENGU FJÁRHAGSAÐSTOÐ Heimild: Hagstofa Íslands Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga 2013 2014 Í starfi 691 756 - þar af í fullu starfi 426 467 - þar af í hlutastarfi 262 288 Atvinnulausir 3486 3308 - þar af með bótarétt 1073 800 - þar af án bótaréttar 2413 2508 Lífeyrisþegar 959 1062 Sjúklingar 1510 1683 Nemar 776 601 Alls 7842 7612 Fjöldi Hlutfallsleg skipting 2013 2014 8,8%9,9% 19,3% 12,2% 44,5% 43,5% 9,9% 22,1% 14% 7,9% Í starfi Atvinnulausir Lífeyrisþegar Sjúklingar Nemar FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heimilum sem fá greiddafjárhagsaðstoð sveitarfé-laga fækkaði í fyrra ífyrsta skipti frá árinu 2007. Meginástæðan er sú að at- vinnuástand hefur batnað en breyt- ingar á fjölda þeirra sem þiggja fjár- hagsaðstoð hafa haldist í hendur við þróun atvinnuleysis. Eftir sem áður eru atvinnulausir einstaklingar í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð ríflega þrefalt fleiri nú en þeir voru á árinu 2007 eða rúmlega 3.300 í fyrra. Af tölum Hagstofunnar, sem birtar voru í gær, má ráða að auk þess sem fækkað hefur milli ára í hópi atvinnulausra sem fá fjárhags- aðstoð sveitarfélaga hefur náms- mönnum sem þáðu fjárhagsaðstoð einnig fækkað á milli ára og voru þeir um 600 talsins í fyrra. Hins vegar hefur sjúklingum sem fá fjárhags- aðstoð fjölgað ár frá ári og voru 1.683 talsins í fyrra. Hafði þeim þá fjölgað um 680 frá árinu 2010 eða um 67.9% á fjögurra ára tímabili. Voru sjúk- lingar í fyrra 22,1% þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð en til samanburðar var hlutfall þeirra 15,5% á árinu 2010. Reikna með áframhaldandi fækkun á þessu ári Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar í gær að í fyrra fengu alls 7.749 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 293

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.