Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
✝ Haraldur R.Gunnarsson
fæddist í Reykjavik
18. apríl 1965. Hann
lést aðfaranótt 18.
október 2015. For-
eldrar hans eru
Gunnar Haralds-
son, f. 3. apríl 1935,
og Ingibjörg Ósk
Óskarsdóttir, f. 1.
ágúst 1936, d. 11.
október 2014. Síð-
ari maður Ingibjargar var Hörð-
ur Smári Hákonarson, f. 16. jan-
úar 1938.
Systkini Haraldar eru Anna
María Gestsdóttir, f. 20. febrúar
1956, maki Ellert Þór Hlíðberg,
f. 28. ágúst 1954, og Óskar G.
Gunnarsson, f. 10. apríl 1963,
maki Sjöfn Magnúsdóttir, f. 13.
janúar 1961, d. 17. október 2015.
Var starfsmaður Ríkisskipa á
MS Esju, Heklu og Öskju og hjá
Eimskip. Rak Bólstrun í Ármúla,
starfaði hjá Hegasi hf. og víðar.
Hann hóf árið 1996 störf hjá
tryggingafélaginu Skandia sem
tjónafulltrúi og starfaði við
tryggingar til ársins 2012, síðast
sem viðskiptastjóri sjótrygginga
og tjóna hjá Verði. Lauk námi til
skipstjórnarréttinda 30 rúmlesta
árið 2007, námi í vátryggingum
frá Háskólanum í Reykjavík árið
2008 og málmsuðu frá Tækni-
skólanum árið 2013.
Haraldur var meðlimur í
Round Table 1 Ísland og gegndi
þar störfum sem formaður um
tíma, var félagsmaður í ýmsum
félagasamtökum, m.a. SVFR, og
tók að sér leiðsögu í laxveiði.
Hann var mikill áhugamaður um
stang- og skotveiði og hafði mik-
inn áhuga á öllu sem viðkom bíl-
um, bílaviðgerðum, mótorsporti,
fótbolta, NBA og Formúlu 1.
Útför Haraldar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 27. októ-
ber 2015, og hefst athöfnin
klukkan 17.
Þann 8. ágúst
1992 kvæntist Har-
aldur Rögnu Ár-
sælsdóttur, f. 10.
júní 1965, starfs-
manni Íslands-
banka. Börn þeirra
eru: 1) Þorsteinn
Andri Haraldsson,
f. 22. júní 1990,
M.Sc. í hagfræði,
unnusta Olivia Loh-
meyer háskóla-
nemi, 2) Inga Björk Haralds-
dóttir, f. 7. júlí 1994, stúdent,
unnusti Sverrir Ólafur
Georgsson bifvélavirki, 3) Ragna
Björg, f. 19. apríl 2001, nemi.
Haraldur ólst upp í Reykjavík
og gekk í Langholtsskóla. Nam
bakaraiðn í Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði með námi í
Álfheimabakaríi.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Börnin okkar
eru ljóð sem lifa,
ort af okkur saman,
vitnisburður ástar,
óður til lífsins,
lífs sem við getum kveikt
saman, með Guðs hjálp,
lífs sem heldur áfram
og verður ekki afmáð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Missirinn er óendanlega sár,
guð geymi þig elsku engillinn
minn.
Takk fyrir allt,
Þín
Ragna.
Elsku pabbi,
Ég veit ekki hvar ég á að
byrja. Öll orð eru svo fátækleg
þegar ég hugsa til þess að vera
hér án þín. Þetta er ótrúlega erf-
itt og ósanngjarnt. Þú varst al-
gjörlega einstakur. Sá allra besti,
sanngjarn, góður, fyndinn, falleg-
ur en mest af öllu þá varstu besti
pabbi sem nokkurt barn gat
hugsað sér.
Kunnir gjörsamlega allt, sama
hvað það var. Þú varst alltaf
tilbúinn að aðstoða alla, gleymdir
að setja sjálfan þig í forgang.
Alltaf varstu jafn stoltur af okkur
systkinunum og jákvæður, sama
hvað. Án þín verður lífið ótrúlega
tómlegt. Ég skal lofa að halda
áfram að gera þig stoltan pabba,
þú fylgist með frá öðru sjónar-
horni.
Þetta ljóð lýsir þér vel.
Allt það dökka sem á dagana dreif
hann lýsti með ástúð sinni,
svo allt það góða er gaf hann af sér
ég geymi í sálu minni.
Hann bíða mun með bros um brá
á breiðunni handan hæða.
Hugga mig mun við brjóst sér þá
og hjartasárin græða
(Hrönnsa.)
Ég get nú ekki sleppt okkar
bestu minningu. Þegar þú heldur
betur kenndir mér lexíu. Gómað-
ir mig við að henda samlokunni út
um gluggann því ég gleymdi að
borða hana í nesti í skólanum. Þú
lést mig nú bara sækja hana og
fara með hana daginn eftir.
Hugsa að ég hafi aldrei sleppt því
að borða nestið mitt eftir það.
Margar góðar stundir þegar við
sælkerarnir sátum á beit í kleinu-
hringjum með mjólkurglas og
störðum á imbann.
Ég fæ mér hálfhráar nauta-
lundir með bernaise og okkar
uppáhalds rjómakókosbollum-
arengstertu og kók eftir jarðar-
förina, alveg eins og þú hefðir
viljað hafa það
Takk, elsku besti pabbi minn,
fyrir allt sem þú hefur kennt mér.
Haltu áfram að leiðbeina okkur í
gegnum lífið. Það verður erfitt en
þú vildir ekki að maður sæti í
sorginni heldur fagnaði öllu því
sem við áttum saman. Ég passa
upp á mömmu og systkini mín.
Æ, pabbi, þetta er svo ólýsan-
lega sárt, sem barn að jarða for-
eldri sitt óska ég engum.
Ég geymi þig í hjartanu og lofa
að elska þig að eilífu. Þú og amma
Inga getið nú loksins faðmast á
ný ásamt öllum fallegu englunum
sem við eigum.
Ég kveð þig með miklum
trega, mín fyrirmynd, hetja og
sálufélagi. Sofðu rótt í hinsta
sinn.
Bíddu pabbi … bíddu mín …
Þín dóttir,
Inga Björk.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku pabbi.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að
byrja, þetta er allt svo óraun-
verulegt og óréttlátt. Að vera að
skrifa minningargrein um 50 ára
gamlan föður sinn kemur bara
ekki heim og saman … Ég gæti
skrifað heila bók um hversu mik-
ið ég sakna þín, hversu mikið ég
mun sakna þín og hversu erfitt
lífið verður án þín. Þú vildir hins
vegar aldrei vera syrgður á þann
hátt.
Þú vildir bara hafa gaman. Þú
vildir að fólk héldi áfram með líf-
ið. Það sem lýsir þessu líklega
best er þegar við ræddum saman
fyrir jarðarförina hjá ömmu. Ég
vildi að mín jarðarför yrði ligeg-
lad, bannað að mæta í svörtu, á
meðan þú vildir að Hells Bells
eða Highway to Hell með ACDC
yrði spilað þegar kistan væri bor-
in út.
Ég viðraði þá hugmynd við
prestinn en hann tók því miður
ekki alveg nógu vel í það, kannski
skiljanlega. Hann kunni engu að
síður að meta húmorinn í því. Það
yrði líklega í fyrsta og eina sinn
sem þau lög fengju að hljóma
þegar gengið er með kistu út úr
kirkju. En þannig varst þú, ein-
stakur gullmoli sem átti engan
sinn líka. Með frábæran húmor,
mikið jafnaðargeð og gerðir allt
fyrir alla án þess að vera spurður
tvisvar. Þú ert líka eina mann-
eskjan sem ég þekki sem var eins
og „How to“-rás á Youtube, þú
kunnir hreinlega að gera allt,
sama hvort það var að gera við
bíl, baka snúða eða byggja hús.
Ég mun þó allavega fá mér eitt
skot af Jagermeister og blasta
ACDC eftir jarðarförina, þér til
heiðurs. Hver veit nema nokkur
vel valin lög frá Deep Purple, Ra-
inbow og U2 fái að fljóta með. Jú,
og jafnvel eitt eða tvö lög með
Metallica, enda fyrstu alvöru
stórtónleikarnir sem við fórum
saman á. Ég veit hversu spennt-
ur þú varst fyrir að fara á U2 með
mömmu í næstu viku, enda sagð-
irðu við mig að það væri eina
bandið sem þig virkilega langaði
að sjá áður en þú færir í gröfina.
Engar áhyggjur af því, þú verður
með mömmu í anda og nærð því
áður en þú ferð í gröfina.
Ég mun geyma þig með mér í
gegnum allt lífið, elsku pabbi.
Þú varst, ert og verður alltaf
minn besti vinur og fyrirmynd í
lífinu.
Þinn sonur,
Þorsteinn Andri Haraldsson.
Elsku pabbi minn. Það er svo
sárt og skrítið að þú sért farinn
frá mér.
Ég sem hélt að ég myndi fá
fleiri mínútur, klukkustundir og
ár með þér, en ég held fast í allar
frábæru og góðu minningarnar
um þig og okkur saman.
Bíð og vona
að brátt þú munir
ganga glaður
hingað inn.
Um þig mína
arma vef ég
vil þig vernda
bera blak.
Rödd þína
sjaldan heyri
þrái að halla
höfði þínu að.
Þú varst frábær pabbi, alltaf
stutt í grínið og hláturinn með
þér, mun sakna þeirra stunda.
Allar minningarnar munu búa
sér stað í hjarta mínu; þær eru
komnar til að vera og ég mun
aldrei gleyma þeim. Ég veit að þú
munt fylgjast með mér, ég mun
halda áfram að gera þig stoltan
pabba og passa mömmu, Ingu og
sostein fyrir þig.
Perlur vaxa
milli okkar
þrátt fyrir fjarlægð.
Vinir að eilífu.
Elska þig.
Þín
Ragna Björg Haraldsdóttir
(Lilla).
Kallið er komið
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sér lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Með sorg í hjarta kveð ég ljúf-
linginn Halla mág minn, eigin-
mann og barnsföður Rögnu syst-
ur minnar. Hann kvaddi þennan
heim skyndilega öllum að óvör-
um. Eftir stöndum við harmi lost-
in.
Kynni okkar hófust þegar
Ragna fór að bjóða kærastanum
heim í Hábæ ung að árum. Þetta
var geðugur ungur maður og
fljótlega var ljóst hvert stefndi.
Þessu sambandi fylgdi vinahópur
sem haldið hefur sambandi við
fjölskylduna til þessa dags.
Halla var margt til lista lagt,
hann var áhugamaður um bíla
enda gaf Ragna honum Porsche í
fimmtugsafmælisgjöf, reyndar
týpuna sem fer vel í hillu en rétta
tegundin samt. Eins og gerist á
mannsævinni geta áhugamálin
verið margvísleg og breytileg en
aðaláhugamál Halla og það sem
hann stundaði hvað mest var
veiðiskapur. Lax, lax og aftur lax
en stundum silungur og annar
fiskur. Halli gerði meira en veiða
fiskinn því hann var meistara-
kokkur sem fór ótroðnar slóðir í
matreiðslu á þessu eðalhráefni.
Þær eru ófáar veislurnar sem
þau hjónin hafa töfrað fram í
gegnum tíðina, t.d. eigin brúð-
kaupsveisla og síðar skírnar-
veislur, afmæli, fermingarveisl-
urnar, stúdenta- og
útskriftarveislur. Eins og margir
vita er þetta veisluglöð fjölskylda
og fólk kom ekki að tómum kof-
unum þegar leitað var eftir ráð-
gjöf eða aðstoð Halla og Rögnu.
Tónlistaráhuga mætti einnig
geta meðal annarra áhugmála.
Halli var ákaflega barngóður og
ól börnin sín upp af miklum kær-
leik, þeirra missir er mikill.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Elsku hjartans Ragna mín,
Þorsteinn Andri, Inga Björk og
Ragna Björg, á svona stundu
mega orð sín lítils en megi góður
Guð gefa ykkur styrk á þessari
stundu.
Öðrum aðstandendum sendi
ég og fjölskyldan innilegar sam-
úðarkveðjur, sérstakar kveðjur
til Óskars bróður og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Haraldar
Gunnarssonar.
Þóra Ársælsdóttir.
Elsku Halli minn, sunnudags-
morgun vaknaði ég við símtal
sem kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Þær fréttir sem bárust
að heiman rifu úr mér hjartað.
Það eru aðeins tæpir tveir mán-
uðir síðan ég knúsaði þig í jarð-
arförinni hjá afa. Það eru svo
margar minningar sem rifjast
upp þegar ég hugsa tilbaka. Góð-
hjartaður snillingur með öllu. Ég
man þegar mamma og pabbi fóru
til útlanda í eitt skiptið, ég var
alein heima og Ragna var beðin
um að koma við heima og tékka
hvort allt væri eins og það ætti að
vera.
Ég partíljónið ákvað að halda
teiti og um kvöldið komst þú
keyrandi inn í hlaðið á Harley
Davidson til þess að tékka á
Logafoldinni. Ávallt svo hress og
skemmtilegur, vinir mínir litu á
mig og sögðu vá hvað pabbi þinn
er töff, síðan knúsaðir þú mig og
sagðir þú hringir bara ef það er
eitthvað, þú veist hvar við erum.
Elsku Halli minn, það fylgir því
mikil sorg að segja að það er
komið að kveðjustund, lífið getur
verið svo ósanngjarnt en innst
inni veit ég að þú ert kominn á
góðan stað. Guð geymi þig, elsku
Halli minn.
Minning þín er mér ei gleymd
mína sál þú gladdir.
Innst í hjarta hún er geymd.
Þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín
Árný Rakel.
Elsku Halli.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Vér munum þína högu hönd
og hetjulega dug,
og ríkan samhug, sanna tryggð
og sannan öðlingshug.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti)
Síminn hringdi, Ragna systir
er í símanum, Halli er dáinn.
Elskulegi mágur minn er fallinn
frá langt um aldur fram, skamm-
degismyrkrið varð skyndilega
enn svartara, þrengdi sér í hvern
krók og kima við þessi sorgartíð-
indi.
Halli var mjög duglegur mað-
ur, mjög vinnuglaður og vildi allt
fyrir alla gera, alltaf tilbúinn að
koma og aðstoða eins og honum
einum var lagið. Við systurnar
áttum mjög skemmtilegar stund-
ir saman með mökum og börnum
á Spáni og í útilegum. Halli var
grillmeistari fjölskyldunnar og
mjög góður kokkur, mjög góð
viðbót við alla kokkana í fjöl-
skyldunni.
Þegar ég hugsa um þig, elsku
Halli, þá kemur upp í huga minn
lax, þú hafðir mikinn áhuga á lax-
veiði og áttir flottan lax eftir eina
veiðiferðina.
Missir Rögnu systur, Þor-
steins Andra, Ingu Bjarkar og
Rögnu Bjargar er mjög mikill,
við fjölskyldan gerum allt, elsku
Halli, til að hlúa að og hjálpa
þeim á þessari sorgarstund.
Takk, elsku Halli, fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir okkur, þín
verður sárt saknað.
Guð blessi ykkur og varðveiti
elsku Ragna mín, Þorsteinn,
Inga Björk og Ragna Björg.
Þín mágkona Guðlaug
(Gulla) og fjölskylda.
Með ólíkindum sárt að þurfa
að kveðja hann Halla sem féll
skyndilega frá, allt of snemma.
Svo stutt síðan pabbi kvaddi
þennan heim og við þessu bjóst
enginn.
Á svona stundu er flett upp í
minningabókinni og sem betur
fer er hún stútfull af góðum og
eftirminnilegum minningum
enda hefur Halli verið hluti af
fjölskyldunni í tugi ára. Halli var
reddarinn í fjölskyldunni og alltaf
boðinn og búinn til að hjálpa til.
Eitt sinn bilaði bíllinn minn á
heiðinni og Halli kom og bjargaði
málum. Arnar lenti í árekstri og
Halli mætti til aðstoðar. Halli
flísalagði þvottahúsgólfið hjá
okkur í Hlynsölunum og svona
mætti lengi telja. Það var ein-
hvern veginn þannig með hann
Halla að hann kunni svo margt og
var góðum gáfum gæddur.
Hann var mikill matmaður og
eldaði góðan mat, var ávallt sett-
ur á grillið þegar við vorum sam-
an komin og dýrindis steik var á
boðstólum. Halli grillaði, við
Ragna sáum um meðlætið og
Arnar um vínið, ansi gott teymi
þar á ferð.
Þegar við minnumst Halla er
ekki annað hægt en að nefna öll
ferðalögin sem við fórum í saman
bæði hérlendis og erlendis. Við
höfum farið saman í ótal margar
sumarbústaðarferðir, nú síðast í
eftirminnilega ferð um
verslunarmannahelgina á Hellu.
Reyndum eitt sinn að fara í ró-
lyndisferð hringinn með tjald-
vagna, ætluðum að fá sumar og
sól en nei nei! Rigningarmet var
slegið á Íslandi þessa vikuna. Við
höfðum það samt rosa kósí í Ás-
byrgi í –2 gráðum, frusum nánast
föst við grasið. Okkur rigndi nið-
ur á leiðinni til Vopnafjarðar.
Keyptum okkur rándýra bænda-
gistingu þar og drukkum rauðvín
fram á nótt. Restina af hringferð-
inni datt okkur ekki í hug að opna
tjaldvagnana nema jú aðeins í
Atlavík þar sem við hefðum þurft
að hafa flotgalla. Þessi ferð end-
aði í sumarbústað á Kirkjubæjar-
klaustri, rosa kósí, aðeins öðru-
vísi en áætlað var en hún var
frábær. Við keyrðum um holt og
hæðir á Mallorca. Svömluðum í
sjónum á Benidorm, héldum
grillpartí á Torrevieja og svona
mætti lengi telja.
Halli var mjög nægjusamur
maður. Og talandi um það þá gaf
ég honum eitt sinn afar skemmti-
lega jólagjöf, koníakspela sem
var búið að drekka vel úr. Með
pelanum fylgdu skilaboð: „Sorry
Halli minn en ég opnaði vísa-
reikninginn og …“ Halli skellti
upp úr, fannst þetta ein skemmti-
legasta gjöf sem hann hafði feng-
ið. Fínt að fá eitt glas af konna.
Nú lokum við minningabókinni
um Halla, geymum minningar í
hjörtum okkar og segjum takk
fyrir allt og allt.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali og jökul ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855).
Hugur okkar er hjá elsku
Rögnu, Þorsteini Andra, Ingu
Björk og Rögnu Björgu, við biðj-
um góðan guð að styrkja þau á
þessum erfiða tíma og megi sólin
skína á veg þeirra um ókomna
tíð.
Kærleikskveðja,
Björg og Arnar.
Nú kveðjum við Halla og
geymum margar góðar minning-
ar í hjörtum okkar.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Þínir vinir, Breki Elí og Eiður
Áki.
Björg Ársælsdóttir.
Elsku Halli, mikið svakalega
finnst mér erfitt að þurfa að
kveðja þig svona fljótt. Þrátt fyr-
ir að hafa aðeins þekkt þig í rúmt
ár þá finnst mér ég hafa þekkt
þig alla tíð.
Það var alltaf svo skemmtilegt
að vera í kringum þig, varst alltaf
að grínast og hafðir svo mörgu
skemmtilegu að segja frá.
Þér fannst alltaf langþægileg-
ast eftir langan dag að leggjast
upp i sófa og horfa á sjónvarpið
alveg þangað til þú sofnaðir þar
og þá varð ekki aftur snúið og þá
hrutum við i takt. Það hátt að við
héldum vöku fyrir öllum hinum a
heimilinu.
Mér finnst svo sorglegt hvað
þú þurftir að kveðja þennan heim
svona fljótt. Fyrir mér áttirðu
100 ár eftir.
Ég kveð þig hér með þessu
ljóði:
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Takk fyrir góðar stundir, Halli
minn.
Sverrir Ólafur Georgsson.
Elsku Halli.
Þetta kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Maður trúir því
ekki ennþá að þú sért farinn frá
okkur, hefðir átt að eiga mörg ár
með okkur til viðbótar.
Haraldur R.
Gunnarsson