Morgunblaðið - 27.10.2015, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Það var alltaf svo gaman að
koma til ykkar Rögnu í Veghúsin,
manni leið alltaf svo vel hjá ykk-
ur, það var alltaf svo gaman að fá
að fylgjast með þér, Halli. Þú
fórst oft með okkur niður í bíl-
skúr þar sem þú hafðir alltaf eitt-
hvað sniðugt til að sýna okkur
krökkunum, varst mikill bílakall
og alltaf á flottasta bílnum, það
var aðalsportið að fá að vera í bíl
með Halla því þú keyrðir alltaf
svo hratt.
Við eigum svo margar
skemmtilegar minningar saman,
útileguna í Galtalæk, sumarbú-
staðarferðirnar, skemmtilegu út-
landaferðirnar til Spánar og
margar fleiri ferðir út suður um
landið.
Þú varst alltaf svo kær, Halli
okkar, svo barngóður og hlýr.
Áttir alltaf erfitt með að skamma
okkur, fíflaðist frekar bara með
okkur og tókst frekar þátt í leikn-
um með okkur. Munum við halda
fast í minningarnar úr Veghúsum
og alla þá vináttu sem myndaðist
þar, Dísu og Lúlla, Gunna og Ca-
millu og krökkunum.
Þú varst alltaf tilbúinn að rétta
fram hjálpar höndina og kunnir
hina ýmsu hluti, varst svo hand-
laginn og duglegur. Settir öll
önnur verk fram fyrir þig sjálfan.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljóð þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Svo stutt síðan við dönsuðum
saman niður Laugaveginn á
menningarnótt og við fjölskyldan
eyddum nóttinni á Skúlagötu 20, í
síðasta sinn.
Við héldum aldrei að við mynd-
um kveðja strax annan hlekk úr
fjölskyldunni, þú varst svo mikill
stuðningur í gegnum missinn á
afa.
Varst alltaf mættur, fínn í
tauinu og vel til hafður og ekki
mátti gleyma derhúfunni heima.
Við áttum góðar stundir sam-
an á svölunum hjá afa um daginn,
það var mikið hlegið og pælt í bíl-
unum sem stóð út á plani, hver
væri aðalbíllinn í dag og hver ætti
að eiga hvern ef við mættum
velja.
Skemmtileg sagan frá því þeg-
ar þú komst og hjálpaðir til við
ganga frá í kirkjugarðinum hjá
afa og hlógum við mikið að fal-
legu ljótu blómunum sem þú
ákvaðst að setja á leiðið hjá
næsta manni, svo hann myndi
hafa eitthvað hjá sér líka.
Munum við kveðja þig með
söknuði í hjarta, þín verður sárt
saknað, Halli. Við munum sjá til
þess að halda fjölskyldunni sam-
an og vitum að þú munt vaka yfir
okkur, verður með okkur á góð-
um og erfiðum tímum.
Þangað til næst, kæri vinur.
Þín,
Aldís Eik Arnarsdóttir
og Vilhjálmur Ragnar
Eyþórsson (Villi).
Haraldur, ég veit ekki hvar ég
á að byrja, elsku vinur.
Minningarnar um þig, okkur
og fjölskyldur okkar hafa
streymt fram síðustu vikuna.
Ég gæti byrjað frá byrjun og
talað um það þegar við fjölskyld-
an komum heim frá Svíþjóð og
fluttum í Veghúsin. Ákvörðun
sem átti eftir að verða eitthvert
mesta gæfuspor sem við Camilla
höfum tekið. Þarna urðu til
tengsl sem ekki hafa rofnað síð-
an.
Ekki bara hjá okkur, heldur
líka fjölskyldum okkar og vinum.
Emil og Þorsteinn tveggja ára og
þar myndaðist vinskapur og síðar
vinahópur sem varla á sér hlið-
stæðu í dag. Edda fjögurra ára,
ásamt fylkingu af foreldrum og
krökkum sem á næstu árum urðu
eins og ein stór fjölskylda. Fjöl-
skylda sem stækkaði síðan yfir
allt Húsahverfið og í raun Graf-
arvoginn allan. Í framhaldinu
mættu Inga og Ragna á svæðið
og ekki minnkaði fjörið í blokk-
inni við það. Í Veghúsum þurfti
ekki að læsa hurðum og þegar
haldin voru boð eða afmæli var
öllum boðið.
Ég gæti talað um gamlárs-
kvöldin, þá stóðu íbúðirnar bara
opnar og íbúar og gestir voru
bara þar sem þá langaði til að
vera. Þá gæti ég líka talað um
sprengjukeppnina og árið sem
við tveir komumst yfir slatta af tí-
volíbombum á kostakjörum.
Ástæðan fyrir verðinu kom síðan
í ljós þegar flugeldasýningin
hófst.
Púff púff heyrðist í þeim og þó
svo þær hafi skilið eftir sig falleg
hvít strik, þá var þetta ekki flott-
asta sýningin okkar.
Ég gæti talað um NBA-næt-
urnar með popp og kók.
Ég gæti talað um veiði og já ef
það var eitthvað sem kveikti í
okkur þá var það veiði. Ég nýliði í
faginu og þú hokinn af reynslu og
miðlaðir því svo vel að ég varð al-
veg heltekinn af þessu sporti.
Fundina í bílskúrnum kvöldið áð-
ur en farið var, pakka saman
dótinu og hnýta eina og eina
flugu sem gæti bara ekki klikkað!
Ég gæti talað um túrinn okkar
í Veiðivötn á Hilux-inum, þegar
við sváfum í framsætunum í 3
nætur.
„Það er alltaf laust pláss í
Veiðivötnum,“ sagði einhver. Ég
gæti talað um orðatiltæki sem
urðu til, eins og á Pepsi-mótinu
uppi á Skaga þegar við fjölskyld-
urnar komum okkur vel fyrir á
tjaldstæðinu, ásamt Smára og
Ingu. Smári sendur til að kaupa
eitthvað á grillið og mætti með 10
kg af kótelettum fyrir 8 manns.
„Ég þoli ekki þegar það vantar,“
sagði hann. Þetta varð setning
sem við notuðum oft.
Ég gæti talað um vinnuna sem
við áttum sameiginlega í mörg ár,
ég gæti talað um þekkingu þína á
öllu mögulegu og ómögulegu, þú
varst alltaf með svör.
Halli, ég gæti talað um svo
margt, en það eina sem ég í raun
þarf að segja er að ég og fjöl-
skyldan erum þakklát fyrir að
hafa þekkt þig, verið vinir þínir,
tengt saman fjölskyldur okkar og
að eiga þessar minningar um þig.
Halli, ég þoli ekki þegar það
vantar og nú vantar þig, minn
kæri vinur. Hvíl í friði.
Elsku Ragna, Þorsteinn
Andri, Inga Björk og Ragna
Björg, sendum ykkur styrk og
hlýju á þessum erfiðu tímum.
Gunnar, Camilla, Edda Lína
og Emil Gunnar.
Gunnar Gunnarsson.
Fyrir 25 árum flutti hópur af
ungu fólki með börnin sín í blokk
í Grafarvogi. Á annarri hæð
myndaðist strax skemmtileg
stemning þar sem grunnur var
lagður að ævilöngum vinskap.
Þegar við minnumst hans
Halla okkar, sem alltaf var kall-
aður Halli granni okkar á milli, er
margt sem kemur upp í hugann.
Oft höfum við gert góðlátlegt
grín að því hvernig það er Gerði
Önnu annaðhvort að þakka eða
kenna að Ragna og Halli drifu í
að gifta sig. Stelpan skildi ekki al-
veg muninn á trúlofun og gift-
ingu, skellti sér yfir ganginn og
spurði: „Halli, af hverju ert þú
ekki búinn að giftast henni
Rögnu?“ Brúðkaup var haldið
næsta sumar með pomp og prakt.
Það var ekki forgangsatriði í
lífi Halla að kunna á klukku en
þótt hann væri á öðrum tíma en
aðrir bætti hann það upp með
hlýju viðmóti, notalegri nærveru
og góðum húmor.
Nokkrum gamlárskvöldum
eyddum við saman þar sem eld-
aður var ljúffengur matur að
hætti þeirra hjóna, þó svo að ein-
hverjir hafi frekar kosið Knorr-
béarnaisesósu fram yfir Halla
special-sósu. Það var líka alveg
nýtt fyrir okkur að hægt væri að
meta gæði kjöts með því að
smakka það hrátt í búðinni en
mikið svakalega var steikin góð.
Flórídaferðin sem farin var er
ógleymanleg. Skemmtigarðar,
verslunarferðir, hangs við sund-
laugina og endalaus hlátur og
gleði.
Nægjusemi Halla er ágætlega
lýst þegar við rifjum upp gamla
derhúfu sem honum fannst óþarfi
að endurnýja þrátt fyrir slit, það
mátti skella henni í þvottavél og
þá yrði hún eins og ný.
Krakkarnir leituðu til Halla
þegar fótboltinn eða eitthvað
annað braut ljósið í kerinu fyrir
utan húsið, hann var pabbinn sem
reddaði því án frekari spurninga
og skammaði þá aldrei.
Halli vildi allt fyrir alla gera og
sagði sjaldan nei en hans mottó
var „við reddum þessu“. Ekki
fannst okkur tími Halla vera
kominn en skemmtilegar minn-
ingar um góðan vin lifa með okk-
ur.
Elsku Ragna okkar, Þor-
steinn, Inga og Ragna Björg, það
kemur að því að þegar þið minn-
ist hans Halla þá kemur brosið á
undan tárunum.
Ásdís, Lúðvík, Gerður Anna,
Birgir og Helga Hjördís.
Mikið er það skrýtið að ég
skuli vera að skrifa minningar-
grein um Harald Gunnarsson vin
minn. Enn og aftur er manni
kippt inn í raunveruleikann og
minntur á hvað þetta líf er hverf-
ult.
Það er erfitt að kveðja starfs-
félaga og vin á þessu aldurs-
skeiði.
Ég kynntist Halla, eins og
hann var alltaf kallaður, þegar ég
sóttist eftir samstarfsmanni við
uppgjör á tjónum fyrir Lloyd‘s-
bílatryggingar rétt fyrir alda-
mótin.
Þá var mér sagt að hann væri
reynslubolti á þessu sviði og væri
að leita sér að vinnu. Við náðum
saman á fyrsta degi og stóðum
við saman í þessu verkefni þar til
ég hætti störfum og fór í það að
stofna Íslandstryggingu, sem
núna heitir Vörður. Að sjálfsögðu
náði ég í Halla þegar pláss mynd-
aðist hjá því fyrirtæki.
Halli var hjálpsamur og dug-
legur í sínu starfi og hafði mikinn
áhuga á að gera sem flestum til
geðs.
Hann kunni illa við að neita
fólki um eitthvað, var alltaf tilbú-
inn að aðstoða fólk í hvers kyns
vandræðum. Þetta gat oft leitt til
þess að erfitt var að klára mál og
fyrir Halla var það erfiðast því
hann vildi ekki að það hallaði á
neinn.
Hann var mikill verkmaður og
hafði gaman af því að sinna verk-
þætti tjóna og stunda sölu á
tjónavarningi.
Halli var stangveiðimaður og
kenndi mér til verka í þeirri
íþrótt.
Að hlusta á hann segja veiði-
sögur var algjör unun. Hann lifði
sig inn í sögurnar og elskaði að
segja frá. Maðkaholur í ám þar
sem Halli vissi að fiskurinn faldi
sig voru ótaldar. Árlega fórum
við ásamt Einari Baldvinssyni,
fyrrverandi samstarfsmanni hjá
Íslandstryggingu, og Guðmundi
Jóhannessyni ljósmyndara í
veiðitúr í Eldvatnsbotna og þá
notuðum við tímann á kvöldin til
að spila brids.
Húmorinn var aldrei langt
undan og við félagarnir höfðum
fyrir reglu að grínast með hlutina
þegar því var við komið.
Okkar leiðir skildu þegar ég
hætti að starfa hjá vátrygginga-
félaginu og hélt á vit annarra
verkefna en Halli hélt starfi sínu
áfram á þeim vígstöðvum. Á ein-
hverjum tíma hætti hann þar
störfum líka.
Ég missti því sjónar á félaga
og vini í allt of langan tíma. Ég
sakna Halla, sem var þúsund-
þjalasmiður, strákur sem kunni
að gera við hluti sem ekki var
hægt að gera við. Hjálpsamur og
hlýr, þannig minnist ég Halla vin-
ar míns. Blessuð sé minning
hans.
Rögnu og börnunum sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Smári Ríkarðsson.
Yndislegur vinur er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Halla
kynntist ég þegar við Ragna fór-
um að vinna saman í bankanum.
Það var mikið brallað á þessum
árum þegar maður var bara tutt-
ugu og eitthvað. Útilegur, ótal
margar sumarbústaðaferðir og
ekki má gleyma öllum partíun-
um.
Skemmtilegar minningarnar
hrannast upp þessi 28 ár. Svo
þegar við vinkonurnar í bankan-
um vorum orðin svolítið settlegri
stofnuðum við matarklúbbinn
Borgþór, eða Bogga. Yfirmat-
reiðslumaðurinn í þeim klúbbi
var Halli enda var hann lista-
kokkur og gat töfrað fram hinar
ýmsu kræsingar. Matarklúbbur-
inn endaði svo oft með danssnún-
ingi á stofugólfinu við góða mús-
ík.
Saman fórum við matarklúbb-
urinn til Kúbu 2006, það var frá-
bær ferð og var Halli aðalmað-
urinn í þeirri ferð, alltaf hress og
kátur.
Allir kunnu vel við Halla, hvort
sem það var gamla eða unga fólk-
ið, Halli gat haldið uppi samræð-
um við alla. Já, Halli var alltaf
hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann kom og sannur vinur.
Minning um góðan mann lifir í
hjörtum okkar.
Elsku Ragna, Þorsteinn
Andri, Inga Björk og Ragna
Björg, mikill er missir ykkar.
Við fjölskyldan vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Svandís og Sveinn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegur faðir minn, afi okkar og langafi,
BALDUR SIGURJÓNSSON,
Hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum,
áður Austurbrún 25,
lést að morgni fimmtudagsins 22. október.
Útförin fer fram í kyrrþey.
.
Ólöf Sigríður Baldursdóttir og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRÍÐA KRISTJÁNSDÓTTIR
fyrrv. bankastarfsmaður,
Strandvegi 20, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann
24. október 2015. Útför hennar verður auglýst síðar.
.
Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir Hallgrímur A. Viktorsson
Regína Rögnvaldsdóttir Helgi Már Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN ÁSGEIR HENRYSSON,
Hundkærvej 13, 8530 Hjortshöj,
lést á Háskólasjúkrahúsi Aarhus
28. september síðastliðinn. Bálför fór fram
í Aarhus og minningarathöfn í Dómkirkjunni
í Reykjavík.
.
Lára Erlingsdóttir,
Henry Ásgeir Thorsteinsson, Veronica Thorsteinsson
og barnabörn.
Eiginmaður minn,
BJARNI EINARSSON
húsgagnasmiður,
Teigagerði 10,
lést 18. október sl. á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ. Útförin fer fram frá
Seljakirkju föstudaginn 30. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNINNA GUÐNÝ
STEINGRÍMSDÓTTIR,
Flúðabakka 2,
Blönduósi,
lést þann 21. október á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju 4. nóvember klukkan 13.
.
Steingrímur Þormóðsson, Guðbjörg Egilsdóttir,
Helga Þormóðsdóttir, Ingibergur Sigurðsson,
Pétur Þormóðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓR HEIMIR VILHJÁLMSSON,
fyrrum dómari og prófessor,
lést á hjartadeild Landspítalans
þriðjudaginn 20. október. Hann verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn
29. október klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á Ástusjóð (banki 301-13-302339,
kt. 630714-0440) og minningarsjóði Landspítalans.
.
Ragnhildur Helgadóttir, Þórunn Þórsdóttir,
Kristín Þórsdóttir, Þórir Óskarsson,
Inga Þórsdóttir, Stefán Einarsson,
Helgi Þórsson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
barnabörn og börn þeirra.