Morgunblaðið - 27.10.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Sigurgeir er nýlega hættur að vinna eftir langa starfsævi semhófst hjá Ölgerðinni þegar hann var sextán ára. Frá 1974 starf-aði hann sjálfstætt sem sendibílstjóri og síðan hjá Húsasmiðj-
unni frá árinu 2000 og fram á mitt þetta ár. Sigurgeir býr í Kórsölum
í Kópavogi en er fæddur í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skaga-
firði og bjó fyrst í Brekkukoti en lengst af í Ljósalandi. Foreldrar
hans, Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir, bjuggu þar
ásamt átta sonum. Þau brugðu búi 1973, fluttu til Reykjavíkur og
gerðust húsverðir í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Kona Sigurgeirs var Fríður Sigurðardóttir, húsmóðir og söngkona,
en hún lést árið 2000. Synir þeirra eru Jóhann Hlynur, búsettur í Nor-
egi. Sigurður Örn, húsasmiður í Reykjavík, Sigurgeir Sindri, bóndi í
Borgarfirði og formaður Bændasamtakanna og Gauti, rekstrarstjóri
Húsamiðjunnar í Borgarnesi . Vinkona Sigurgeirs er Ester Steindórs-
dóttir frá Haugi í Flóahreppi.
„Það má segja að lífið í dag sé söngur og aftur söngur. Þannig hef-
ur það reyndar verið um langt árabil. Fyrst söng ég í Skagfirsku
söngsveitinni í Reykjavík og þaðan lá leiðin í Karlakór Reykjavíkur.
Ég hef sungið í kvartettum og kirkjukórum en nú í dag syng ég með
(H)eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur“.
En söngurinn er ekki eina áhugamál afmælisbarnsins, útivistin
skipar stóran sess. „Það er ákaflega gaman að stunda útivist og labba
um hér í Salahverfinu. Fjallahringurinn er stórkostlegur og svo er
virkilega gaman að labba um skóginn sem er mjög litskrúðugur nú í
október.“ Sigurgeir er að heiman í dag.
Brúðkaup Sigurgeir og synir syngja við brúðkaup barnabarns hans og
nafna, Sigurgeirs Jóhannssonar, og Matildu Lindstaf.
Lífið í dag er söng-
ur og aftur söngur
Sigurgeir Jens Jóhannsson er 75 ára í dag
E
rna Ingibjörg fæddist á
Sólvangi í Hafnarfirði
27.10. 1955 og ólst upp
í Hafnarfirði: „Ég ólst
upp í gróskumiklu
hverfi sem bauð upp á ýmiss konar
starfsemi, s.s. pípugerð, hænsna-
kofa og svínabú að ógleymdu hraun-
inu sem hefur gegnum tíðina verið
spennandi leiksvæði og aukið
ímyndunarafl hafnfirskra barna.“
Erna hóf sína skólagöngu í Öldu-
túnsskóla og lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg. Eftir það vann hún í
eitt ár en fór síðan í lýðháskóla í
Noregi og lauk stúdentsprófi frá
Ármúlaskóla 1978. Hún hefur alltaf
haft áhuga á handverki, var sífellt
teiknandi og alltaf að föndra. Eftir
handmenntabraut í lýðháskólanum
fór hún í Kennaraháskólann, lagði
þar áherslu á handmennt og lauk
BEd-prófi 1981. Hún bjó síðan í
Keflavík þar sem eiginmaður henn-
ar vann við sjúkrahúsið þar en flutti
síðan aftur til Hafnarfjarðar, lauk
Erna Ingibjörg Pálsdóttir, fyrrv. aðstoðarskólastjóri – 60 ára
Í fjallgöngu Erna hleður batteríin á Austfjörðum á sumrin. Hér er h́ún á Reyðarfjalli með Vattarnesið í baksýn.
Að meta nám og kennslu
Fjölskyldan Erna, Daníel, synirnir og kærustur á leið á leik með Aston Villa.
Patrekur Bjarni Snorrason, Guðjón Ólafur Stefánsson, Dagur Atli Guðmunds-
son og Hjálmar Helgi Jakobsson söfnuðu peningum með því að spila á hljóðfæri
fyrir fólk. Þeir náðu þannig að safna 12.191 krónu sem þeir komu með til Rauða
krossins og vilja að peningarnir verði notaðir til að hjálpa börnum sem eiga erfitt.
Börnin í Nepal munu njóta góðs af góðvilja strákanna.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.