Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  253. tölublað  103. árgangur  HLÝTUR ALÞJÓÐ- LEG VERÐLAUN Í VERKFRÆÐI HUNDADAGAR EINARS UPPLESTUR ÚR DÚKKU OG PARTÍ Á HREKKJAVÖKU BÓKADÓMUR 31 GERÐUR KRISTNÝ 10ANNA HULDA DOKTORSNEMI 4 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, seg- ir undirritun samkomulags á milli aðila vinnumarkaðarins vera mikil- vægt skref. Samkomulagið felur í sér sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og nær það til 70% launafólks í stéttarfélögum. Aðilar vinnumarkaðarins kynntu á sameiginlegum blaðamannafundi í Iðnó í gær samkomulag sem SALEK-hópurinn svonefndi hefur undanfarið unnið hörðum höndum að með það fyrir augum að skapa sátt á vinnumarkaði. Hópurinn hefur í þrjú ár unnið að því að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið kveður m.a. á um að lífeyrisréttindi á opinberum og al- mennum markaði verði jöfnuð. Aukin lífeyrisréttindi verða reiknuð inn í kostnaðaráhrif kjarasamninga. Þá verður þróað nýtt samninga- líkan við gerð kjarasamninga að nor- rænni fyrirmynd og er reiknað með að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en í árslok 2017. Hugmyndir um líkanið gera ráð fyrir því að opinberum starfsmönn- um verði tryggð hlutdeild í launa- skriði á almenna markaðnum en svigrúm til launabreytinga verði mótað af fyrirtækjum sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning. Nær til 70% launþega  Aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu samkomulag í Iðnó í gær  Sameiginleg launastefna út 2018  Vinnu við gerð nýs samningalíkans verði lokið fyrir 2017 MHorft til framtíðar… »6 Heildarsátt » Lífeyrisréttindi á opinbera og almenna vinnumarkaðinum verða jöfnuð. » Unnið hefur verið að innleið- ingu bættra vinnubragða við gerð kjarasamninga undan- farin þrjú ár. Seðlabankinn hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fallist á tillögur slitabúa föllnu bankanna um nauðasamninga. Mat bankans var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Það verður rætt á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis eftir hádegi í dag. Framkvæmdanefnd um afnám hafta kynnir síðan þingflokkunum stöðu mála. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í gær að hann hefði rætt þann möguleika við efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is að veita slitastjórnum föllnu við- skiptabankanna lengri frest en til áramóta, eins og lög kveða á um. agnes@mbl.is, ses@mbl.is »16 Seðlabank- inn féllst á tillögurnar  Slitabúin fá hugs- anlega lengri frest Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, leikstjóra og handritshöfundar, hreppti Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs þegar fimm verðlaun ráðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Var þetta annað árið í röð sem íslensk kvikmynd hlýtur þessa viðurkenningu. Í ávarpi sínu kvaðst Dagur Kári vera djúpt snortinn yfir heiðrinum og sagðist hafa skrifað handritið sérstaklega fyrir leikarann Gunnar Jónsson. »30 Kvikmynd Dags Kára hreppti verðlaunin Morgunblaðið/Eggert  Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sagði í samtali við Morgun- blaðið á tólfta tímanum í gær- kvöldi að hann ætti von á því að skrifað yrði undir nýja kjarasamn- inga í nótt, þó með þeim fyrirvara að engin snurða hlypi á þráðinn. „Hér er unnið hörðum höndum að því að klára þetta í nótt. Mér finnst komið nokkuð gott hljóð í menn og að samningar gætu tekist þó að alltaf geti strandað á einhverju,“ sagði Árni og bætti við: „Mér sýn- ist sem svo að búið sé að landa flestum erfiðustu málunum. Það eru líklega enn tveir til þrír klukkutímar eftir en við stefnum að samningum í nótt.“ Höfðu samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna annars vegar og ríkisins hins vegar setið að fundi frá því í gærmorgun. Stefnt var að samningum í nótt  Framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands telur að það komi til álita að breyta reglum og heim- ila bændum að verja akra sína með veiðum á álft. Segir Sigurður Ey- þórsson að það komi einkum til álita að heimila takmarkaðar veið- ar á geldfugli á sumrin, eftir að pörin eru farin á óðul sín til að verpa og koma upp ungum. Álftin hefur verið alfriðuð í rúma öld og gerir Sigurður sér grein fyr- ir því að það geti verið viðkvæmt mál að aflétta þeirri friðun. „Þetta er mikið tjón. Menn verða að spyrja sig: Er sanngjarnt að bændur beri það einir, án þess að geta varið sig?“ segir Sigurður. Unnið er að aðgerðaáætlun um varnir gegn fugli sem sækir í rækt- un. Þar verður meðal annars rætt hvort rétt sé að leyfa takmarkaðar veiðar á friðuðum fuglum eða utan hefðbundins veiðitíma. »14 Telur koma til greina að bændur fái heim- ild til að verja akra sína með veiðum á álft Morgunblaðið/Ómar Aðgangsharka Bændur vilja geta varið kornakra sína og tún.  Eignir peningamarkaðssjóða nema nú tæpum 80 milljörðum króna og hafa því næstum þrefald- ast frá janúar 2014, þegar eignir sjóðanna voru 28,4 milljarðar. Þessi þróun kemur fram í því að eign heimila í sjóðunum hefur auk- ist úr 6.442 milljónum í janúar 2014 í 18.114 milljónir í september sl. Ásgeir Jónsson, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, tengir þessa þróun m.a. við fyrirhugað af- nám hafta. Þannig þurfi kröfuhafar sem eigi Arion banka og Íslands- banka að greiða ríkissjóði mikið af krónum við uppgjör slitabúa með svonefndu stöðugleikaframlagi. Aðgerðin skapi lausafjárþörf hjá bönkunum, sem bregðist við henni með sölu innlána til skamms tíma til peningamarkaðssjóða. Þá hafi gjaldeyrisinngrip Seðlabankans aukið peningamagn í umferð. »12 Eign heimila í peningamarkaðssjóðum hefur þrefaldast frá ársbyrjun 2014 Morgunblaðið/Golli  Samtals hefur ellefu ákæru- málum vegna skattsvika verið frestað fyrir héraðsdómi á undanförnum mánuðum meðan beðið er niður- stöðu Mannrétt- indadómsstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri gegn íslenskra ríkinu. Kæran lýtur að því að brotið sé á mannrétt- indum með því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Niðurstaða Mannrétt- indadómstólsins hefur dregist og er ekki vitað hvenær hún kemur. »2 Ellefu skattsvika- mál eru í biðstöðu Ólafur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.