Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferð og flugi um
landið. Hélt hún fjölmenna tónleika á Ísafirði í
fyrrakvöld, lék fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í
gærkvöldi og treður upp á Egilsstöðum í kvöld.
Arngunnur Árnadóttir er einleikari á klarínett í
konsert Mozarts, einnig er flutt þekkt sinfónía
Tsjajkovskís og verk eftir stjórnandann, Daníel
Bjarnason, sem Fílharmóníusveitin í Los Angel-
es frumflutti 2013. Myndin er frá æfingu í gær.
Sinfóníunni tekið fagnandi á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sinfóníuhljómsveit Íslands landshorna á milli
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ákæru sérstaks saksóknara á hendur
manni fyrir eins milljarðs króna
skattsvik var frestað í vor í héraðs-
dómi, vegna þess að bíða ætti niður-
stöðu Mannréttindadómstóls Evrópu
í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
fleiri gegn íslenska ríkinu.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þó nokkrum
ákærumálum vegna skattsvika hefði
af sömu sökum verið frestað fyrir
héraðsdómi, þar sem beðið væri
niðurstöðu Mannréttindadómstóls-
ins.
„Mér telst til að þetta séu ellefu
mál sem eru í fresti hjá dómstólum
vegna þess að verið er að bíða eftir og
horfa til þess hver
niðurstaða Mann-
réttindadómstóls
Evrópu verður,“
sagði Ólafur Þór.
Auk Jón Ás-
geirs stóðu
Tryggvi Jónsson
og Fjárfestingar-
félagið Gaumur að
kærunni gegn ís-
lenska ríkinu, en
þeir töldu að brotið hefði verið á
mannréttindum sínum með þeim
hætti að þeim hefði verið refsað tvisv-
ar sinnum fyrir sama brotið. Þannig
hefðu ríkisskattstjóri og yfirskatta-
nefnd, eftir rannsókn skattayfirvalda,
lagt 25% álag á skatta þeirra fyrir ár-
in 1998 til 2002 en síðar hefði Hæsti-
réttur dæmt þá í skilorðsbundið fang-
elsi og gert þeim að greiða sektir fyrir
brotin.
Frestur á frest ofan
Mannréttindadómstóllinn leitaði
sumarið 2013 eftir afstöðu ríkisins til
þess hvort málsmeðferðin hefði sam-
rýmst banni við því að sami aðili sætti
tvöfaldri refsimeðferð fyrir sama
brot, samanber 1. málsgrein 4. grein-
ar 5. viðauka mannréttindasáttmála
Evrópu.
Dregist hefur úr hömlu að Mann-
réttindadómstóll Evrópu dæmdi í
máli Jóns Ásgeirs, en dómstóllinn
ákvað 2013 að taka kæru hans til efn-
islegrar meðferðar. Yfirlýsingar
Mannréttindadómstólsins um það
hvenær dómur í máli Jóns Ásgeirs
Jónssonar ætti að koma hafa ekki
gengið eftir. Fyrst lýsti dómstóllinn
því yfir að hann myndi dæma í málinu
um síðustu áramót, sem ekki gerðist.
Síðan var það gefið út að dómur yrði
kveðinn upp í mars eða apríl á þessu
ári. Nú er kominn 28. október og enn
bólar ekkert á dómnum.
Lítil ánægja með frestun
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins ríkir lítil ánægja með það hjá
embætti sérstaks saksóknara að
þessum málafjölda í kærðum skatt-
svikamálum hafi verið frestað.
Dómur féll í Hæstarétti í sumar
þar sem dæmt var eftir sömu línum
og áður. Eftir að sá dómur féll munu
starfsmenn embættisins hafa verið að
ganga eftir því að málin væru tekin
fyrir hjá dómstólum og einhver hreyf-
ing mun vera komin á það, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Ellefu málum verið frestað
Beðið eftir dómi Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og fleiri gegn íslenska ríkinu Allt skattsvikamál frá sérstökum saksóknara
Ólafur Þór
Hauksson
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ)
bárust þrír spánarsniglar 22. októ-
ber sl. Þeir höfðu fundist daginn
áður á óræktarbletti á mótum Sæ-
brautar og Héðinsgötu í Reykjavík.
Þetta voru fyrstu spánarsniglarnir
sem stofnuninni bárust á þessu ári.
Það að þrír sniglar hafi fundist
samtímis bendir til þess að þeir séu
ekki einir á ferð, að mati Erlings
Ólafssonar, skordýrafræðings hjá
NÍ. Hann vill engu spá um gengi
spánarsnigilsins hér næsta sumar.
Í frétt stofnunarinnar segir að
spánarsniglarnir hafi ekkert látið á
sér kræla í sumar, ólíkt því sem bú-
ist hafði verið við. „Gengi þeirra
hefur heldur þokast upp á við
undanfarin sumur en í ár var ör-
vænting farin að hreiðra um sig,
því ekkert bólaði á sniglunum. En
loksins er það komið í ljós, þeir
höfðu það af!“
Oftast hefur spánarsnigla orðið
vart síðsumars. Nú brá svo við að
engir spánarsniglar sýndu sig með
vissu í ágúst eða september. „Lang-
dregnum kuldum þetta vorið var
um kennt, eða þakkað, því ekkert
er svo slæmt að ekki fylgi því eitt-
hvað gott. Gælt var við þá hugmynd
að óhagstætt árferðið framan af
sumri hefði riðið sniglunum að
fullu,“ segir í frétt á vef NÍ. Þar
segir enn fremur: „Kalda vorið
hafði vissulega áhrif á margt í líf-
ríkinu þetta sumarið og urðu um-
talsverðar tafir á margri framvind-
unni. Allt hefur samt skilað sér
seint um síðir. Sem sagt, köld veðr-
áttan síðastliðið vor dugði ekki til
að koma spánarsniglunum út af
kortinu en varð þeim augljóslega
ekki til framdráttar. Verra þarf til
ef duga skal.“
Spánarsniglar hafa fundist á
nokkrum stöðum hér á landi, það er
í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ,
Mosfellsbæ, Akranesi, Hnífsdal,
Hofsósi, Ólafsfirði, Hveragerði,
Heimaey og Höfn í Hornafirði.
gudni@mbl.is
Spánarsnigill ekki horfinn
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Spánarsnigill Þeir fyrstu fundust í
Reykjavík og Kópavogi 2003.
Þrír Spánar-
sniglar fundust
þann 21. október
„Forsætisráðuneytið lagði fram
hugmyndir að lausnum. Viðræð-
urnar eru jákvæðar en á viðkvæmu
stigi,“ sagði Sigurður Örn Guð-
leifsson, settur skrifstofustjóri yfir
skrifstofu menningararfs í forsætis-
ráðuneytinu. Hann átti í gær fund
með Gísla Steinari Gíslasyni, for-
manni stjórnar Landsteina þróunar-
félags, um gamla hafnargarðinn sem
kom í ljós á lóðinni að Austurbakka
2.
Sigurður sagði að reynt yrði að
komast að niðurstöðu í málinu sem
allra fyrst. Aðspurður kvaðst hann
vera bjartsýnn á að lausn fyndist.
„Þeir lögðu upp tillögu að því
hvernig þeir sæju fyrir sér að
vernda vegginn. Nú tökum við ein-
hverja daga í að meta hver áhrif sú
tillaga hefur og hvort hún sé að-
gengileg eða ekki. Þar af leiðandi er-
um við allavega ekki að fara að taka
niður vegginn á næstunni, við mun-
um setja þetta á smá bið núna,“
sagði Gísli Steinar að loknum fund-
inum í gær.
gudni@mbl.is, audura@mbl.is
Veggur-
inn stend-
ur um sinn
Viðræður sagðar á
viðkvæmu stigi
Norðurlandaráðsþing var sett í
Hörpu í gær. Á fyrsta degi þingsins
var farið yfir þingsköp áður en
þemaumræður með norrænu for-
sætisráðherrunum um möguleikann
á auknu og nánara Norðurlanda-
samstarfi hófust.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra mun taka þátt í
störfum þingsins og ráðherra-
fundum því tengdum meðan á því
stendur.
Forsætisráðherrar Norðurlanda-
ríkjanna munu funda í eigin ranni á
morgun og í framhaldi með leiðtog-
um Grænlands, Færeyja og Álands-
eyja.
Einnig munu forsætisráðherr-
arnir funda með forsætisnefnd
Norðurlandaráðs. Þá er hefð fyrir
því að forsætisráðherrar Norður-
landa- og Eystrasaltsríkja fundi í
tengslum við fund Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð var stofnað 1952. Í
ráðinu sitja 87 fulltrúar frá Dan-
mörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi
og Svíþjóð ásamt fulltrúum Fær-
eyja, Grænlands og Álandseyja.
Þemaum-
ræður hófust
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
barst í fyrradag tilkynning um inn-
brot. Málsatvik væru með þeim hætti
að drengur búsettur á Álftanesi hefði
verið einn heima fyrir og að honum
hefði verið ógnað þegar innbrotið átti
sér stað en þá hefði hann flúið af
heimilinu og hringt í foreldra sína.
Samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu er málið
skoðað með þeim hætti að efast er um
sannleiksgildi frásagnarinnar og
verður það unnið með foreldrum
barnsins og barnaverndaryfirvöldum.
Skólastjórnendur í Álftanesskóla,
sem drengurinn sækir, sendu foreldr-
um barna í 5. bekk í skólanum bréf
eftir að skólinn fékk tilkynningu um
málið frá foreldrum drengsins í gær-
morgun. Á þeim tímapunkti höfðu
skólastjórnendur enga ástæðu til að
efast um frásögnina og upplýstu for-
eldra um málið.
Ræddu um áföll
Sveinbjörn Markús Njálsson,
skólastjóri í Álftanesskóla, sagði í
samtali við Morgunblaðið að rætt
hefði verið við nemendur í gær, m.a.
um hvernig styrkja mætti hvert ann-
að þegar slík áföll ættu sér stað.
Efast um sannleiks-
gildi frásagnar
Foreldrum barna í 5. bekk sent bréf
vegna meints innbrots á Álftanesi