Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 KYNNINGARFUNDUR - MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM Nauthóll við Nauthólsveg Föstudagur 30. október kl.8:30-10:00 Morgunkaffi frá kl.8:00 Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Rafrænt umhverfismat: Ný leið til samskipta við hagsmunaaðila Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun Hvaða áhrif hafa vindmyllurnar á umhverfið? Rúnar Dýrmundur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Mannviti Hvernig getur þú komið að málum? Jóna Bjarnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Landsvirkjun Búrfellslundur Frummatsskýrsla Búrfellslundar, vindmyllusvæðis ofan við Búrfell, liggur nú fyrir. Á fundinum verða helstu niðurstöður kynntar og rætt um möguleg áhrif á umhverfi lundarins. Skráning á landsvirkjun.is. Rafræn frummatsskýrsla sýnir framkvæmdina og áhrif hennar á myndrænan hátt. Hægt er að skila inn athugasemdum til Skipulagsstofnunar til 26. nóvember nk. Skýrsluna má nálgast á burfellslundur.landsvirkjun.is Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það væri til bóta að breyta vinnu- löggjöfinni þannig hjá opinberum starfsmönnum að frestunarheim- ildin sé til staðar,“ segir Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson, dósent á Fé- lagsvísindasviði Háskóla Íslands, en þegar verkfall er hafið hjá opinber- um starfsmönnum er ekki hægt að fresta því. En slíka heimild er ekki að finna í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Því er bara undirritaður samningur af öll- um aðilum sem stoppar verkfall eða ef stjórnvöld setja lög á verkfallið,“ segir Gylfi. Slíka frestunarheimild er þó að finna í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem taka til starfs- manna á almennum markaði og var lögfest árið 1996. Þar er samn- inganefnd veitt heimild til að fresta boðaðri vinnustöðvun einu sinni eða oftar um allt að 28 sólarhringa án samþykkis gagnaðila. Liðkar fyrir samningum „Í aðdraganda síðustu kjara- samninga á almenna vinnumark- aðnum var heimildin notuð oft af til dæmis Eflingu og VR,“ segir Gylfi sem telur jafnframt að frest- unarheimild til handa starfs- mönnum sem stefna í verkfall sé til þess fallin að liðka jafnvel fyrir samningaviðræðunum, sérstaklega ef samkomulag er innan seilingar. „Það er svo mikið mál að læsast inni í verkfalli og meiriháttar mál að fara í verkfall með stóra hópa. Í síð- asta verkfalli grunnskólakennara var til að mynda farið að sjást til lands í samningaviðræðum en ekki lagalega mögulegt að fresta verk- fallinu,“ segir Gylfi en því þurfi að breyta regluverkinu fyrir opinbera starfsmenn til jafns við starfsmenn á almennum markaði. Meðferð og beiting verkfallsrétt- arins sé viðkvæmt mál, enda geti vinnustöðvanir falið í sér lömun heillar starfsgreinar eða samfélags, en á síðustu árum hefur löggjafinn í fjölmörg skipti samþykkt lög sem banna vinnustöðvanir. Frá árinu 1985 hefur löggjafinn stöðvað 14 vinnudeilur með lagasetningu. Áhrif verkfalla Verkföll á almennum markaði bitna á eigendum atvinnutækjanna. Þeir hafa að sama skapi heimild til verkbanns til að lágmarka tjón sitt af vinnustöðvun ákveðinna hópa starfsmanna. Hins vegar bitnar verkfallsvopn opinberra starfs- manna oftast á þriðja aðila sem nýt- ur þjónustu hins opinbera. Stjórn- völd hafa engan verkbannsrétt. Mega ekki fresta verkfallsaðgerðum  Ólíkar heimildir fyrir opinbera og almenna starfsmenn Morgunblaðið/Golli Frestun Veita þyrfti opinberum starfsmönnum frestunarheimild » Opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til frestunar verk- fallsaðgerða undir neinum kringumstæðum. » Slíka heimild hafa starfs- menn almenna vinnumark- aðarins og hefur hún oft verið notuð þegar samkomulag er innan seilingar. » Ástæða er því til að sam- ræma regluverk um vinnu- stöðvanir opinberra og al- mennra starfsmanna að mati Gylfa Dalmanns Aðalsteins- sonar. » Heimildin er líkleg til að liðka fyrir samningaviðræðum. Verkfall sjúkraliða hefur haft mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofn- unar Austurlands og þá sérstaklega á heimahjúkrun í umdæmi stofn- unarinnar. „Þetta er vissulega að bitna á þjónustu við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra,“ sagði Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri HSA, í samtali við mbl.is í gær. „Við erum að vinna eftir undan- þágulistum og það er ákveðin öryggismönnun sem sinnir brýnustu þörfum. Þar sem við höfum óskað eftir undanþágu hefur SLFÍ veitt hana í öllum tilvikum nema einu,“ segir Emil. Verkfallið hefur einnig haft mikil áhrif á stærsta hjúkrunarheimili HSA, sem er á Egilsstöðum. Þar eru tæplega 30 rúm á hverri deild „Það setur smá kvíða að fólki þegar svona gerist og auðvitað gerir það starf- semina þyngri og eykur mikið álag á aðra starfsmenn á deildum og deild- arstjóra þeirra,“ segir hann. Verkfallið hafi einnig áhrif á aðrar hjúkrunardeildir stofnunarinnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði, en einu sinni hefur þurft að kalla til að- standendur að kvöldlagi til að vera hjá fólki vegna skorts á sjúkraliðum. 60 aðgerðum þegar frestað Aðeins bráðum og brýnum skurð- aðgerðum var sinnt á Landspítal- anum í gær vegna verkfallsins. Öðrum aðgerðum, sem geta beðið, er frestað. Um 60 aðgerðum var frestað í síð- ustu viku vegna verkfallanna. Gerir spítalinn ráð fyrir svipaðri tölu í þessari viku. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Golli Verkfall Aðeins brýnum skurðaðgerðum er nú sinnt á Landspítalanum. Hafa þurft að kalla út aðstandendur  Verkfall SLFÍ hefur víðtæk áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.