Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
NÝTTMERKI!
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval
Buxnaúrval
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt 44 ára gamla konu í tveggja
ára fangelsi, þar af 22 mánuði skil-
orðsbundið, fyrir að draga sér rúm-
lega 60 milljónir króna þegar hún
starfaði við bakvinnslu hjá MP
banka.
Fram kemur í dómnum, að kon-
an, Guðlaug Sigríður Arnórsdóttir,
framdi brotin á tímabilinu frá des-
ember 2012 til febrúar á þessu ári.
Alls millifærði hún nærri 60,7 millj-
ónir króna af fé bankans inn á
bankareikninga, sem hún hafði að-
gang að, og til að greiða upp
skuldabréf í öðrum fjármálastofn-
unum.
Stórfellt brot í langan tíma
Konan hefur ekki brotið af sér
áður og tók dómurinn tillit til þess
og einnig þess að hún játaði brot
sín og hefur greitt til baka 545 þús-
und krónur. Einnig kom fram að
konan hafði átt við veikindi að
stríða. Á móti kom, að mati dóms-
ins, að um var að ræða stórfellt
brot sem stóð yfir í langan tíma.
Því þótti ekki fært að skilorðsbinda
refsidóminn allan.
Konan var einnig dæmd til að
greiða MP banka það fé sem hún
dró sér og 1,8 milljónir að auki í
málskostnað. Þá var hún dæmd til
að greiða annan sakarkostnað.
Dró sér rúm-
lega 60 milljón-
ir frá MP banka
Tveggja ára fang-
elsisdómur að mestu
skilorðsbundinn
Morgunblaðið/Ómar
Dómstóll Hús Héraðsdóms Reykja-
ness í Hafnarfirði.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Búast má við hlýrra veðri á Íslandi
næstu daga en verið hefur síðustu
daga. Mjög kalt var í veðri í gær-
morgun en upp úr hádegi hlýnaði um
allt land og fór hitinn upp fyrir frost-
mark víðast hvar um landið. Búast
má við því að hlýindin haldi áfram
allt fram í næstu viku ef marka má
langtímaspá veðurstofu Íslands. Í
Reykjavík má t.a.m. búast við því að
hitastig verði 4-10 gráður fram á
sunnudag þó að því muni fylgja væta
og nokkur vindur.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir að vet-
urinn hafi verið með mildasta móti
það sem af er. „Eins og spárnar
draga má segja að það sé varla að
maður sjái frost í spám, þó að ein-
hvers staðar gæti gert næturfrost.
En yfir daginn verður meira og
minna frostlaust næstu tíu daga sam-
kvæmt spálíkönunum,“ segir Óli Þór.
Nákvæmari en norskir
Hann gerir þó þann fyrirvara að á
þessum árstíma séu spár alla jafna
óstöðugar umfram 4-7 daga. „Ég vil
meina að það sé vegna fellibylja.
Þegar þeir koma inn í veðrakerfin
fara líkönin svolítið á hliðina og ráða
illa við að fá svona orkumikil kerfi inn
í líkanakerfið. Þau verða því óstöðug
eftir nokkra daga,“ segir Óli Þór.
Hann segir að spákerfi fari þó batn-
andi með auknum reiknikrafti ofur-
tölva. „Fyrir 20 árum reiknuðu menn
ekki allar breytur sem hægt væri að
reikna því menn töldu sumar hafa
það lítil áhrif að þeir eyddu ekki
reiknikrafti í þær,“ segir Óli Þór.
Á stundum eru ólíkar spár sem
koma frá norsku veðurstofunni, sem
hægt er að nálgast á vefnum yr.no,
og Veðurstofu Íslands. Óli Þór segir
það helgast af því að spár Veðurstofu
Íslands séu nákvæmari og taki fleiri
þætti inn í reikninginn. „Í grunninn
er þetta nákvæmlega sama líkanið en
fyrstu tvo til þrjá dagana erum við að
keyra háupplausnarlíkön. Þar erum
við að reikna staðalfrávik í kringum
fjöll og annað slíkt sem móðurlíkanið,
sem kemur fram frá Samevrópsku
reiknistofunni í veðurfræði, gerir
ekki. Það reiknar allan hnöttinn og
er tiltölulega gróft líkan en svo erum
við að keyra fíngerðara líkan ofan í
það. Þar liggur stóri munurinn og við
fáum meira af smáatriðum sem týn-
ast í stóra líkaninu,“ segir Óli Þór.
Hann segist hafa lesið það í norskum
miðlum að samkvæmt Samevrópsku
reiknistofunni hafi verið búist við
kaldara vetri en á meðalári fyrir
mánuði. Nú hefur það hins vegar
breyst og búist er við hlýrra veðri á
norðlægari slóðum en á meðalári.
„Nýjustu spárnar benda til þess að
veturinn verði í mildari kantinum.
Svo verður bara að bíða og sjá en
hann byrjar á mildu veðri,“ segir Óli
Þór.
Búist við mildum vetri
á norðlægum slóðum
Tíu daga spá gerir ráð fyrir hlýindum um allt land
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Fraus saman Mývatn fraus saman á mánudag í froststillu og bjartviðri.
Frostið losaði 10°C í fyrradag og í gær, sem nægði til að loka vatninu.
- með morgunkaffinu
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift