Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eignir peningamarkaðssjóða hafa nærri þrefaldast frá ársbyrjun 2014. Þær voru þannig 28.367 milljónir í janúar 2014 en voru til samanburðar 77.076 milljónir í september í ár. Þar af hefur eign heimila í sjóð- unum aukist úr 6.442 milljónum í 18.114 milljónir á þessu ári. Hún var 10 milljarðar í september 2014. Á sama tímabili hefur eign fjár- málafyrirtækja í peningamarkaðs- sjóðum aukist úr 7.107 milljónum í 17.126 milljónir og eign annarra fyrirtækja aukist úr 6.325 milljónum í 27.940 milljónir. Samanlagt eiga heimili og fyrirtæki í þessum tveim- ur flokkum nú 63.180 milljónir í pen- ingamarkaðssjóðum. Þessa þróun má lesa úr uppfærð- um og nýbirtum hagtölum Seðla- banka Íslands um verðbréfa- og fjár- festingasjóði og lánafyrirtæki. Eign sjóðanna er ekki sundurgreind eftir fjármálafyrirtækjum. Peningamarkaðssjóðir lúta sér- stökum skilyrðum sem eru útskýrð í hnotskurninni hér til hliðar. Peningamagnið að aukast Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tengir vöxt sjóð- anna við „mjög umfangsmikil gjald- eyrisinngrip Seðlabankans síðustu misseri“. Þau hafi aukið peninga- magn í umferð og komi m.a. fram sem stækkun peningamarkaðssjóða sem séu stórir innlánahafar. Á hinn bóginn sé fyrirséð að bank- arnir muni missa töluvert af lausafé til Seðlabankans vegna stöðugleika- framlags slitabúana. Þannig þurfi kröfuhafarnir sem eigi Arion banka og Íslandsbanka að greiða ríkissjóði mikið af krónum við uppgjör slitabúa með svonefndu stöðugleikaframlagi. Þessi aðgerð skapi lausafjárþörf hjá bönkunum, sem bregðist við henni með sölu innlána til skamms tíma til peningamarkaðssjóða. „Stærstu fjármögnunaraðilar nýju bankanna eru í raun gömlu bankarn- ir. Bankarnir eru þegar farnir að undirbúa sig [fyrir greiðslu stöðug- leikaframlagsins] með sölu bæði víxla og bundinna innlána sem hafa aukið ávöxtunarmöguleika skamm- tímasjóða. Þá eru einnig stýrivaxta- hækkanir í farvatninu en á sama tíma hafa erlendir fjárfestar leitað út á svonefndan langa enda skulda- bréfamarkaðarins. Allt hefur þetta skapað óvissu meðal fjárfesta sem hefur aukið ásókn í skamm- tímasjóði,“ segir Ásgeir um stöð- una. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að þegar skammtímavextir fari hækkandi með stýrivaxtahækkunum Seðlabankans kjósi margir að fjár- festa í innlánum og skammtímaeign- um fremur en að fjárfesta til lengri tíma. „Vextir á innlánum taka t.d. mið af vöxtum Seðlabankans. Þegar frekari hækkun á vöxtum er í spil- unum er eðlilegt að ýmsir kjósi pen- ingamarkaðssjóði fremur en ýmsa langtímafjárfestingu, ekki síst þegar langtímavextir hafa lækkað jafn mikið og raun ber vitni.“ Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir að við fyrstu sýn vitni þessar tölur um efnahagsbata. Þær rími við þá niðurstöðu í nýjasta Fjármálastöðugleika, riti Seðlabank- ans, að svigrúm heimila og fyrir- tækja til fjárfestinga sé að aukast. Spurður um þátttöku heimila í hlutabréfamarkaðnum um þessar mundir segir Páll að ekki séu til nýrri gögn en frá árslokum 2014 um beint eignarhald heimila í hlutabréf- um. Þá hafi það numið um 40 millj- örðum króna en verið um 14 millj- arðar króna þegar það var sem lægst 2010. Hann telur ekki óvarlegt að ætla að það sé nú 55-60 milljarðar króna. Langstærsti hlutinn innlán Samkvæmt tölum Seðlabankans er langstærstur hluti eigna peninga- markaðssjóða nú bundinn í innlán- um; tæpir 69 milljarðar af samtals um 77 milljarða króna eignum. Peningamarkaðssjóðirnir nú verða því ekki bornir saman við pen- ingamarkaðssjóðina fyrir hrun, þegar hluti eigna var víxlar gefnir út af félögum sem tengdust bönkunum í gegnum eignarhald. Réttarstaða lífeyrissjóða og fag- fjárfesta er sú sama hvort heldur þeir festa fé í svona lausafjársjóðum eða milliliðalaust í gegnum innlán. Jón Finnbogason er forstöðu- maður skuldabréfa hjá Stefni. Hann bendir aðspurður á að eignir Stefnis lausafjársjóðs skiptist þann- ig að 80-85% séu bundin við peninga- markaðsinnlán bankanna þriggja og 10-15% í Kviku banka. Morgunblaðið/Golli Seðlabúnt Eignir peningamarkaðssjóðanna samsvara nú um 4% af landsframleiðslu, sem er um 2.000 milljarðar. Peningasjóðir gildna  Eign heimila í peningamarkaðssjóðum er nú yfir 18 milljörðum  Hefur tvöfaldast á tólf mánuðum  Dósent í hagfræði tengir aukna eign sjóðanna við lausafjárþörf banka vegna uppgjörs slitabúanna Efnahagsyfirlit peningamarkaðssjóða Frá febrúar 2011 til september 2015 ● Eignir ● Sala hlutdeildarskírteina ● Innlausn hlutdeildarskírteina 2012 2013 2014 2015 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Einingar: Milljónir króna. Heimild: Seðlabanki Íslands Eignir peninga- markaðssjóða í september Fjárfestingar í innlánum Skuldabréf innlánsstofnana Óverð- tryggð ríkisbréf Ríkisvíxlar Aðrar eignir Alls í milljónum: 77.076 68.850 3.980 2.277 1.420 549 Skilgreiningin » Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands er pen- ingamarkaðssjóður sjóður sem samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni fjárfestir í peningamark- aðsgerningum. » Peningamarkaðsgerningar eru þeir flokkar auðseljanlegra gerninga sem viðskipti fara venjulega fram með á skamm- tímamarkaði (peningamark- aði), svo sem víxlar ríkis- og sveitarfélaga, innlánsskírteini og viðskiptabréf að undan- skildum greiðsluskjölum. » Með greiðsluskjölum er m.a. átt við ávísanir, víxla og önnur sambærileg greiðsluskjöl. » Hámarkslíftími einstakra verðbréfa má ekki vera lengri en 397 dagar. Ásgeir Jónsson Páll Harðarson Stefán Broddi Guðjónsson Illugi Gunn- arsson, mennta- og menningar- málaráðherra, hefur ráðið Jó- hannes Stef- ánsson sem að- stoðarmann sinn. Jóhannes er hér- aðsdóms- lögmaður og er með meistara- gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, en hann stundaði einnig skiptinám við Kaupmannahafnarhá- skóla. Jóhannes hefur starfað sem blaða- maður á Viðskiptablaðinu og Frétta- blaðinu en einnig sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2. Hann hefur að auki starfað fyrir sendiráð Banda- ríkjanna í Reykjavík, Arion banka og LEX lögmannsstofu. Sigríður Hallgrímsdóttir starfar einnig sem aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðinn aðstoðar- maður mennta- málaráðherra Jóhannes Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.