Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandaríkjamenn buðu Kínverjum birginn í gær með því að senda tundurspilli inn á hafsvæði sem stjórnin í Kína hefur gert tilkall til. Kínverjar mótmæltu siglingu her- skipsins, sögðu hana vera „svívirði- lega og tilefnislausa ögrun“. Tundurspillirinn USS Lassen sigldi innan tólf sjómílna frá mann- gerðri eyju, sem Kínverjar hafa gert tilkall til, í Suður-Kínahafi. Kín- verski sjóherinn sendi tundurspilli og annað skip að Lassen í viðvör- unarskyni. Kínverjar eru sakaðir um að hafa búið til eyjar á rifum til að renna stoðum undir kröfu sína um yfirráð yfir stórum hluta hafsvæðisins. Fjögur önnur lönd gera tilkall til eyja og útskerja á svæðinu. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna vegna deilunnar og óttast er að hún geti leitt til átaka. Eftir miklu að slægjast Grannþjóðir Kínverja óttast að þeir noti manngerðu eyjarnar síðar til að reyna að ná yfirráðum yfir mikilvægum siglingaleiðum og ráða því hvað skip megi nota þær. Meira en þriðjungur allrar olíu, sem flutt er með skipum í heiminum, fer um Suður-Kínahaf. Á umdeildu haf- svæðunum eru einnig gjöful fiskimið og ríkin vonast til þess að finna þar verðmætar olíu- og gaslindir. Grann- þjóðirnar óttast að Kínverjar ætli að nota manngerðu eyjarnar í hern- aðarlegum tilgangi, en stjórnvöld í Peking neita því. Þegar Xi Jinping, forseti Kína, fór í heimsókn til Bandaríkjanna í september lofaði hann því að eyjarnar yrðu ekki not- aðar til hernaðaruppbyggingar. Á gervihnattamyndum, sem hug- veitan Center for Strategic and International Studies (CSIS) birti, sést að á eyjunum hafa verið reist mannvirki sem talið er að hægt verði að nota í hernaðarlegum tilgangi. Hermt er að Kínverjar hafi byrjað að leggja allt að þrjár flugbrautir og að ein þeirra sé þriggja kílómetra löng. Bandarísk stjórnvöld sögðu að sigling tundurspillisins væri „þáttur í venjubundnum aðgerðum í Suður- Kínahafi í samræmi við alþjóðalög“. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði að bandaríska herskipið hefði „siglt ólöglega“ inn fyrir landhelgi Kína „án heimildar kínverskra stjórnvalda“. Hann lýsti siglingu tundurspillisins sem tilraun til að skaða öryggishagsmuni Kín- verja og sagði að þeir áskildu sér rétt til að verja landhelgina. Kínverjar saka Bandaríkin um „svívirðilega ögrun“  Bandarískt herskip sigldi að manngerðri eyju á umdeildu svæði í S-Kínahafi KÍNA VÍETNAM MALASÍA FILIPPSEYJAR TAÍVAN BRUNEI 200 km Heimildir: D.Rosenberg/MiddleburyCollege/HarvardAsiaQuarterly/stjórnvöld á Filippseyjum/siglingamálastofnun Kína/CSIS/AMTI Umdeildar eyjar í Suður-Kínahafi 50 km Eyjar og rif sem fimm ríki gera tilkall til Kína Malasía Filippseyjar Taívan Víetnam Thitu-eyja Swallow-rif Spratlí-eyja Itu Aba Mischief-rif Subi-rif Gervihnattamyndir benda til þess að Kínverjar séu að leggja flugbraut Gervihnattamyndir benda til þess að Kínverjar séu að undirbúa flugbraut Flugbraut: 1.000 m 1.195 m 3.000 m 550 m 1.368 m Eldad-rif Hughes- rif Vestur-London-rif Fiery Cross-rif Cuarteron-rif Johnson Suður- rif Sandrif Gaven-rif SUÐUR- KÍNAHAF Björgunarsveitir reyndu í gær að komast til afskekktra fjallahéraða, meðal annars svæða sem eru á valdi talibana, eftir jarðskjálfta sem reið yfir Pakistan og Afganistan í fyrra- dag. Skjálftinn mældist 7,5 stig og kostaði meira en 350 manns lífið. Búist er við að tala látinna hækki þegar björgunarmenn komast til fjallahéraða sem einangruðust í jarðskjálftanum og skriðuföllum sem fylgdu honum. Lögreglan í borginni Peshawar í Pakistan sagði að ekki hefði náðst samband við yf- irvöld í héraðinu Kohistan vegna þess að öll fjarskipti við það rofnuðu og vegir lokuðust. Íbúar héraðsins eru tæp hálf milljón. Íbúar annarra hamfarasvæða, þeirra á meðal börn og aldrað fólk, tóku þátt í björgunarstarfinu og margir þeirra grófu í húsarústum í leit að fólki. Sum svæðanna eru á valdi talibana, m.a. í héraðinu Bad- akhstan þar sem skjálftamiðjan var. Að minnsta kosti 240 manns fór- ust og 1.600 slösuðust í hamförunum í Pakistan. Vitað er um 115 manns sem létu lífið í Afganistan og hund- ruð manna slösuðust. 7.630 íbúðir, 12 skólar og 17 moskur eyðilögðust eða skemmdust illa í Afganistan. Jarðskjálftar eru algengir á þess- um slóðum. Meira en 75.000 manns fórust og um 3,5 milljónir misstu heimili sitt í 7,6 stiga jarðskjálfta í október 2005. Hamfara- svæði ein- angruðust AFP Eyðilegging Íbúi þorps í Pakistan leitar í rústum húss sem hrundi.  Fjarskipti rofnuðu og vegir lokuðust Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, spáði í gær auknum flóttamannastraumi til Evrópu og sagði hann geta leitt til stórfelldra „breytinga á pólitíska landslaginu“ í álfunni líkt og jarð- skjálftabylgja. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að meira en 700.000 farandmenn hefðu farið yfir Mið- jarðarhafið til Evrópu það sem af er árinu. Þar af væri rúmur helm- ingurinn flóttamenn frá Sýrlandi og margir frá Afganistan og Írak. Um 20% flóttafólksins eru börn. „Ástandið mun jafnvel versna,“ sagði Tusk í ræðu sem hann flutti á Evrópuþinginu í Strassborg og spáði „nýrri bylgju flóttamanna frá Aleppo og fleiri stöðum í Sýrlandi sem hafa orðið fyrir loftárásum Rússa“. Hann sagði þetta mesta vanda Evrópusambandsins í ára- tug, taldi hann grafa undan sam- stöðu aðildarlandanna og geta koll- varpað nokkrum af grundvallar- reglum þess, meðal annars um frjálsa för einstaklinga um innri landamæri Schengen-ríkjanna. bogi@mbl.is AFP Á flótta Kona heldur á barni í ábreiðu sem hún fékk til að halda á þeim hita á grísku eyjunni Lesbos eftir að þau komu þangað með báti frá Tyrklandi. Spáir nýrri bylgju flóttafólks til Evrópu Kínverjar hafa stóreflt her sinn á síðustu árum og talið er að hann verði nógu öflugur ekki síðar en árið 2020 til að geta gert innrás í Taívan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu taívanska varnarmálaráðu- neytisins. Ráðuneytið segir að stjórnin í Kína hafi stóraukið út- gjöld sín til hermála og leggi áherslu á að efla sjó- og flugherinn til að fæla önnur ríki frá því að koma Taívan til hjálpar ef Kínverjar ráðast á eyjuna. „Kínverjar telja að erlend íhlutun myndi vera helsta áhyggjuefnið ef þeir gerðu innrás í Taívan,“ segir í skýrslunni. Taívanar óttast innrás KÍNVERJAR STÓREFLA HER SINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.