Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
FALLEGT LEIRTAU
FULLKOMNAR
BORÐHALDIÐ
Mikið úrval af fallegu leirtaui fyrir fyrirtæki og einstaklinga
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 22. október var
spilað á 12 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S.
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 249
Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfsson 244
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 238
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 234
A/V
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 264
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 263
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 243
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 234
Mánudaginn 26. okt. var spilað á
14 borðum.
Efstu pör í N/S
Jón Þór Karlsson – Björgvin Kjartanss. 386
Auðunn R. Guðmss. – Guðm. Pétursson 376
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 359
Sigurður Láruss. – Logi Þormóðss. 334
A/V
Guðm. Sigursteinss. – Jón H. Jónsson 400
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 371
Margrét Gunnarsd. – Ólöf Hansen 355
Valgerður Eiríksd. – Ásta Sigurðard. 347
Leiðtogar frá
Norður-Evrópu munu
hittast seinna í dag í
Reykjavík, höfuðborg
Íslands. Það verður
ekki aðeins fjallað um
nýsköpun og samvinnu
í viðskiptum á North-
ern Future Forum,
heldur almennt um
samvinnu á þessu
heimssvæði á vettvangi
Norðurlandaráðs. Því miður mun
nyrsti nágranni norrænu þjóðanna
ekki eiga þar fulltrúa á eigin for-
sendum. Ákvörðun bresku ríkis-
stjórnarinnar um að senda ekki ráð-
herra skosku ríkisstjórnarinnar til
Íslands dregur ekki einungis úr vægi
þess sem breska ríkisstjórnin færir á
borð á ráðstefnunni heldur einnig
þess sem aðrir geta fengið út úr þátt-
töku hennar.
Það er að sjálfsögðu ánægjuefni að
forsætisráðherra Stóra-Bretlands,
David Cameron, skuli koma til Ís-
lands. Ef tilgangur hans er að bæta
nágrannasambandið og taka sam-
vinnu í þessum heimshluta alvarlega
er koma hans af hinu góða. Án efa
ætti hann að byrja á því að biðja ís-
lensku þjóðina afsökunar á því að for-
veri hans í embætti, Gordon Brown,
skyldi beita hryðjuverkalöggjöf gegn
staðföstu bandalagsríki í banka-
kreppunni. Einnig gæti hann dregið
til baka hina sérkennilegu ákvörðun
bresku ríkisstjórnarinnar um að neita
að taka þátt í loftferðaeftirliti NATO
á norðurslóðum og að senda ekki eitt
einasta skip flota hennar hátignar til
að taka þátt í eftirlitsferðum þar á
undanförnum árum.
Skotar eru Norður-Evrópuþjóð,
með Atlantshafið í vestri, Norðursjó
til austurs og Íslandshaf til norðurs.
Við erum það land sem teygir sig
nyrst af þeim sem ekki hafa neitt yfir-
ráðasvæði norðan heimskautsbaugs.
Sundurlaus nálgun Lundúna-
stjórnarinnar kemur í veg fyrir eðli-
legt samband við nágranna okkar.
Sambandið við Bretland útilokar
Skotland frá þátttöku í alþjóðastjórn-
málum. Þetta er mjög ólíkt því sem
myndi tíðkast í bandalagi norrænna
þjóða, en Skotland yrði í stærra
meðallagi þjóða í slíku bandalagi. Því
voru það mistök að norræna víddin
skyldi ekki einu sinni nefnd í nýjustu
skýrslu um endurskoðun varnar- og
öryggismála (SDSR). Við sem búum í
Skotlandi skiljum hernaðarlegt mikil-
vægi okkar heimshluta, þótt stjórn-
völd í London virðist hafa gleymt því.
Íbúar í þessum heimshluta deila
margvíslegum tækifærum og áskor-
unum sem varða breytingar á um-
hverfinu, hagvöxt og nýsköpun, sam-
göngubætur og málefni jaðarsvæða.
Ef David Cameron er alvara með að
vilja leggja þessum
málefnum lið er það vel
þegið. Ég sótti á dög-
unum þing um málefni
norðurslóða í Reykjavík
þar sem Hollande
Frakklandsforseti flutti
ræðu. Það var augljóst
að hægt er að draga
margvíslegan lærdóm
af sameiginlegri
reynslu okkar af dreif-
býli og jaðarbyggðum í
okkar heimshluta. Ef
við leggjum saman þá
sem búa í vestanverðum Noregi,
Skotlandi, Íslandi, Færeyjum, Græn-
landi, Nýfundnalandi og Maine í
Bandaríkjunum fáum við út nokkurn
veginn saman fjölda og í London.
Þess vegna getur raunveruleg
áhersla á samvinnu til norðurs skap-
að meiri félagslegan, menningarlegan
og efnahagslegan auð, byggðan á
sameiginlegri reynslu okkar.
En ef tilgangur hans með því að
láta sjá sig með fulltrúum norrænu
nágranna okkar er einvörðungu sá að
draga athyglina að þjóðaratkvæða-
greiðslunni um ESB sem í vændum
er í Bretlandi mun það vekja nei-
kvæða athygli. Fréttamenn í London
hafa verið uppfræddir um að til-
gangur heimsóknar Cameron verði
að undirstrika „takmarkanir“ Íslands
og Noregs, sem ekki eiga aðild að
Evrópusambandinu. Sjálfur er ég
Evrópusinni en mér þykir það móðg-
andi við nágranna okkar að blanda
okkur í innri málefni þeirra.
Íslendingar og íslenskir stjórn-
málamenn eru vanir þess konar fram-
komu hjá stjórnmálamönnum í West-
minster. Ég man vel eftir heim-
sóknum ráðherra úr ríkisstjórn
Verkamannaflokksins til Íslands þar
sem þeir töluðu vinsamlega. Þegar
þeir komu aftur til Lundúna var kom-
ið annað hljóð í strokkinn, því þá
hreyktu þeir sér af því í fjölmiðlum að
þeir hefðu krafist þess að Íslendingar
endurgreiddu innistæðurnar. Eng-
lendingar skilja fæstir önnur tungu-
mál en ensku en Íslendingar skilja
ensku og tóku eftir misræminu. Þetta
varð til þess að prentaðir voru frægir
t-bolir með myndum af þeim Brown
og Darling. Svo fór að lokum að Ísland
vann málið fyrir EFTA-dómstólnum.
Nú vona ég að framkoma Lundúna-
stjórnarinnar verði betri. Sá dagur
kemur að Skotland mun reynast Ís-
lendingum betri nágranni.
Tökum norrænt nágrenni alvarlega
Eftir Angus
Brendan MacNeil »Nú vona ég að fram-
koma Lundúna-
stjórnarinnar verði betri.
Sá dagur kemur að Skot-
land mun reynast Íslend-
ingum betri nágranni.
Angus MacNeil
Höfundur er þingmaður skoska
Þjóðarflokksins á breska þinginu.