Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.10.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 ✝ ArnheiðurAnna Ólafs- dóttir fæddist 16. mars 1960. Hún lést á heimili sínu 13. október 2015. Foreldrar henn- ar eru Guðlaug Erla Jónsdóttir, fædd 5.12. 1936, og Ólafur Gunnars- son, fæddur 26.11. 1933, d. 18.6. 2009. Systkini Önnu eru Hafþór Ólafsson, f. 28.1. 1964, kvæntur Ásthildi Þórsdóttur og þau eiga tvo syni, og Bjargey Ólafsdóttir, fædd 27.11. 1972. Arnheiður Anna giftist Jóni Páli Baldvinssyni f. 3.7. 1963, þau skildu. Börn þeirra eru Guðlaug Erla, f. 5.11. 1989, læknir, og Ólafur Baldvin, f. 8.2. 1993, nemi. Arnheiður Anna ólst upp í Kópavogi en dvaldi flest sumur æsku sinnar á Hafrafelli á Fljótsdalshéraði hjá afa sínum og ömmu, Jóni og Önnu. Hún gekk í Kársnesskóla en var tvo vetur í skóla á Núpi í Dýrafirði. Hún vann í Landsbank- anum og með þeirri vinnu fór hún í MH í kvöld- skóla og lauk það- an stúdentsprófi. Anna ferðaðist töluvert, dvaldi í Frakklandi um tíma og einnig í Tyrklandi og víðar. Hún lærði félagsfræði og síð- an kennslufræði í HÍ og starfaði lengi í skólum á Seltjarnarnesi, mest við nýbúakennslu. Útför Arnheiðar Önnu er gerð frá Dómkirkjunni í dag, 28. október 2015, klukkan 15. Síðar verður aska hennar jarð- sett í heimagrafreit á Hafra- felli. Kæra dóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi þig og varðveiti og vísi þér leið í ljósið. Mamma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ég á enga systur, þ.e.a.s. ekki líffræðilega, en nú þarf ég að kveðja hinstu kveðju þá konu sem hefur að mörgu leyti verið mér sem systir. Anna frænka mín sagði líka oft að ég væri stóra systirin hennar. Lífshlaup okkar Önnu hefur legið saman meira eða minna frá því ég fyrst man eftir mér. Ég held að fyrsta minningin um hana sé þegar hún datt niður stigann í skúrnum heima á Hafrafelli, ég man ekki hvað við vorum gamlar né hvernig þetta atvikaðist, en ég man að ég varð mjög hrædd um litlu frænku mína. Ég man líka að stundum þegar amma okkar var að búa til smjör í hrærivélinni sinni feng- um við þeyttan rjóma í glas og hrærðum sykri saman við – þetta var hið besta sælgæti. Minning- arnar frá því að við vorum börn tengjast mest afa og ömmu enda héldum við mikið til hjá þeim. Svo fór ég í skóla „suður“ og þá varð Hraunbrautin mitt annað heimili. Árin liðu, ég eignaðist mann og börn en Anna fór að þvælast út í heim. Ég man að hún sagði mér hryllingssögur um risakóngulær í Frakklandi, og hún kom með ýmsa dýrgripi frá Tyrklandi og á ég einmitt eyrna- lokka þaðan sem hún gaf mér. Margar aðrar minningar streyma um hugann núna og erf- itt er að átta sig á að við frænkur/ systur eigum aldrei aftur eftir að hittast og spjalla yfir kaffibolla – hlæja saman og/eða gráta saman. Ég vildi svo óska þess að ég hefði getað verið henni meiri og betri systir. Í lífinu skiptast á skin og skúr- ir. Anna mín fékk eins og allir margar sólskinsstundir, margar þessara sólskinsstunda tengjast sveitinni sem hún unni svo mjög, en hún fékk líka mikið af þungum éljum á sig. Ég trúi því og treysti að hún sé nú komin á betri stað, að hún sé laus við sársaukann. Ég trúi því líka að afi og amma hafi tekið á móti henni að ógleymdri litlu Billý – og kannski er Sigrún ömmusystir (eins og mamma mín var gjarnan kölluð í fjölskyldu Önnu) líka með henni núna. Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að vakna aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna. Og sorg mín og angist og allt það, sem ég hefi kviðið í óminnisdvalanum týnist, því nú er það liðið. Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með mér. En áfram um jörðina skínandi dagsljóminn fer af blessaðri sólinni. Aðrir til annríkis vakna unnast og gleðjast, missa, þjást og sakna. Og töp mín og glöp til gleymskunnar hverfa fljótt. Svo gjöfult er lífið og voldug hin eilífa nótt. (Jakobína Sigurðardóttir.) Elsku Erla og Óli, Gulla mín og allir aðrir sem nú syrgja og sakna, þið eigið alla mína samúð. Guð veri með okkur öllum. Margrét Brynjólfsdóttir (Magga frænka). Ást Andý. Þannig enduðu yfirleitt bréfin þín og þannig munum við eftir þér. Skemmtileg og litrík vinkona sem elskaði menningu og listir, þú varst alltaf tilbúin að ræða málefni líðandi stundar og hafðir skemmtilegar og oft öðruvísi skoðanir á hlutunum. Venjulegum hlutum gafstu nýtt líf og gerðir þá áhugaverða. Til dæmis að vínber bragðast eins og sorbet-ís þegar þau eru frosin og að saltfiskur bragðast allt öðruvísi og betur þegar hann er eldaður á portúgalskan hátt. Kaffið þitt var mun betra með smá kanil á toppnum. Þú krydd- aðir líf okkar allra. Þú áttir stóran hlut í uppvexti okkar systranna, og samleið okk- ar þessi rúmlega 40 ár er fyrir okkur ógleymanleg, því að í kringum þig var húmor og lita- dýrð. Hjónabandssæla og árlega laufabrauðið, siðir sem komu frá barnæskuheimilinu, blönduðust spennandi franskri matargerð og áhrifum frá þeim tíma sem þú dvaldist erlendis. Þú varst mikill bókaormur og við gátum alltaf spurt þig hvaða bækur væru góð- ar þessi jólin, þú hafðir lesið þær allar. Hafi einhver sagt að eitthvað væri ekki hægt fannstu samt leið til þess, og sem dæmi um það voru bæði hindber og lavender ræktuð í garðinum þínum. Við systurnar kynntumst þér á æskuheimilinu í Kópavogi og vorum þar báðar heimagangar. Gunnhildur jafnaldra þín og Haf- dís jafnaldra Baddýar litlu systur þinnar. Fjölskylda þín er því fyr- ir okkur systurnar sem hluti af okkar eigin fjölskyldu og eru börnin þín ævinlega velkomin á heimili okkar í Danmörku. Hug- ur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum. Móðir þín, systir og bróðir eru öll fólk sem stendur okkur nærri og eru stór hluti af lífi okkar og uppvexti. Sendum við þeim einn- ig okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ævin er stundum stutt en minningarnar sitja eftir og við munum gera okkar til að minnast þín með börnunum þínum. Þú varst hugmyndarík kona er lit- aðir ævina okkar, sem hefði verið mun fátæklegri án þín. Hinsta kveðja, Gunnhildur og Hafdís. Er hægt að lýsa brosi? Brún- um augum sem tindra og hlýju brosi? Andý var bæði hlý og brosmild og fljót að kynnast fólki. Hún var lífskúnstner og listamaður fram í fingurgóma. Andý var ein af þeim listamönn- um sem skilja ekki eftir sig hefð- bundin listaverk því hún var listamaður hversdagslífsins. Ef það væri hægt að mæla sköpun- arkraft þá hefði hún eflaust sprengt skalann. Á góðum dögum var lífið hjá henni í undursamlegu flæði með skapandi spuna þar sem komu saman undrun, tilviljanir og lausnir. Tilfinningaskalinn var stór og ég var svo heppin að fá að sjá hann allan og þar ríkti mikil fegurð. Hún var alltaf að rækta eitthvað spennandi, að lesa nýj- ustu bækurnar, með handavinnu og litla hunda í kringum sig. Einu sinni heimsóttum við börnin hana rétt fyrir jólin og börnin fengu að skreyta jólatréð. Það var eins og að stíga inn í töfraveröld þegar þau fengu að gramsa í boxi með hnöppum og borðum og Andý hjálpaði þeim að búa til jólaskraut sem fór á tréð. Síðustu vikurnar hennar náðum við að bralla saman ým- islegt og fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Hún bauð mér í mat og færði mér risastórt potta- blóm og bleikan varalit sem hún þurfti að losna við. Mig grunar að fáir hafi fengið að fara tómhentir frá henni. Við ætluðum saman á tónleika í nóvember og hlökkuð- um mikið til. Þegar við hittumst í síðasta skipti var ósköp venjuleg- ur þriðjudagur og hefðbundin haustrigning í byrjun október. Ég færði henni kók og mjólk úr búðinni og við settumst niður yfir kaffibolla. Andý var nýbúin að kaupa sér hátalara því nú ætlaði hún að byrja að hlusta meira á tónlist og uppgötva nýja tóna. Við flettum í gegnum heimsatlas og létum okkur dreyma um fram- andi slóðir. Þegar við knúsuð- umst og kvöddumst grunaði okk- ur ekki að framundan væri langur aðskilnaður, að hennar biðu allt aðrar framandi slóðir með nýjum tónum. Þau þrettán ár sem við fylgdumst að kenndi hún mér svo margt – um allt milli himins jarðar, um allan þann stóra heim sem ríkir á milli gleði og sorgar. Börnum hennar og fjölskyldu allri sendi ég dýpstu samúðar- kveðjur og sömuleiðis vinum og kunningjum. Er hægt að lýsa brosi? Ég veit það ekki en ég veit að brosið hennar Andýjar var einstakt, það breytti heiminum og þeim sem fengu að njóta þess. Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Haustlitaferð á Þingvelli. Við tökum inn litina. Þeir flæða inn í hjarta mitt, höfuð þitt. Og á meðan brjóstkassi minn bærist undan spikfeitu hjarta af haustlaufum iðar hugur þinn af hugmyndum og fræðilegum kenningum. Hei! Þarna er Andrés Önd, segir þú og bendir upp í kletta- vegginn. Þú haltrar undan hnjánum. Ég haltra undan hryggnum. Á bakaleiðinni berjumst við upp bratta brekku og foruga. Í tré eftir tré ríghöldum við okkur uppréttum. Þau eru okkar bak og hné. Við erum eins og hálfvitar, segir þú, hvað ætli fólk hugsi um okkur? Ég stoppa, tek tré í fangið og faðma fast. Segi þér að það sé í tísku að faðma tré. Beri vott um hugljómun og and- lega velþenkjandi einstaklinga. Við föðmum okkur upp brekk- una. Hlæjandi. Sterkar konur en viðkvæmar. Arnheiður Anna Ólafsdóttir ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Móðir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 23. október. Úförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ástvina. . Kristín Gísladóttir, Guðmundur Þór Gíslason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR GUÐMUNDSSON frá Tjörn, síðast til heimilis á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést 24. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. október klukkan 14. . Hrefna Aðalsteinsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Þökkum af öllu hjarta fyrir hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNLAUGAR LÁRU ÞORGEIRSDÓTTUR, Láru frá Sælundi, . Sveinn Valdimarsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson, Margrét Sveinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNASSON, skipasmiður og verkstjóri, lengst í Básenda 7, lést hinn 14. október í Sóltúni 2. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. október klukkan 13. . Guðjón Guðmundsson, Karen Christensen, Margrét Guðmundsdóttir, Þórarinn Hjartarson, Snorri Steinn Guðjónsson, Marín Sörens Madsen, Dóróthe Guðjónsdóttir, og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, áður til heimilis í Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést laugardaginn 24. október á Eir, hjúkrunarheimili. . Júlíus Jónsson, Björk Garðarsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Fríða Birna Kristinsdóttir, Erla Jónsdóttir, Grétar Helgason, Guðrún Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, AÐALHEIÐUR BÓASDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést aðfararnótt þriðjudagsins 27. október. Jarðarförin auglýst síðar. . Anna J. Hilmarsdóttir, Guðjón Þór Guðjónsson, Ásdís H. Hilmarsdóttir, Gunnfríður Ingimundard., Hjörleifur Heimir Hilmarsson, Diðrik Hilmar og Trygve Heimir, Davíð Örn Guðjónsson, Marija Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.