Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 24

Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 ✝ Ásdís Helga-dóttir fæddist í Seglbúðum í Landbroti 6. sept- ember 1929. Hún lést á Cape Cod Massachusetts 20. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Helgi Jónsson, bóndi í Seglbúðum, f. 29.4. 1894, d. 22.5. 1949, og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti, f. 12.3. 1897, d. 15.5. 1994. Systkini Ásdísar eru Margrét húsmóðir, f. 13.8. 1922, d. 2.8. 2010, gift Erlendi Einarssyni, f. 30.3. 1921, d. 18.3. 2002, Ólöf hjúkrunarfræðingur, f. 21.11. 1924, d. 8.9. 1990, gift Birni Bergsteini Björnssyni, f. 2.10. 2018, d. 26.11. 1986, og Jón fv. ráðherra og alþing- ismaður, f. 4.10. 1931, kvænt- ur Guðrúnu Þorkelsdóttur, f. 21.4. 1929. Ásdís giftist Einari Hauki Ásgrímssyni vélaverkfræð- ingi, f. 20.9. 1928, d. 18.1. 1989, í Birmingham Englandi hafa starfað nokkur ár við kennslu hóf hún nám við Sjúkraliðaskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan árið 1982. Bætti hún við sig menntun tengdri hjúkrun og kláraði State-próf í Boston 1994. Ás- dís starfaði frá árinu 1982- 1987 á Vífilsstöðum, 1987- 1989 á Borgarspítalanum og 1989-1993 á Landspítalanum. Ásdís og Einar Haukur bjuggu fyrst í Reykjavík eftir heimkomu frá Englandi. Á síldarárunum fluttu þau fyrst til Raufarhafnar og síðan til Siglufjarðar, þar sem Einar Haukur var framkvæmda- stjóri hjá Tunnuverksmiðjum ríkisins. Árið 1965 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Ein- ari Hauki bauðst staða deild- arverkfræðings hjá Varn- arliðinu og bjuggu þau til dauðadags Einars Hauks í Garðabænum. Ásdís dvaldi mikið á Cape Cod í Banda- ríkjunum frá 1993 þar sem hún lést. Þar eignaðist hún marga vini sem syrgja hana og þá sérstaklega Lee Davis vinur hennar til margra ára. Útför Ásdísar fer fram frá Garðakirkju í dag, 28. októ- ber 2015, og hefst athöfnin kl. 14. 30. desember 1953 þar sem þau bjuggu þegar Einar Haukur var þar við nám. For- eldrar hans voru Ásgrímur Magnús Sigfússon útgerð- armaður og fram- kvæmdastjóri, f. 10.8. 1897, d. 15.2. 1944, og Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsmóðir, f. 16.12. 1903, d. 16.12. 1980. Börn Ásdísar og Einars Hauks eru: 1) Ásgrímur Helgi sölustjóri, f. 30.7. 1969, giftur Sirrý Hrönn Haraldsdóttur viðskiptafræðingi og kennara, f. 8.8. 1971. Börn þeirra eru Haraldur Einar, f. 16.6. 2000, Helgi Snær, f. 17.11. 2001, og Birgir Heiðar, f. 9.10. 2009. 2) Gyða Sigríður fram- kvæmdastjóri, f. 22.7. 1971. Börn hennar eru Einar Hauk- ur, f. 27.2. 1995, og Guð- mundur Tómas, f. 18.3. 2008. Ásdís lauk gagnfræðaprófi árið 1966 og prófi frá Kenn- araskólanum 1971. Eftir að Elsku mamma, ég hef alls ekki verið nógu duglegur að vera í sambandi síðustu ár. Fjarlægðin gerir þetta stund- um. Nú þegar þú hefur loksins fengið hvíldina eftir þessa löngu baráttu þá ætla ég að skrifa þér síðasta bréfið. Af okkur er allt gott að frétta. Ömmustrákarnir þínir þrír standa sig vel. Ég man það svo vel þegar Haraldur Einar var skírður og þú sagðir að þarna færi strákur sem ætti eftir að gera það gott, berandi nöfn afa sinna. Sama sagðir þú um Helga Snæ þegar þú hélst honum undir skírn, varst þetta líka litla ánægð með nafnið hans pabba þíns sem hann fékk. Eins og svo oft áður hafð- ir þú rétt fyrir þér. Sjúkdóm- urinn var farinn að hafa áhrif á þig þegar Birgir Heiðar fædd- ist og því miður fékkstu lítið að kynnast þeim fjörkálfi. Ég man líka svo vel þegar við fluttum í Garðabæinn. Þú gerðir okkur Gyðu svo auðvelt fyrir að eignast vini, bauðst öll- um inn og bauðst upp á kakó og kex þannig að ásókn var í. Þetta lýsir þér svo vel, alltaf varst þú tilbúin að halda veisl- ur, hvort sem það var fyrir okkur fjölskylduna eða vini ykkar pabba. Alltaf stóð heimili þitt opið fyrir vini og kunn- ingja. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þegar ég hugsa til baka þá á ég erfitt með að skilja hvernig þú gast umborið allt það sem við systk- inin gerðum á okkar yngri ár- um. Alltaf stóðstu við bakið á okkur og aðstoðaðir. Alltaf gát- um við leitað til þín með okkar vandamál og fengið góð ráð. Ég settist niður núna eftir að þú fékkst friðinn og las yfir nokkrar minningargreinar um elsku pabba. Allar þær greinar áttu það sameiginlegt að lýsa þér sem duglegri og samvisku- samri eiginkonu og móður. Ég get 100% tekið undir þau orð. Alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var sjúkraliðanámið sem þú fórst í, vinna eða starfið í Lions, allt kláraðir þú með því- líkum sóma. Fá því stuttu eftir að pabbi dó hefur þú verið með annan fótinn á Cape Cod. Þangað var alltaf gaman að koma að hitta þig. Þér leið vel þar og það var fyrir öllu þó svo að við höfum saknað að hafa þig ekki nær okkur. Elsku mamma, nú ertu kom- in á betri stað. Komin til pabba og þið eigið örugglega eftir að horfa niður til okkar og vernda eins og þið gerðuð alltaf þegar þið voruð hér hjá okkur. Minn- ingin um þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar Sirrýjar og strákanna. Farðu í friði, mamma mín, og njóttu þeirra stunda sem framundan eru. Þinn sonur, Ásgrímur Helgi. Ásdís Helgadóttir Húsnæði íboði Til leigu fjögrra herbergja íbúð í Hólmgarði, 75,8 fm, leiga 185 þús. á mánuði. Þriggja mánaða trygging Áhugasamir sendið póst: box@ mbl.is merktan ,,L–25980”. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Viðhaldslítil ferðaþjónustuhús og sumarhús til sölu halliparket@gmail.com sími 894 0048 Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Hitaveituskel 1850 L. Hitaveituskel 1650 L.     margar stærðir.         Íslenskar handsmíðaðar barnaskeiðar Silfur táknar velsæld og góða heilsu enda er silfur verðmætt og sótt- hreinsandi efni. Silfurborðbúnaður, skart og fl. ERNA, Skipholti 3, sími 552 0775, www.erna.is Bílar Til sölu Ford Escape Limited Glæsilegur lítið ekinn Ford Escape Limited með ljósri innréttingu og leður áklæði á sætum, nýleg Nokian heilsársdekk. Árgerð 2008, nýskráður 07/2008, sjálfskiptur,vél 3.0 lítrar, akstur 82.000 km Upplýsingar í síma 892 2830, Möguleiki á að taka nýlegan smábíl uppí. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk 215/70 R 16 kr. 25.900 235/60 R 18 kr. 37.500 255/55 R 18 kr. 39.900 255/50 R 19 kr. 45.700 275/40 R 20 kr. 58.900 Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 Bílaleiga Ódýru dekkin 185/65x14 kr. 10.990,- 185/65x15 kr. 11.990.- 205/55x16 kr. 13.900,- Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Njarðarbraut 11, sími 421 1251 Húsviðhald          Smáauglýsingar Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is „Takk fyrir vas- ana, amma,“ sagði lítill hnokki, bros- hýr, með dökkt, hrokkið hár. Hann var alsæll með „alvöru buxurn- ar“ sem amma hafði saumað á hann. Nú gat hann gengið um með hendur í vösum. Þessi litli drengur var Reyn- ir Ingi Helgason, bróðir minn, fjórum árum yngri en ég. Hann var sonur hjónanna Huldu Dag- marar Jóhannsdóttur og Helga Björnssonar. Þegar hann var nokkurra mánaða gamall urð- um við að fara í fóstur vegna veikinda mömmu. Hann fór til móðursystur okkar, Jóhönnu Jóhannsdóttur og eiginmanns hennar, Jónatans Guðjónsson- ar. Ég fór til fósturforeldra pabba, Ingibjargar Andrésdótt- ur og Helga Jónssonar, skó- smiðs. Við systkinin ólumst því upp eins og einbirni en eign- uðumst síðar þrjú systkini, sem ólust upp hjá foreldrum okkar. Þau eru Sigrún, Ólafur Donald (látinn) og Helgi. Það var alltaf Reynir Ingi Helgason ✝ Reynir IngiHelgason fæddist 14. október 1942. Hann lést 1. október 2015. Útför hans fór fram 15. október 2015. mikill samgangur á milli okkar systk- inanna í uppvextin- um, enda Reykja- vík lítill bær á þessum tíma, og stutt á milli staða. Því kynntumst við öll ágætlega, bæði í jólaboðum, af- mælum og öðrum viðburðum. Við tvö vorum svo heppin að vera send í sveit til hjónanna Sigurjónu, móður- systur okkar og Hannesar sem bjuggu á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd ásamt sex fjörugum börnum sínum. Þar var alltaf nóg að gera við bú- störfin og stundum farið út á lítinn bát með Hannesi eða við tíndum skeljar í fjöruborðinu. Einnig var þarna lítið hús á landareigninni, sem Jóhanna móðursystir dvaldi í einhver sumur. Þar var gist í einni sæng, minnir mig, allur krakkaskarinn úr borginni í einni kös. Í minningunni var alltaf skemmtilegt þarna og gott veður. Á unglingsárunum aðstoðaði ég Reyni við enskunám. Hann fór um tíma í milli- landasiglingar og síðar á tré- smíðaverkstæði. Þar smíðaði hann innskotsborð, sem hann gaf mér í jólagjöf. Það sinnir enn hlutverki sínu við það að vera til taks fyrir viðskiptavini á litla kaffihúsinu að Kárastíg 1. Þar hittumst við systkinin ásamt fjölskyldum í „bröns“ í septemer fyrir fjórum árum eftir ótímabær dauðsföll bróður og bróðursonar okkar fyrr um sumarið. Leitt að hafa ekki endurtekið það á einhvern hátt til að treysta fjölskylduböndin. Nú erum við bara eftir þrjú systkinin til að endurtaka sam- veruna með okkar nánustu. Hann lærði dúklagningar og veggfóðrun hjá frænda sínum, Rúnari Hannessyni, sem hann gerði að aðalstarfi. Hann kvæntist og átti eina dóttur, Hörpu Jóhönnu. Hjónabandið slitnaði og í kjölfarið upplifði hann erfitt tímabil og dvaldi hjá okkur hjónum um tíma. Þá áttum við trúnaðarsamtöl sem ég vona að hafi hjálpað honum. Síðar hóf hann sambúð með Sigurlaugu E. Rögnvaldsdóttur og eignaðist með henni fimm börn: Hafþór Jónatan, Ragn- heiði, Sigurjón Ara og Elísabet Eir. Tvíburasystir Elísabetar lést við fæðingu. Hann var hláturmildur og stríðinn en hann gat líka verið þrjóskur eins og fleiri í ættinni. Ég kveð hann með eftirsjá. Samverustundir eru aldrei of margar og fyrr en varir er það orðið of seint. Við hittumst seinna í “bröns“ og þá verða hlátrasköll og gleði í Sumar- landinu og amma verður með kleinur. Ingibjörg Jóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.