Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 28

Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu fyrst og fremst sannur í sam- skiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. En í dag er það lykill- inn að velgengni, það er að segja ef þú punkt- ar hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Sköpunarkraftur þinn er mikill um þess- ar mundir jafnvel svo að þú átt erfitt með að velja og hafna. Við þessu er ekkert að gera, en kannski er best að fresta mikilvægum fram- kvæmdum í bili. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða og þitt að koma honum í skilning um það. Ekki afskrifa neina drauma án umhugsunar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Engar fleiri afsakanir. Skrifaðu niður hugmyndir þínar en bíddu með ákvarð- anatökur til morguns. Njóttu stöðu þinnar sem er til eftirbreytni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagn- rýni maka eða vinar í dag. Notaðu svo tímann til þess að ljúka þeim meginverkefnum sem fyrir liggja. Sýndu lipurð og þraukaðu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kynnist nýjum einstaklingi sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt seinna meir. Hann mætir sanngirni og er að sama skapi rausnarlegur við aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gagnger skoðun á trygglyndi innan fjöl- skyldunnar leiðir ójafnvægi í ljós. Ekki loka óttann inni, talaðu um áhyggjur þínar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er svo margt skemmtilegt í boði núna að þér reynist ófært að taka þátt í því öllu. Ef hún heldur að sér verði kalt passar hún upp á að hafa með sér aukajakka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert jákvæð/ur og bjartsýn/n í dag. Reyndu að skynja þetta augnablik og nýta þér vitneskjuna. Til allrar hamingju er ekki alltaf nóg að óska sér einhvers. 22. des. - 19. janúar Steingeit Með réttri skipulagningu vinnst þér svo vel að það er engu líkara en verkin fljúgi hjá. Of margt getur farið úrskeiðis þessa dag- ana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Græskulaust gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á til- veruna með þeim hætti. Og auðvitað færð þú alltaf að ráða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki auðvelt að halda ró sinni í þeim hamagangi sem er í kringum þig. Bestu peningaráðin koma frá móður þinni. Sigrún Haraldsdóttir segir áBoðnarmiði: „Ég var að góna til himins og hugsa til betri helmingsins sem er á heimleið að norðan. Nú vona ég þú gjörla gáir greitt sem ekur veg; hvort að þú í suðri sjáir sama tungl og ég.“ Björn Ingólfsson er með á nót- unum: Þegar kona þráir mann á þeysireið um akveginn gálaust er að ginna hann að góna upp í himininn. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir bætir við: Að aka veginn, veit ég víst, vandi, er naumt að líta. Þá hef ég, af mána misst mín er þörf, að síta. Þegar ég las vísu Björns rifjaðist upp fyrir mér vísa frá mennta- skólaárum mínum, sem ég sendi í heillaóskaskeyti til Guðrúnar Karls- dóttur og Benedikts bróður míns þegar þau trúlofuðu sig: Alltaf þráir meyjan mest í mann að ná og reynir flest – manninn hrjáir aftur að aldrei má hann standast það. Páll Imsland heilsaði leirliði á veð- urdegi – sagði „mikil pólitík á Leir“ en sjálfur kynni hann ekki að klambra saman pólitískum vísum – „ekki heldur veðurvísum“ bætti hann við, „þó veður séu í uppáhaldi hjá mér og ég hafi fengist við að kenna ungmennum á veður og veð- urkerfi.“ Þetta sagði hann sönnun fyrir fullyrðingunni: Hér er veður sleikt og slétt, slabb ei sést hér móa. – Víst er þetta veðurfrétt: – Vætulaust án snjóa. Hafsteinn Reykjalín segir í net- pósti að fólki finnist stöðug rigning í september og október leiðingjörn: Rigningin virðist nú ráða hér mestu, hún rennur í straumum hér niður á veg. Ákveðin slettist með frekju og festu, finnst hún þá vera svo andstyggileg. Hún leggst á sálarlíf saklausra manna og svekkir þær konur sem hengja út þvott, orðbragð þá viðhaft sem allflestir banna, endum svo saman í vel heitum pott. Sumum finnst rigningin seðjandi drykkur og seytlandi lækir sem heilsubót fín. Setjist nú niður og sannfærið ykkur ! Sjálfum mér finnst hún sem tærasta vín. Ármann Þorgrímsson veltir lífs- hlaupinu fyrir sér: Leiðir flestra langs og þvers liggja, samt skal áfram haldið þó bilið milli báru og skers broti geti stundum valdið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Undir fullu tungli í rigningu Í klípu RÓBERT VAR OF UPPTEKINN AF SJÁLFUM SÉR. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger HVERNIG GET ÉG HAFA VERIÐ AÐ KEYRA Á 115 KÍLÓMETRA HRAÐA Á KLUKKUSTUND, ÞEGAR ÉG ER BARA BÚIN AÐ KEYRA Í TÍU MÍNÚTUR? Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bera ástarbréfin hans í töskunni þinni. FLEST MISTÖK ERU ÓHEPPILEG HINS VEGAR ERU SUM ÞEIRRA FREKAR FYNDIN STANS! ERTU GÓÐUR GAUR EÐA VONDUR? ÞAÐ VELTUR Á ÝMSU... ...HVERJA VILJIÐ ÞIÐ EKKI FÁ? SNIÐUGA GAURA! ENDUR- PAKKAÐ Víkverji hefur unun af því aðborða. Hann borðar nánast allt, en finnst þó betra ef maturinn er góður. Víkverji borðar heima hjá sér. Hann borðar í vinnunni. Og hann fer út að borða. Hann borðar jafnvel á víðavangi. x x x Þegar Víkverji var lítill mátti teljaveitingastaði í Reykjavík á fingrum annarrar handar. Nú eru þeir legíó. Það segir sína sögu að á Akureyri eru nú margfalt fleiri veit- ingastaðir en voru í höfuðborginni í æsku Víkverja. x x x Þótt Víkverji sé síborðandi seturhann sig þó ekki á háan hest í þeim efnum. Hann veit hvað honum finnst gott, en verður við það ekki að óskeikulum matgæðingi eða mæli- stiku bekkjarins. x x x Víkverji er sérlega ginnkeypturfyrir mat, sem hann hefur ekki smakkað áður. Sjái hann krókódíl á matseðli stenst hann ekki mátið. x x x Hið óvenjulega freistar, oft reynd-ar aðeins einu sinni. Hann veit að stundum ganga matreiðslumenn of langt og að stundum mætti halda að hið svokallaða bræðingseldhús væri útibú tónlistarútgáfunnar Smekkleysu, en hann fellur aftur og aftur fyrir nýjabruminu. x x x Nýlega sá Víkverji klausu um veit-ingastaðinn Boragó í Santiago í Chile. Hann er í eigu Rodolfos Guzmáns, sem var hlutskarpastur í kjöri starfssystkina sinna þegar 50 bestu veitingastaðirnir í rómönsku Ameríku árið 2015 voru valdir. Á matseðlinum í Boragó er súpa úr rigningarvatni frá Patagóníu borið fram á mosa. Víkverji sér fyrir sér að hann geti leikið þetta eftir. Í blettinum hjá honum dafnar mosinn sem aldrei fyrr og nóg er rigningin í Vesturbænum. Hann getur borið fram rigningarsúpu upp á hvern dag, ugglaust við ómældar vinsældir á heimilinu. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús segir þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Jh. 6.35 JólablaðMorgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.