Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 30

Morgunblaðið - 28.10.2015, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá Nei, hér þarf engu að ljúga.Það er engin skylda aðljúga í skáldsögum. Hérfær veruleikinn vængi og flýgur um heiminn.“ (26) Þannig skýrir sögumaður Hundadaga, nýrrrar skáld- sögu Einars Más Guðmundssonar, fyrir lesendum hvað hann sé að gera. Það er eins og hann standi fyrir framan okk- ur og segi frá; nei, hann skáldar ekki heldur rifjar upp löngu liðna atburði og persónur, síð- an seint á 18. öldinni og fyrri hluta þeirrar 19.; vísað er í ýmsar áttir, sumt er útskýrt, jafnvel borið saman við samtíma okkar, annað skilur les- endinn sínum skilningi því eins og segir neðar á sömu síðu, með vinki til Megasar, þá fer sagan „fram og aft- ur blindgötuna“. Einar Már er hér í miklu frásagn- arstuði og afraksturinn bráð- skemmtilegur. Hundadagar hverfast um lífshlaup Jörgens Jörgensen sem tók völdin á Íslandi eitt sumar, hundadagana. Bækur hafa verið skrifaðar um sögu Jörgens, ævintýri hans hér og annars staðar, og hann skrifaði líka sjálfsævisögu; sögumað- urinn hér vísar í þær eins og hentar, upplýsir og túlkar atburði. Þetta var líka ótrúlegt lífshlaup. Baldinn nem- andinn sem var í bekk með þjóð- skáldi varð heimsferðalangur, stýri- maður, konungur, stríðsfréttaritari, spilasjúklingur, njósnari, fangi, rit- höfundur og lögregluþjónn. Svo eitt- hvað sé nefnt. Sögumaður lýsir Jörg- en fallega, reynir jafnvel að bæta hans hlut: „Við getum allavega slegið því föstu að Jörgen Jörgensen var ekki sá skýjaglópur sem flestir segja hann hafa verið …“ (149) Og sagt er, í þeim flæðandi talmálsstíl sem ein- kennir verkið, að í Jörgen „fóru sam- an snilligáfa, fráleit fífldirfska og gleði, konungleg gleði, einhver skringileg kímnigáfa sem helst má finna í bókmenntum, í því hvernig strákur úr Kaupmannahöfn sem flækist um höfin er allt í einu orðinn Snilligáfa, fráleit fífldirfska og gleði Skáldsaga Hundadagar bbbbn Eftir Einar Má Guðmundsson. Mál og menning, 2015. Innbundin, 341 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Fúsi, hreppti í gærkvöldi hin eftir- sóttu kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs þegar fimm verðlaun ráðsins voru afhent við hátíðlega at- höfn í Eldborgarsal Hörpu. Tók hann við verðlaununum úr hendi Benedikts Erlingssonar, sem hlaut þau fyrir ári fyrir kvikmyndina Hross í oss. Norski rithöfundurinn Jon Fosse hreppti Bókmenntaverðlaunin, elstu verðlaun Norðurlandaráðs, en þau hafa verið veitt frá árinu 1962. Fosse, sem er víðkunnur fyrir leikrit sín, hlaut verðlaunin fyrir þríleik prósaverka: Andvake, Olavs draumer og Kvelsværd. Sænskir listamenn tóku við tvenn- um verðlaunum í Hörpu; bassa- leikarinn og tónskáldið Svante Henryson hlaut Tónlistarverðlaunin og Jakob Wegelius hreppti yngstu verðlaunin, Barna- og unglinga- bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, fyrir skáldsöguna Mördarens apa. Þá fékk færeyska orkufyrir- tækið SEV Umhverfis- og náttúru- verðlaunin og tóku forsvarsmenn þess við þeim úr höndum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Ólaf- ar Örvarsdóttur, sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg, en borgin hlaut verðlaunin í fyrra. Allir verðlauna- hafar hlutu 350.000 sænskar krónur í verðlaun, tæplega 6,7 milljónir króna. Sjónvarpsverðlaun? Mikið var um dýrðir við verð- launaafhendinguna þar sem þátttak- endur á þingi Norðurlandaráðs voru viðstaddir, hátt í eitt þúsund manns, auk annarra gesta. Þá voru flestir hinna tilnefndu listamanna á staðn- um, en síðustu ár hefur ekki verið tilkynnt fyrir fram hver hreppir verðlaunin í hinum ýmsu flokkum, heldur á það að koma þeim öllum á óvart þegar nafn sigurvegarans er lesið upp. Sitt sýnist hverjum um þessa breytingu en kynning á þeim listamönnum sem verða fyrir valinu þykir þó minni en var áður, þegar fjölmiðlar gátu kynnt sér verk þeirra útvöldu fyrir afhendinguna. Í ávarpi Höskuldar Þórhallssonar, forseta Norðurlandaráðs, við upphaf athafnarinnar sem sjónvarpað var um öll Norðurlöndin, viðraði hann þá hugmynd að sjötta verðlauna- flokknum yrði bætt við, fyrir sjón- varpsefni. Tónlistarmenn og dans- arar tróðu upp á hátíðinni, þar á meðal kammerhópurinn Elektra, Gus Gus, Eivör Pálsdóttir og Kammerkór Suðurlands ásamt steinhörpusmiðnum og -leikaranum Páli Guðmundssyni frá Húsafelli. Charlotte Böving og Ólafur Egill Egilsson voru kynnar á sviðinu og fóru snöfurmannlega með sín hlut- verk. Skrifuð fyrir Gunnar Verðlaunahafar síðasta árs af- hentu verðlaunin í öllum flokkum og kom það í hlut Benedikts Erlings- sonar að lesa úrskurð dómnefndar um hver tæki við af honum sem verðlaunahafi. Kom í ljós að það var Dagur Kári, ásamt framleiðend- unum Agnesi Johansen og Baltasar Kormáki, sem hreppti þau fyrir Fúsa en fimm kvikmyndir voru til- nefndar. Í umsögn dómnefndar seg- ir að þetta sé einföld en sjónrænt hugmyndarík saga um að halda í gæskuna og sakleysið í sýnilega harðneskjulegum heimi. Listræn nálgun Dags Kára við stórvaxna aðalpersónuna skapi hrífandi og heillandi kvikmynd, þar sem gæf- lyndur risinn sé sýndur á virðingar- verðan hátt en jafnframt er hrósað áhrifaríkum lýsingum á konunum í kringum aðalpersónuna, Fúsa, sem Gunnar Jónsson leikur. Dagur Kári steig á svið ásamt Agnesi og Gunnari og var fagnað hraustlega. Hann kvaðst djúpt snortinn yfir heiðrinum sem að- standendum kvikmyndarinnar væri sýndur. „Þá er ég ánægður með að fá verðlaunaféð því ég skulda mjög mikið í skatta!“ bætti hann síðan kíminn við. „Ég skrifaði handritið sérstaklega fyrir aðalleikarann, Gunnar Jóns- son, og án hans hefði ég ekki gert þessa kvikmynd. Heiðarleiki hans og einstök nálgun í leiknum leiddi okk- ur áfram; þegar tökur hófust og ég sá hvernig hann stóð sig vissi ég að það yrði mikil áskorun fyrir alla aðra sem komu að kvikmyndagerðinni að ná viðlíka frammistöðu,“ sagði leik- stjórinn. Hann bætti við: „Mér finnst að Gunnar Jónsson eigi að minnsta kosti hálf verðlaunin skilið – jafnvel þótt ég hafi ekki efni á að láta honum helming verðlaunafjárins eftir.“ Og þá var hlegið dátt í salnum áður en Dagur Kári færði þakkir öðrum þeim sem komu að gerð kvik- myndarinnar. Ljóðrænn prósi Fosse Menningarblaðamenn sem rætt var við fyrir afhendinguna töldu slaginn um Bókmenntaverðlaunin standa milli hins norska Jons Fosse, sem var tilnefndur fyrir þríleik, og Jóns Kalmans Stefánssonar, en hann var tilnefndur fyrir fyrri hluta nýjasta verks síns, Fiskarnir hafa enga fætur. Var þetta í fjórða skipti sem Jón Kalman var tilnefndur til verðlaunanna, en Þorsteinn frá Hamri var einnig tilnefndur. Svo fór að Fosse tók við verðlaununum úr hendi verðlaunahafa síðasta árs, Kjell Westö. Í umsögn dómnefndar segir að Fosse sameini á fágætan hátt frumlegan stíl og hæfileika til að tengjast lesendum handan tíma og rúms. Prósi hans sé afar ljóðrænn og afstaðan til frásagnarinnar leik- andi létt. Einmanaleiki og samkennd Sænski bassaleikarinn og tón- skáldið Svante Henryson flutti at- hyglisverða þakkarræðu, eftir að Fúsi hreppti verðlaunin  Kvikmynd Dags Kára hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs  Annað árið í röð sem íslensk kvikmynd hreppir þau  Norski rithöfundurinn Jon Fosse fékk Bókmenntaverðlaunin fyrir þríleik Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægður „Mér finnst að Gunnar Jónsson eigi að minnsta kosti hálf verðlaunin skilið,“ sagði Dagur Kári í ávarpi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.