Morgunblaðið - 28.10.2015, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
kóngur á Íslandi og hvernig hjal um
viðskipti með tólg og sápu á krá í
London […] endar með því að allir
fangar í Reykjavík eru látnir lausir
og skipanir gefnar um ótrúlegustu
umbætur sem fáir skildu fyrr en
löngu seinna.“ (73) Líf Jörgens og
persóna fá þannig goðsagnalega
vídd, hann er sagður „eins og per-
sóna í skáldsögu sem hann samdi
sjálfur“ (92) og þessi breyski maður
er upphafinn í ljóðrænum lýsingum:
„Í lífi Jörgens Jörgensen var heim-
urinn bara eitt risastórt herbergi án
veggja og lofts nema þegar hann sat
í fangaklefum eða kannski einmitt
þá. Þegar hann reis upp úr nóttinni
snerti hann himininn, eilífðina og
tímann en í dagsbirtunni læddist
hann stundum eins og skuggi, sljór
farandskuggi.“ (87)
Önnur aðalpersóna Hundadaga er
séra Jón Steingrímsson, kallaður
eldklerkur, einnig persóna sem hef-
ur lifað með þjóðinni, og ritaði end-
urminningar sem Einar Már nýtir
sér; „eini presturinn í heiminum sem
stöðvað hefur eldgos í miðri messu
og er þannig á heimsmælikvarða
hvaða mælikvarði sem það nú er.
Það er ekki gott að segja hvort ein-
hver prestur í nútímanum myndi
duga jafn vel í eldgosi og hann
gerði.“ (12) Hér má glögglega sjá eitt
einkennið á frásagnaraðferð höfund-
arins, sem ber atburði fortíðar iðu-
lega saman við samtímann í þessum
flæðandi texta. Sir Joseph Banks er
til dæmis sagður hafa verið Inspired
by Iceland, og bætt við: „Nú er allt
mælt í tekjum, ekki síst gjaldeyr-
istekjum. Það er einsog allt heyri
undir gjaldeyrisdeild Seðlabankans:
menningin, náttúran og landið.“
(103) Og séra Jón, sem söguhöf-
undur hefur ekki síðri samkennd
með en Jörgen, er sagður brenna
fyrir málstað sinn, „öfugt við presta
nútímans sem tala frekar um bygg-
ingaframkvæmdir en guð og kvarta
yfir vinnutíma og álagi þó að guð sé
aldrei í fríi.“ (50)
Sögusviðið sveiflast lengi fram-
anaf milli Jörgens og séra Jóns og
rýnir beið alla bókina spenntur eftir
að sjá hvernig höfundur léti líflínur
þeirra mætast, eftir að fram kemur
snemma að Jón hafi því miður ekki
hitt Jörgen þegar hann kom hingað
og varð kóngur, því þá „var séra Jón
dauður þó hann lifi sem heilagur
maður í minningu okkar hér á Ís-
landi einsog raunar Jörundur hunda-
dagakonungur líka…“ (27) Sögu-
maður tengir þá saman með allskyns
samanburði, eins og því að Jörgen
hafi tvítugur verið í þremur heims-
álfum og var þá á leið til þeirrar
fjórðu, meðan klerkurinn komst ekki
einu sinni til Kaupmannahafnar. En
það er galli hve veik hún er, teng-
ingin á milli þessarra manna, sem
eru þó afar athyglisverðir, hvor á
sinn hátt, þótt ekki takist að láta þá
standa saman í sögunni. Stundum
hvarflaði að þessum lesanda að þeir
Jörgen og séra Jón hefðu verð-
skuldað sína bókina hvor. En þeir
eiga þó skurðpunkta í auka-
persónum, sem einnig eru áhuga-
verðar, eins og Finni Magnússyni og
Guðrúnu Johnsen, fylgiskonu Jör-
undar sem kölluð er „hundadaga-
drottning“ sem „ferðaðist til útlanda
til að verða hefðarmey en endaði sem
beiningakona í Kaupmannahöfn“.
(232) Af henni hafi allir heillast og
„hefði verið fróðlegt að kynnast
henni,“ segir höfundur.
Flæðandi og prédikandi frásagn-
artæknin byggist á ákveðinni klifun,
eins og sögumanna er oft háttur, og
gengur það oftast vel upp. Stöku
endurtekningum er þó ofaukið, eins
og þegar Jörgen er oftar en einu
sinni líkt við James Bond. Þá hefur
yfirlestur brugðist hér, þar sem orð-
ið það fær að vaða uppi: „… að það sé
eitthvert mikið leyndarmál sem
hann vilji trúa honum fyrir en það
kemur aldrei fram hvað það er. Það
lítur út fyrir að sá hluti bréfsins sé
ekki til. Það er eitthvað mjög per-
sónulegt …“ (90) – skáletur er rýnis.
En hvað sem því líður eru Hunda-
dagar Einars Más lifandi, litrík og
skemmtileg frásögn af afskaplega
áhugaverðu fólki.
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Már Hundadagar eru „lifandi,
litrík og skemmtileg frásögn af af-
skaplega áhugaverðu fólki“.
hafa tekið við Tónlistarverðlaun-
unum, þar sem hann benti á skort á
fyrirmyndum fyrir karlmenn sem
hafa verið í hans stöðu og ákveðið að
vera heimavinnandi og annast upp-
eldi barnanna. Dómnefnd sagði hann
hafa á ferli sínum sýnt einstaka
sköpunar- og snilligáfu á mörgum
sviðum.
Fjórtán verk voru tilnefnd til
Barna- og unglingabókmenntaverð-
launanna og afhenti Hakon Øvreås,
sem hreppti verðlaunin í fyrra fyrir
söguna Brune, sænska höfundinum
og myndskreytinum Jakob Wegelius
verðlaunagripinn. Saga hans nefnist
Mördarens apa og í umfjöllun um til-
nefndu verkin í Morgunblaðinu í vik-
unni segir Silja Björk Huldudóttir
að bókin, sem gerist á fyrri hluta 20.
aldar, sé allt í senn, sjómannssaga,
glæpasaga og ævintýri. Sagan sé á
yfirborðinu morðgáta en fjalli „í
raun um vináttu, einmanaleika og
samkennd. Þrátt fyrir umfangið, en
bókin er 618 bls., er sagan þétt og
spennandi. Höfundur glæðir bókina
lífi með nákvæmum svart/hvítum
teikningum sínum“. Bætir rýnir við
að þetta sé saga sem ætti að höfða til
íslenskra lesenda.
Hákun Djurhuus, stjórnandi fær-
eyska orkufyrirtækisins SEV, veitti
Umhverfis- og náttúruverðlaun-
unum viðtöku. Verðlaunin hlaut
fyrirtækið fyrir metnaðarfull mark-
mið og skapandi nálgun við verk-
efnin sem það tekst á við. Starfsemi
SEV sé ekki aðeins mikilvæg fyrir
þróun endurnýjanlegrar orku í Fær-
eyjum heldur einnig fyrir þróunina á
meginlandi Evrópu.
Morgunblaðið/Eggert
Leikskáldið Jon Fosse er vanari því að vera hampað sem leikskáldi en prósahöfundi og kvaðst afar þakklátur.
Morgunblaðið/Eggert
Norðurljós Sigtryggur Baldursson, Eivör Pálsdóttir og Páll frá Húsafelli
voru meðal þeirra sem komu fram með Kammerkór Suðurlands í lokin.
Morgunblaðið/Eggert
Gamanmál Kynnarnir Charlotte Bøving og Ólafur Egill Egilsson brugðu á
leik og endursköpuðu meðal annars fræga senu í kvikmynd eftir Bergman.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00
Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00
Fös 13/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:30
Allra síðustu sýningar!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 11/12 kl. 20:00
Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 18/12 kl. 20:00
Fim 12/11 kl. 20:00
aukasýning
Lau 5/12 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00
Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 22/11 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k.
Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k.
Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Hundur í óskilum snúa aftur
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00
Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00
Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00
Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Fim 19/11 kl. 20:00
Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Fim 26/11 kl. 20:00
Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fös 27/11 kl. 20:00
Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Mið 18/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 26/11 kl. 20:00
Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Sun 29/11 kl. 20:00
Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Fim 19/11 kl. 20:00
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar!
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00
Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
Dúkkuheimili, allra síðustu sýningar!
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn
Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn
Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn
Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn
Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn
Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn
Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn
Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 31/10 kl. 15:00 Lau 7/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00
Síðustu sýningar.
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn
Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00
Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 28/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 17:00
DAVID FARR
HARÐINDIN
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/