Morgunblaðið - 28.10.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Hætt að flagga í hálfa stöng
2. Varð ekki var við slysið
3. Nánast hætt að taka til heima
4. Brotist inn á vef Útvarps sögu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
hefst 4. nóvember nk. og verður tón-
listarráðstefna haldin á henni í fyrsta
sinn á vegum Útflutningsmiðstöðvar
íslenskrar tónlistar. Boðið verður upp
á fyrirlestra og pallborðsdagskrá á
meðan á hátíðinni stendur í Peder-
sen-svítunni á efstu hæð Gamla bíós,
m.a. spjall við umboðsmenn Of Mon-
sters and Men og Ásgeir um vel-
gengni þeirra síðustu misseri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlistarráðstefna
haldin á Airwaves
Draugabærinn
Hafnarfjörður
nefnist hrekkja-
vökugleði sem
boðið verður upp
á í miðbæ Hafn-
arfjarðar 29.
okt.-1. nóv. Dag-
skráin er hræðileg
og má á henni
m.a. finna draugasögur og -göngur
og uppistand með Hugleiki Dagssyni.
Miðbær Hafnarfjarð-
ar verður draugabær
Fimmtu og
síðustu kvik-
myndatónleikar
Gunnars Tynes
og Örvars
Smárasonar úr
hljómsveitinni
múm fara fram í kvöld kl. 21 í Mengi.
Gunnar og Örvar munu spinna tónlist
við þöglu myndina Menchen am
Sonntag frá árinu 1930 og vinna úr
þeim tilraunum og kveikjum sem átt
hafa sér stað undanfarna mánuði.
Lokatónleikar Gunn-
ars og Örvars í Mengi
Á fimmtudag Austan 13-20 m/s og vætusamt, talsverð rigning á
Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 5 til 11 stig. Á föstudag Suð-
austanátt, allvíða 10-18 m/s en yfirleitt hægari fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s, hvassast með suður-
ströndinni. Súld eða rigning en úrkomulítið fyrir norðan. Úrkomu-
meira á Suðausturlandi. Hiti 5 til 12 stig.
VEÐUR
Sex leikir fóru fram í Olís-
deild kvenna í handknatt-
leik í gærkvöld en 8. um-
ferðinni lýkur í Eyjum í
kvöld þar sem toppliðin tvö,
ÍBV og Grótta, eigast við.
Fram, Haukar og Valur fögn-
uðu öll sigri og eru liðin í
3.-5. sæti deildarinnar. Þá
hrósaði Afturelding sínum
fyrsta sigri í deildinni á
tímabilinu þegar liðið lagði
Fjölni að Varmá. »2-3
Fyrsti sigurinn hjá
Aftureldingu
Keppni í bandarísku NBA-deildinni í
körfuknattleik hófst í nótt. Að venju
spáir Gunnar Valgeirsson, NBA-
sérfræðingur Morgunblaðsins í Los
Angeles, í spilin fyrir tímabilið, en
hann hefur fylgst
náið með deild-
inni í fjölda ára
og veit svo
sannarlega
sínu viti. »2-3
Spáð í spilin í NBA-
deildinni
„Þetta var lið sem ég vildi fara til og
þegar forráðamenn félagsins settu
sig í samband við mig varð ekki aft-
ur snúið. Ég er gríðarlega spennt
fyrir þessu og fæ gott tækifæri til
að bæta mig sem leikmaður,“ segir
landsliðskonan Dagný Brynjars-
dóttir, sem hefur samið til tveggja
ára við bandaríska atvinnu-
mannaliðið Portland Thorns. »1
Þetta var lið sem
ég vildi fara til
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Ég var mjög lítill þegar ég vildi fá
að hjálpa ömmu við sperðlagerðina
á haustin og fimm ára fékk ég að
vera með garnið og hnýta,“ segir
Óttar Jósefsson frá Stafni í Þing-
eyjarsveit. „Ég hafði strax mjög
gaman af þessu og mér fannst ótrú-
legt hvernig hakkið gat orðið að
svona miklum og góðum mat. Síðan
þá hef ég verið með í þessu og í
dag sé ég næstum alfarið um
þetta.“
Um helgina var Óttar önnum
kafinn við að gera sperðla svo hægt
væri að koma þeim í reykinn sem
fyrst.
Fjölskylduverkefni
„Haustmaturinn er fjölskyldu-
verkefni í Stafni og maturinn er
fyrir fimm fjölskyldur,“ segir hann.
„Þetta er aðallega föðurfólk mitt og
það hjálpast allir að í heimaskurð-
inum og síðan er kjötið unnið. Það
kemur í minn hlut að hakka í
sperðlana og ég nota aðallega
huppa og slög í þá. Áður voru notuð
hjörtu og þindar og fleira sem féll
til en nú var nóg til af slögum og í
þeim er mátulega mikil fita fyrir
svona matargerð,“ segir Óttar, sem
var með nærri 50 kg af sperðlaefni
í þetta skipti.
Hann segist hafa notað 80 metra
af garnaplasti og úr því hafi orðið
til rúmlega 200 sperðlar. Hann seg-
ir að það komi sér vel fyrir fólkið
að eiga sperðla í frysti yfir veturinn
og oftast endist þeir árið. Maturinn
skiptist á fjölskylduna og öllum
finnist þetta mjög góður matur.
Það geti verið gott að hafa góðan
mat sem ekki þurfi langa suðu, en
sperðlana þarf bara að sjóða í rúm-
an hálftíma rétt eins og kartöflur.
Heimavinnsla og haustmatur
Sperðlarnir í Stafni eru gerðir
eftir gamalli uppskrift. Stórfjöl-
skyldan vill halda í hefðir og allir
eru sammála um að breyta ekki
gömlu uppskriftunum þegar verið
er að undirbúa reykmeti og fleira
sem tilheyrir þessum árstíma.
Óttar hefur mikinn áhuga á
haustmatnum og hlakkar alltaf til
að vinna í kjötinu. Hann segist vera
áhugasamur um heimavinnslu af-
urða en tíminn verði að leiða í ljós
hvort hann taki sér hana einhvern
tímann fyrir hendur. Eitt er þó
víst, að mörgum finnst afurðir sem
þessar hafa ákveðna sérstöðu hvað
varðar gæði og heimagerðir sperðl-
ar eru að sjálfsögðu herramanns-
matur.
Best að reykja í þurru veðri
Býr til rúmlega
200 sperðla
úr um 50 kg
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Matargerð Óttar Jósefsson frá Stafni í Þingeyjarsveit önnum kafinn við að gera sperðla sem eru víst gómsætir.
Það er nokkuð algengt að fólk geri sperðla í Þingeyjar-
sýslum, en þó er það frekar á sauðfjárbúum þar sem
mikið fellur til af kjöti sem ekki fer í afurðastöðvar.
Áður en garnaplastið kom til sögunnar var sett í alvöru
garnir og var mikið verk að hreinsa þær og þvo áður en
troðið var í. Lengi var brytjað í sperðlana og það er
ennþá gert á nokkrum bæjum. Flestir hakka sperðla-
efnið í dag og nota þar til gerð tæki til þess að koma
efninu í plastið.
Reykurinn tekur svo við og sperðlarnir eru hengdir á
rær sem eru settar upp í loftið á reykhúsinu. Óttar seg-
ir að ekki sé ráðlegt að hafa rærnar alveg beint yfir
reyknum frá eldstæðinu, heldur til hliðar við hann uppi
í rjáfrinu. Hann segir að í Stafni sé kveikt upp tvisvar á
dag og vel þurrt tað gefi sperðlunum það bragð sem
skiptir máli. Reyktíminn fari nokkuð eftir veðri og geti
verið alveg vika og rúmlega það. Best sé að reykja í
þurrviðri, en stundum þurfi að reykja í hríðum og kulda.
Sperðlarnir að minnsta kosti viku í reykkofanum
ALGENG VINNA Í ÞINGEYJARSÝSLUM