Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1986, Side 1

Víkurfréttir - 16.01.1986, Side 1
Grindavík: Betri þjónusta og aukið öryggi - segir bæjarfógeti um breytingar þær sem gerðar hafa verið varðandi lögregluna f Grindavík Sl. mánudag tók Rúnar Lúðvíksson við stöðu aðalvarðstjóra í lögreglunni íGrindavík. Gegnir hann stöðu þessari alla virka daga frá kl. 9-17. Að sögn Jóns Eysteinssonar bæj- arfógeta í Grindavík, er hann ráðinn í þessa stöðu til þriggja mán- aða, en eftir þann tíma verður staðan auglýst laus til umsóknar ef sú niðurstaða verður að það sé talin þörf. Þá hefur verið ákveðið að tengja síma lögregl- unnar við lögreglustöð- ina í Keflavík, þann tíma sem enginn er á stöðinni í Grindavík. En vegna fámennis í lög- reglunni þar kemur stundum fyrir að þeir sem eru á vakt séu báðir í útkalli og því næst ekki á meðan samband við lögregluna, og eins er ákveðinn tími á nótt- unni sem enginn er við. I þeim tilfellum sem boð berast til lögregl- unnar í Keflavík mun hún alltaf koma þeim til aðila í Grindavík, ýmist í gegnum talstöð eða símann. Sagði Jón að þessar breytingar væru til þess að bæta þjónustu lög- reglunnar í Grindavík og til að auka öryggi bæjarbúa. „Því skil ég ekki þann misskilning sem virðist vera á ferð- inni“ sagði Jón að lokum, og átti þá við síðustu skrif Reykja- nessins um málið. - epj. Lögreglustöðin í Grindavík er á neðri hæð þessa húss. Breytingar hjá bátaflotanum í Keflavík: = - === Árni Geir skiptir um eigendur Rán AK og Jón Ágúst bætast í fiotann Þeir bræður Rúnar og Sigurður Hallgrímssynir, sem eiga aflaskipið Happa- sæl KE, hafa nú fest kaup á M.s. Árna Geir KE 74, 168 tonna stálskipi, sem Einar Pálmason átti áður. Mun Rúnar verða skipstjóri á bátnum. Þá hefur Utvegsmiðstöð- in hf. keypt 58 tonna eikar- bát, Rán frá Akranesi, og jafnframt er unnið að því að fá keypt hús Heimis hf. af Landsbankanum. Einnig hefur verið ákveð- ið að hefja útgerð á m.s. Jóni Ágústi GK, sem end- urbyggður hefur verið frá grunni hjá Dráttarbraut Keflavíkur, en bátur þessi skemmdist mikið í eldi út af Garðskaga 1978. Þar sem ekki hefur tekist að selja skipið mun Dráttarbrautin gera það út í samvinnu við inn- og útflutningsfyrir- tækið Seif í Reykjavík. Er þegar búið að ráða áhöfn á skipið og verður Omar Ein- arsson úr Sandgerði skip- stjóri. - epj. 1« M.b. Árni Geir KE 74 Grindavík: = ■ ■ --....— Framkvæmdir hafnar hjá Spari- sjóðnum og Landsbankanum Hafnar eru framkvæmd- ir við nýja Landsbanka- húsið við Víkurbraut í Grindavík. í þeim áfanga sem nú er unnið við á að steypa, að sögn Bæjarbót- ar, sökkla og plötu húss- ins. Buðu alls níu aðilar í verkið og fékk aðili úr Kópavogi það fyrir 1.948.693 kr., sem er 91.4% af kostnaðaráætlun. Hið nýja hús verður á tveimur hæðum, alls 665 ferm., en núverandi húsnæði er 120 ferm. Ráðgert er að bjóða út uppsteypun hússins í þessum mánuði. Að sögn sama blaðs eru nú hafnarframkvæmdir við innréttingu húsnæðis Sparisjóðsins í Verslunar- miðstöðinni í Grindavík. Er vonast til að verkinu ljúki með vorinu, en heima- menn annast verkið. - epj. Hér verður útibú Sparisjóðsins til húsa. Vöknuðu við að maður var að troða sér inn um svefnherbergisgluggann Um sl. helgi var brotist inn í hús við Holtsgötu í Njarðvík og þaðan stolið fatnaði, áfengi og ýmsu fleiru. Eftir að hafa farið inn í umrætt hús gerði innbrotsþjófurinn tilraun til að fara inn i næsta hús, og vöknuðu húsráðendur þar við, er hann gerði til- raun til að troða sér inn um svefnherbergisgluggann. 1 fyrra húsinu sneri hann í sundur stormjárn á eld- húsglugganum og komst þar inn að sögn lögreglunn- ar. Hefur náðst í viðkom- andi og hann viðurkennt innbrotið og öllu þýfinu verið skilað. Húsfreyjan í síðarnefnda húsinu vill af þessu tilefni vara alla Njarðvíkinga og aðra við að fara frá eða leggjast til svefns við opinn glugga, þar sem inn má komast. Eins er varhuga- vert að fara frá ólæstum húsum. - epj. Víkur-fréttir Blað Suðurnesja- manna Á þessu svæði byggir Landsbankinn nýtt húsnæði.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.