Víkurfréttir - 16.01.1986, Síða 10
10 Fimmtudagur 16. janúar 1986
VÍKUR-fréttir
Merkur fundur úti á Reykjanesi:
Líklega Ijóshjálmur af
elsta vita á Islandi
- „Einn merkasti gripur sem Bygyðasafnið gæti eignast“.
segir Jón Böðvarsson, sem fann hann. - Einnig áhugi
fyrir að endurreisa vitann
„Það er langt síðan ég tók eftir þessum hlut þarna í klettunum niður við ströndina
úti á Reykjanesi. F"yrst í stað vissi ég ekki hvað þetta var. Eg ræddi þetta við Guð-
mund Magnússon, kcnnara í Hagaskóla og mikinn sérfræðing um Suðurnesjamál,
og hann sagði mér að þetta væri líklega Ijóshjálmur af elsta vita á Islandi. Egvar nú
heldur vantrúaður á þetta og fannst það furðulegt að svona málmhlutur gæti varð-
veist í 100 ár án þess að eyðileggjast“, sagði Jón Böðvarsson, fyrrumskólameistari,
uin þennan merkilega fund sinn.
Landnáni Ingólfs
„Það var ekki fyrr en ég
sá grein í tímaritinu Land-
nám Ingólfs frá því árið
1983, aðallt benti til þess að
þetta væri rétt. í ritinu voru
myndir og nákvæmar lýs-
ingar á vitanum", sagði Jón.
Þessi fyrsti viti á íslandi
var byggður á einu ári og
var fullgerður 20. nóvem-
ber 1878. Hann var stað-
settur á Valahnjúk á
Reykjanesi og fyrsti vita-
vörður var Arnbjörn Olafs-
son. Tíu árum síðar eftir að
bygging vitans hófst, eyði-
lagðist hann vegna jarð-
rasks. Árið 1908 varnýrviti
byggður á Bæjarfelli á
Reykjanesi. En gefum Jóni
Böðvarssyni orðið aftur:
„Hatturinn" kominn í hús. Á myndinni eru þeir sem náðu í gripinn. Jón Böðvarsson er lengst til hægri.
„Ég sá þá strax að það
var feiki mikið verk að
sækja hjálminn, þar sem
enginn vegur var þarna
niður eftir. Þó imraði ég á
því við ýmsa að fá kranabíl
til að sækja hann. Svo
gerðist það nú skömmu
fyrir jól að áðurnefndur
Guðmundur Magnússon,
sem er starfsmaður hjá
Náttúruverndarráði, lét
leggja veg frá vitanum og
alveg niður að sjó“.
Greint frá fundinum
í Rotary
„Næst gerðist það í mál-
inu, að Guðni Jónsson
greindi frá þessu á fundi í
Rotaryklúbbi Keflavíkur
að minni hvatningu. Þar
voru margir mjög vantrú-
aðir á þetta og sögðu úti-
lokað að hluturinn hefði
varðveist svo lengi, og allra
síst þarna niður undir fjöru,
sem mörg skip hefðu
horfið. En það varð úr að
við ákváðum nokkrir
Rotaryfélagar að sækja
þennan grip og flytja hann
til Keflavíkur og láta kanna
hvort þetta gæti verið upp-
runalegi ljóshjálmurinn.
Til flutningsins þurfti stór-
an kranabíl sem einn
okkar, Knútur Höiiris, út-
Prjónakonur
Tökum á móti prjónavörum mánudaginn
20. janúar frá kl. 10-12.
(ia ÍSLENZKUR MARKADUR HF.
— iKgacism,o‘
Þorrablót
Kvenfélagsins
Njarðvík
Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Njarð-
vík verður haldið í Stapa, 25. janúar n.k.
Miðasala verður í Stapa, miðvikudaginn 22.
jan. frá kl. 16-18 og fimmtudaginn 23. jan.
frá kl. 16-18.
Kvenfélagskonur, fjölmennið!
Þorrablótsnefndin
Þetta er mynd af gamla Reykjanesvita. Lesendur geta velt því fyrir
sér hvort hér sé ekki sami Ijóshjálmur og nú hefur fundist.
vegaði. Ekki dugði minna
til, því gripurinn, eða hatt-
urinn sem ég vil kalla, því
þetta er þakið á Ijóshjálm-
inum, er um fjórir metrar í
þvermál. Flutningurinn
gekk vel og er hann nú
geymdur í húsnæði Rastar-
innar hf. í Keflavík, sem
Margeir Jónsson á, meðan
beðið er hvað gera skuli við
gripinn“.
Nefnd kosin um
„hatt“ Jóns
Á fundi Rotaryklúbbs
Keflavíkur sl. fimmtudag
var málið kynnt enn frek-
ar og kosin nefnd undir for-
mennsku Birgis Guðnason-
ar. Nefndin á síðan að setja
sig í samband við alla rétt-
hafa, eins og Vitamál, þjóð-
minjavörð og fleiri.
„Þjóðminjavörður hefur
sýnt mikinn áhuga á að fá
að sjá þetta og sagði að ef
þetta væri rétt, þá væri
þetta með merkustu grip-
um“, sagði Jón, „og eftir að
þeir Birgir Guðnason og
Ingvar Jóhannsson, sem
hafa hvað mest vit á málm-
smíði og við þekkjum til,
höfðu grandskoðað grip-
inn, voru þeir sannfærðir
um að þetta væri hluturinn.
Og það er ekki nóg með að
útlitið passi, heldur einnig
allar mælingar. Og það er
einnig komin líkleg skýr-
ing á því hvernig hluturinn
getur verið svo heill eftir
allan þennan tíma. Magnús
Jónsson, smiður í Keflavík,
sagðist muna eftir að hafa
séð þennan grip í skáta-
ferðalagi árið 1939, sem
hann var í ásamt Helga S.
og fleirum. Þá var ljós-
hjálmurinn innanhúss,
geymdur í gömlum hjalli,
og eitthvað fleira úr vitan-
um sem þeir gerðu sér enga
grein fyrir þá hvað var. Það
er því nokkuð ljóst, að
hann hefur verið geymdur
inni langtímum saman“.
Verður vitinn
endurreistur?
En hvað verður svo gert
við þennan merka grip? Um
það eru ekki allir sammála.
En hvað segir Jón um það?
„Ég er þeirrar skoðunar
að gripnum verði komið
fyrir í Byggðasafninu þegar
það fær stærri húsakynni,
og yrði þá hengdur niður úr
lofti, þar sem hann er svo
stór. En það eru margir í
klúbbnum sem hafa áhuga
á að endurreisa vitann og
þá að ljóshjálmurinn verði
settur efst á hann. Þjóð-
minjavörður er sagður
hlynntur því og hafi meira
að segja lagt það til fyrir
nokkrum árum, en verið
fellt. En þá var ekkert vitað
um að hjálmurinn væri til.
Þetta mál er nú komið úr
mínum höndum til nefnd-
arinnar sem hefur svo sam-
band við alla aðila, en þetta
er nokkuð örugglega einn
merkasti gripur sem
Byggðasafnið gæti eign-
ast“, sagði Jón Böðvarsson
að lokum“. - pket.