Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1986, Side 16

Víkurfréttir - 16.01.1986, Side 16
16 Fimmtudagur 16. janúar 1986 VIKUR-fréttir Heimir Morthenc, Reyni: „Ekki hægt að tapa leik með svona markvörslu“ „Við erum að ná okkur á strik aftur, það er mikill stígandi í leik okkar. Annars er ekki hægt að tapa leik með svona mark- vörslu eins og Einar Ben. sýndi í þessum leik. Hreint ótrúlegt á köflum. Það gekk flest upp hjá okkur og við lékum mjög góða vörn. Þetta var mjög mikilvægur sigur. Og nú er bara að halda svona áfram. Við ætlum okkur ekki að missa damp- inn eins og eftir Akureyrar- ferðina. Baráttan á toppn- um er hörð og við verðum áfram í henni“, sagði Heimir Morthens eftir frækinn sigur á IBK. ÍBK fór létt með Fylki Keflvikingar unnu Fylki örugglega í 3. deild hand- boltans er liðin áttust við í Keflavík sl. fimmtudag, og urðu lokatölur 27:14. Þessi stórsigur kom nokkuð á óvart þar sem Fylkir var nýbúinn að sigra Reynis- menn. Staðan í hálfleik var 15:5. ÍBK byrjaði af krafti og var varnarleikurinn mjög góður og einnig gekk flest allt upp í sókninni meðan ekkert gekk upp hjá Fylki. Er 10 mín. voru búnar af leiknum var staðan orðin 5:0 fyrir ÍBK og gekk ekkert hjá Fylki gegn sterkri vörn Keflvíkinga. Fylkismenn voru frekar seinir aftur og gat ÍBK nýtt sér það og tóku hraðaupp- hlaup sem gerðu mörg mörk. Fylkismenn skor- uðu sitt fyrsta mark eftir liðlega 10 mín. og síðan skoruðu Keflvíkingar hvað eftir annað og var staðan í hálfleik 15:5. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn svipað og þann fyrri; af krafti. Fylkir komst aðeins meira inn í leikinn þegar leið á seinni hálfleik, en munurinn var alltaf of stór fyrir þá. Er 15 mín. voru liðnar af seinni hálfleik varstaðan 21:10og fengu þá allir að spreyta sig hjá ÍBK og gekk það mjög vel. Það sem eftir var af leiknum juku Keflvíkingar aðeins muninn og úrslit því 27:14 fyrir ÍBK. Allir leikmenn ÍBK stóðu sig mjög vel og var varnarleikurinn mjög góð- ur, engir veikir staðir á henni. Einnig gekk mjög vel í sókninni og var þetta mjög skemmtilegur leikur á að horfa. Markverðir ÍBK komu einnig mjög vel frá þessum leik. Mörk ÍBK: Freyr 8, Gísli 7, Jón Kr. 3, Theodór 3, Siggi B. 3, Elvar, Sigur- björn og Hafsteinn eitt mark hver. - ghj. Reynismenn unnu,ótrú- lega léttan sigur á IBK í Iþróttahúsinu í Sandgerði sl. sunnudagskvöld. Loka- tölur urðu 28:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:9. Svo virðist sem Reyn- ismenn hafi gott tak á IBK, því þeir hafa ekki tapað fyrir þeim í 4 ár. En snúum okkur nú að leiknum. Leikurinn byrjaði af krafti og komust Reynismenn i 2:0. Keflavík minnkaði muninn í 2:1, en þá kom góður kafli hjá Reyni og var mikill kraftur í þeim og breyttu þeir stöðunni í 6:1. Keflvíkingar spiluðu vörn- ina frekar framarlega og kom- ust Reynismenn oft í gegnum hana en máttu þó passa sig á skrefunum, því þau voru oft fleiri en þrjú. IBK minnkaði muninn í 6:3 með tveimur vítum frá Elvari. Mikil harka færðist í leikinn og var hún allan tímann og fljót- lega var tveim Sandgerðinum vísað út af í tvær mín. Þegar 20 mín. voru liðnar af leiknum var staðan orðin 9:5 fyrir Reyni og ÍBK búið að mistak- ast mörg dauðafæri, sem Einar Ben varði glæsilega og til þessa hafði Einar varið átta skot í leiknum og munar það um minna fyrir Reynismenn. Keflvíkingar tóku tvo Reyn- ismenn úr umferð, þá Daníel og Heimi K., er átta mín. voru eftir af fyrri hálfleik, en það dugði ekki til og losnaði Heimir K. oft úr gæslunni og skoraði falleg mörk. Er 3 mín. voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 12:7. Þaðsemeft- ir var af fyrri hálfleik skoruðu Keflvíkingar tvö mörk úr hornunum og voru það Freyr og Jón 01. sem vippuðu Einar Ben ver hér eitt af 3 vítum íBK í leiknum, en hann átti stórkostlegan leik og varði alls 28 skot hjá Keflvíkingum. Einar hreinlega lokaði markinu. skemmtilega yfir Einar í mark- inu, sem kom vel út á móti. Staðan í hálfleik 12:9 fyrir Reyni. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn, skoruðu fljótlega og virtust vera að komast í gang. Hólmþóri varvísaðútaf í tvær mín. og Keflvíkingar héldu áfram að taka tvo úr umferð. Var tveggja marka munur framan af fyrri hálf- leiknum en er staðan var 14:12 fyrir Reyni og lOmín. búnaraf seinni hálfleik var Hólmþóri gefíð rautt spjald fyrir að vera vísað út af í þriðja skiptið í tvær mín. Reynismenn voru því einum færri og tveir teknir úr umferð, en það kom ekki að sök, því Einar varði hvert skotið á fætur öðru frá IBK og í sókninni losnaði því um Heimi M. og skoraði hann tvö góð mörk. Mikil harka færð- ist í leikinn og var mörgum heitt í hamsi. Var Kidda Ar- manns vísað útaf tvisvar sinn- um á stuttum tíma og í seinna skiptið var honum geflð rauða spjaldið fyrir það sama og Hólmþór fékk. I sömu sókninni var Sigga Guðna vísað útaf í tvær mín. og voru Reynismenn því tveimur færri í smá tíma, en það kom ekki að sök því þeir skoruðu mark í næstu sókn og var staðan orðin 21:15 fyrir Reyni er 7 mín. voru eftir af leiknum. Keflvíkingar gátu ekki nýtt sér það að vera tveim fleiri og er Reynir var aftur með fullskip- að lið gekk allt upp hjá þeim og skoruðu þeir mörg mörk úr hraðaupphlaupum eftir að Einar hafði varið glæsilega. Er 3 mín. voru eftir af leiknum voru Reynismenn í hraðaupp- hlaupi og brotið á Danna og var hann þá heppinn að fá ekki rautt spjald er hann kastaði knettinum í höfuðið á leik- manninum sem braut á honum. Var Danna aðeins vikið af leikvelli í 2 mín. Það sem eftir var af leiknum skor- uðu liðin á víxl og lokatölur því 28:18 fyrir Reyni. Það sem skóp þennan sigur Reynismanna var frábær markvarsla Einars Ben og varði hann alls 28 skot, þar af þrjú víti, og 18 skot í seinni hálfleik. Heimir K. var einna bestur útspilaranna og einnig var Siggi Oli ágætur og aðrir voru þokkalegir. Einna bestir í liði IBK voru Freyr og Jón Ol., en aðrir voru ekki áberandi. Mörk Revnis. Heimir K. 9, Daníel 5 (3 v.), Sigurður Óli og Sigurður G. fjögur mörk hvor, Heimir M. 3, Ólafur, Hólmþór og Gísli eitt mark hver. Mörk ÍBK: Elvar 5 v., Freyr 4, Jón 01. 3, Sigurður B. 2, Einvarð- ur, Jón Kr., Teddi og Sigurbjörn eitt mark hver. - ghj. 3. deiid - Reynir-ÍBK 28:18 EINAR BEN L0KAÐI______ MARKINU U.M.F.r fjórum Njarðvíkingar léku tvo leiki í sl. viku í Is- landsmótinu í hand- knattleik. Fyrri leikurinn fór fram í Hafnarfirði og léku þeir við ÍR. Tapaði UMFN þar óvænt með 10 marka mun, 29:19. Virðist áhuginn hjá þeim ekki vera mikill í þessum leik, eins og töl- urnar gefa til kynna. UMFN lékseinni leik- 1. tapaöi stigum inn í sl. viku við Tý í Vestmannaeyjum og töpuðu honum einnig stórt og urðu lokatölur 27:14. Njarðvíkingar hafa ekki fengið stig í seinni umferðinni og verða þeir nú að fara að taka sig á til þess að þurfa ekki að verma neðstu sætin í deildinni. ghj. Aðalfundur Reynis Aðalfundur Knatt- spyrnufélagsins Reynis verður haldinn í Samkomu- húsinu n.k. þriðjudag kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. - Stjórnin. Sigurður Haraldsson, unglingameistari Suðurnesja í snóker. Sigurður unglingameistari í snóker Unglingameistaramót Suðurnesja í snóker var haldið í lok sl. árs. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið. Þátttökurétt höfðu unglingar fæddir 1967 og yngri. Þátttakendur voru 12 og sigraði Sigurður Haralds- son örugglega, en hann tap- aði aðeins einum leik í mót- inu. Annar varð Þórir Tello og þriðji Siguringi Sigur- jónsson. Verðlaun voru glæsileg og^gefin af Bruna- bótafélagi Islands. - pket.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.