Víkurfréttir - 16.01.1986, Side 17
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 16. janúar 1986 17
l-X-2 l-X-2
Bræður berjast. Sigurður Ingimundar skorar hér þrátt fyrir varnar-
tilburði Vals stóra bróður.
ÚRVALSDEILD: - UMFN-ÍBK 77:75
NAUMT VAR ÞAÐ
Njarðvíkingar sigruðu
Keflvíkinga í nágrannaleik
Iiðanna í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik i Ijónagryíj-
unni, með 77 stigum gegn
75.
Islandsmeistararnir virt-
ust öllu hressari í byrjun og
tóku forystuna strax á
fyrstu mínútunum. Aftur á
móti áttu Keflvíkingar í
erfiðleikum með að koma
þeim hnöttótta ofan í körf-
una og var það ekki fyrr en
4 mín. voru liðnar af leikn-
um, að boltinn rataði rétta
leið. Þetta notfærðu Njarð-
víkingar sér og náðu strax
góðu forskoti. Keflvíkingar
vöknuðu þá og söxuðu á
forskot Njarðvíkinga, og
náðu síðan að jafna með
hreint ótrúlegu 3ja stiga
skoti Hreins. Leikurinn var
síðan allur í járnum til hálf-
leiks, en þá var staðan 33:32
Njarðvíkingum í vil..
Njarðvíkingar byrjuðu
seinni hálfleikinn með
miklum látum og breyttu
stöðunni í 41:32 og virtist
allt loft farið úr Keflvíking-
um. En Keflavíkurstrák-
arnir hresstu sig við og
náðu að jafna leikinn og sá
vart mun á liðunum síðustu
mínútur leiksins. Njarðvík-
ingar reyndust þó sterkari á
endasprettinum og sigruðu
með 77 stigum gegn 75 eins
og áður sagði.
Lið Njarðvíkinga var
mjög jafngott, en þó stóð
Isak Tómasson upp úr, en
hann spilaði mjög vel í síð-
ari hálfleik og skoraði
margar fallegar körfur.
Lið Keflvíkinga var
einnig mjögjafnt, baráttan
góð en illa farið með margar
sóknir. Einnig var áberandi
hve léleg dómgæsla leiksins
fór í taugarnar á leikmönn-
um liðsins og bitnaði það á
leik þeirra. Er vonandi að
slíkt endurtaki sig ekki.
Það er víst óhætt að segja
að slæm dómgæsla hafi sett
svip sinn á leikinn. Dóm-
gæslan var í höndum Jóns
Otta og Bergs.
Stig UMFN: ísak 23,
Valur 15, Jóhannes og
Helgi 10 stig hvor, aðrir
minna.
Stig ÍBK: Hreinn 19,
Siggi I. og Guðjón 16 hvor,
Jón Kr. 12 , aðrir minna.
ghj.
1. deild kvenna:
UMFN-ÍS 17:38
Aðeins fimm stig í
seinni hálfleik
„Spila grimmt“
„Ég er eyðilagður maður ef ég sleppi úr helgi í getraun-
unum, því ég spila grimmt - er með svona fjóra, fimm seðla
á viku af öllum gerðum“, segir næsti spámaður okkar,
Sigurður Jóhannsson, formaður knattspyrnuráðs Reynis í
Sandgerði.
„Tíu réttir lágu um síðustu helgi - þetta er allt að koma.
Ég hef nokkrum sinnum fengið smávinninga á undan-
förnum árum, hver veit nema sá stóri fari að láta sjá sig.
Uppáhaldslið? Toppurinn, auðvitað, Manchester United.
Ég hef haldið með þeim frá því ég byrjaði að fylgjast með
ensku knattspyrnunni. Vinni? engin spurning. Við
munum hampa titlinum í ár. Það er skemmtilegra að hafa
smá spennu í deildinni og þess vegna leyfðum við Liver-
pool að klóra aðeins í bakkann. Veldi þeirra er lokið. Það
er annað lið sem hefur tekið við“, sagði Sigurður Jóhanns-
son. ________________________
Valur
Ingimundarson,
Njarðvík:
„Erum í lægð“
„Ég reikna með að við
höfum verið heppnir að
vinna þennan Ieik, sigurinn
hefði getað lent hvorum
megin sem var. Njarðvík-
urliðið er í talsverðri lægð
sem stendur. Það sem skóp
sigurinn að mínu mati var
að við vorum mun sterkari
í fráköstunum ogátti Helgi
Rafns stóran þátt í þeirri
deild. Isak var maður
leiksins að mínu áliti. Ann-
ars var leikurinn mjög
skemmtilegur, en ekki vel
leikinn af leikmönnum Iið-
SIGURÐUR
INGIMUNDARSON'
ÍBK:
„Köflótt“
„Það mætti segja að
þetta haft verið nokkuð
„köflóttur leikur" af okkar
hálfu. Við byrjuðum mjög
illa og skoruðum ekki
körfu fyrr en rúmar 4 mín.
voru liðnar af leiknum.
Vörnin var nokkuð góð, en
sóknirnar voru mistækar á
köílum. Annars var þetta
ágætur leikur hjá okkur.
Engin stórmistök, en
heldur engin stórafrek".
Heildarspá Sigurðar:
Leikir 18. janúar 1986
Birmingham - Everton 2
Coventry - Watford 1
Leicester - Arsenal______ 2
Liverpool - West Ham 1
Luton - Aston Villa 1
Man. United - Nott'm Forest 1
Q.P.R. - Newcastle X
Sheffield Wed. - Oxford 1
Southampton - Ipswich 1
Tottenham - Man. City 1
W.B.A. - Chelsea 2
Norwich - Portsmouth X
Studeo-spekingar með sjö
Það er loks að komast einhver skriður á toppbaráttuna.
Þeir Studeo-spekingar Gísli og Björn fengu sjö rétta og
eru í efsta sæti ásamt Ragnari Marinós og Finnbirni Agn-
arssyni. - pket.
l-X-2 l-X-2
Í.S. sigraði Njarðvík með
38 stigum gegn 17 í íþrótta-
húsi Njarðvíkur sl. laugar-
dag.
Leikurinn var nokkuð
jafn framan af þangað til
um 2 mín. voru eftir af fyrri
hálfleik. Þá tóku ÍS-stúlk-
urnar leikinn í sínar
hendur. I hálfleik var
staðan 16:12 ÍS-stúlkunum
í hag.
Seinni hálfleikinn átti IS.
Röð mistaka hjá Njarðvík
orsakaði það að IS gekk á
lagið og gengu í raun frá
Njarðvík í seinni hálfleik.
Sóknarleikur Njarðvík-
urstúlknanna var í molum,
sem sést best á þvi að Njarð-
vík skoraði aðeins 5 stig í
seinni hálfleik gegn 22 stig-
um ÍS.
Leikurinn endaði því
meðstórsigri ÍS, 38:17.
Ekkert gefið eftir í leik
UMFN og ÍS.
Hafnamenn
í Reyni
Reynismenn í Sand-
gerði hafa fengið góðan
liðsstyrk fyrir komandi
knattspyrnuvertíð. 2 af
bestu leikmönnum Hafna-
liðsins hafa gengið yfir í
herbúðir Reynis. Það
eru þeir Gunnar Björns-
son, sóknarmaðurinn
snjalli, og hinn eitilharði
Annel Þorkelsson. Auk
þeirra munu tveir gamlir
Reynismenn leika með
liðinu á ný. Það eru þeir
Hjörtur Jóhannsson,
sem við greindum frá
fyrr í haust, og Omar
Björnsson, sem lék með
Víkingum á siðasta
keppnistímabili.
Nú, og svo mun hinn
nýi þjálfari liðsins,
Snorri Rútsson, Vest-
mannaeyingur, einnig
leika með liðinu, þannig
að Reynismenn þurfa
ekki að kvíða neinu og
verða án efa áfram í
toppbaráttunni í 3.
deild. - pket.