Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 9

Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. mars 1986 9 ríki ósýnilegu handarinnar, þar sem allir syngja og dansa hallelúja í eilífri sælu. En því miður, þetta var að- eins draumur. Raunin er önnur. Skrúðgarðurinn, sem sjálfstæðismenn lýsa, minnir fremur á freðmýrar kuldabeltisins nyrst i Síberíu Sovétríkjanna á veturna en glæst vetrar- íþróttasvæði. A sumrin dettur manni frekar í hug útþvælt moldarflag eða uppblásin eyðimörk en lysti- garður dýrðarríkis sjálf- stæðismanna. Fyrir tæplega fjórum ár- um sögðu sjálfstæðismenn í örvæntingu sinni í kosn- ingablaði: „Hún er orðin löng, biðin eftir skrúðgarð- inum, þrátt fyrir fjárveit- ingar til framkvæmdanna“. Ofur skiljanleg örvænting, enda voru þá kosningar framundan. Eftir þessar kosningar fengu þeir meirihluta í bæj- arstjórn Njarðvíkur. Eftir tveggja ára setu spurði ég þá í þessu blaði um fjárveitinguna og skrúðgarðinn. Ekkert svar barst. Nú er kjörtímabilið á enda og enginn skrúðgarð- ur sjáanlegur. Ekki dugir lengur að spyrja um fjár- veitinguna, heldur verður að leita svars við þeirri spurningu: Hvar er meiri- Grindavík: Framsókn með prófkjör um helgina Framsóknarfélag Grinda- víkur hefur ákveðið að gangast fyrir prófkjöri um skipan framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnar- kosningar, og mun það fara fram nú um helgina, þ.e. laugardag og sunnudag 8. og 9. mars, og verður kosið í gamla Kvenfélagshúsinu. Verður um bindandi kosningu að ræða í tvö efstu sætin, en alls gefa 11 manns kost á sér til framboðs: Anna María Sigurðar- dóttir, Bjarni Andrésson, Dagbjartur Willardsson, Guðmundur Karl Tómas- son, Gunnlaugur Hreins- son, Haldór Ingvason, Stórgjöf til Njarð- víkurskóla Hjónin Steindór Sigurðs- son og Kristín Guðbrands- dóttir færðu Grunnskóla Njarðvíkur stórgjöf á þriðjudag í síðustu viku. Um er að ræða tölvu af full- komnustu gerð. Þau hjón ætluðu að gefa skólanum tölvu á síðasta vori, en að beiðni skólastjóra var því frestað þar til nú, því von var á nýrri og fullkomnari gerð tölvu, sem beðið var eftir. Tölva þessi er af gerðinni BBC Master 128 og var að koma á markaðinn. Henni fylgir einnig diskdrif og skjár. Er tölvan í kennara- stofu og er fyrst og fremst ætluð kennurum til þess að nota við ritvinnslu o.fl. Starfslið skólans færir þeim hjónum einlægustu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, það er svo sannarlega ánægjulegt þegar einkaað- ilar og fyrirtæki sýna skól- anum slíka ræktarsemi og hlýhug. Frá Njarðvíkurskóla Helga Jóhannsdóttir, Helgi Bogason, Hrefna Björns- dóttir og Valdís Kristins- dóttir. - epj. hlutinn? Ég geri mér ekki vonir um svör nú frekar en árið 1984, enda hafa menn verið taldir af á skemmri tíma en þeim sem síðan er liðinn. Þeim til málsbóta fnætti þó minna á þann sið, að svara ekki minningar- greinum, enda hlyti slíkt að teljast vafasamt fordæmi. Sér í lagi af þeim sem um er skrifað. Því vil ég í lokin þakka þessum vinurn mínum fallegt hugarfar í það minnsta, og aldrei er að vita nema þeir teikni og máli og máli og teikni fyrir þessar kosningar og kosningar framtíðarinnar og birti í bæklingum sínum, sjálfum sér til hugarhægðar og and- legrar uppbyggingar. Hilmar Þ. Hilmarsson HEFURÐU SMAKKAÐ DJÚPSTEIKTAR GELLUR? Ljúffengur sjávarréttur á hádegismatseðlinum næstu daga. Aðeins kr. 295 með súpu og kaffi. VÖFFLUR með rjóma og kakó í miðdags- kaffinu. ^Ðííís UBrekhusti « N Verið velkomin. icTl'hUStofaij íistHíinn Brehkustig 37 • simí 3688 Njardvi h ANINGARSTAÐUR í ALFARALEIÐ. SSSSSSSSSSSSSSSSSt^S N & B VÖRUR ÁTILBOÐI föstudag 7.3.. Þykkvabæjar-franskar kr. 99.00 IMPRESS kókómalt kr. 119. Mest selda kókómalt í Þýskalandi, 65-70% af markaðnum. PIZZUKYNNING frá Meistaranum. KJÖTFARS, kr. 118 pr. kg Smjörvi SMJÖRVI kr. 119.00 MíólkurkeZkr*58. Auk þessara tilboða er fjöldi annarra vara á tilboðsverði. LJÓMA smjörlíki kr. 46.80 tVce% Málsháttur vikunnar: Það er ráð við öllu nema ráðleysi. ORA Rauðkál, '/2 ds. kr. 50.50 ORA Grænar baunir V2 ds. kr. 31.00 KAABER-kaffi kr. 87.40 NONNI & BUBBI VERSLUM HEIMA HRINGBRAUT — HOLMGARÐI Verslun í stöðugri sókn í 44 ár. - Hvergi meira úrval. - Opið alla daga frá kl. 9-22.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.