Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 12

Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 12
12 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir ÚTBOÐ Byggingaverktakar Keflavíkur hf., Kefla- víkurflugvelli, óska eftir tilboðum í upp- steypu og frágang að utan á nýbyggingu félagsins, Hafnargötu 57, Keflavík, grunn- fleti ca. 2600 fermetrar. Einnig óskast tilboð í raflögn samaáfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Keflavíkurverktaka, KeflavíkurfIugvelIi, frá og með þriðjudeginum 11. mars n.k. ii i i i T Vantar þig fagmann í Flísalögn - Arinhleðslu - Skraut- hleðslu - Járnalagnir - Steypuvinnu - Múrhúðun. - Allt tilheyrandi múr- verki. - Ný járnaþjónusta. - Beygjum lykkjur - Bindum bita og súlur. - Sögum flísar og fleira. Fínpússning í 30 kg. kössum. Tilbúin múrblanda í pokum, A 10 og 50 kg.. - 1 Glerkubbar í veggi. j 11 Skrautspeglar. Hjalti: 3420 Svavar: 3149 lölafur. 3964 Flísa- og múraraverktakar Keflavíkur Grófin 13c - Sími 4209 Opiö virka daga kl.8-12 I I I i II Tónlistarskólinn í Keflavík: Tónleikar í Félagsbíói á þriðjudagskvöld Á þriðjudagskvöld, þann 11. mars n.k., verða nem- endatónleikar á vegum Tónlistarskólans í Keflavik og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir verða í Félagsbíói og er efnisskrá þeirra vægast sagt mjög fjölbreytt. Þar munu nem- endur skólans leika og syngja, Unglinga-lúðra- sveitin spilar, hljómsveit skólans leikur og yngri nemendur skólans^ munu flytja söngleikinn Álfarnir og skósmiðurinn. Tveir söngnemendur munu syngja íslensk lög. Það eru þeir Þórður Guð- mundsson og Finnbogi Esrason. Þeir hófu söng- nám í þaust ásamt fleirum hjá Árna Sighvatssyni, söngkennara, og er það sér- stök ánægja að kynna þá, því söngnemendur hafa ekki sungið á tónleikum skólans nú í nokkur ár. Er það von okkar að þetta sé upphafið á uppbyggingu söngdeildar við skólann. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis og er það von okkar að velunnarar skól- ans láti sjá sig og njóti þeirrar skemmtunar sem í boði er. Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri. Ámi Sighvatsson söngkennari við píanóið, ásamt nemendum sín- um, þeim Finnboga Esrasyni og Þórði Guðmundssyni. Tekur símavarsla Heilsugæslunnar að sér útkallskerfi slökkviliðanna? Lögreglan í Keflavikhef- ur tilkynnt Brunavörnum Suðurnesja og Slökkviliði Miðneshrepps þá sam- þykkt varðstjóranna, að segja upp samningi um út- kallskerfi slökkviliðanna, én lögreglan hefur sinnt þessum kerfum. í fyrstu var miðað við að þessu yrði hætt 1. mars sl., en þeirri ákvörðun hefur ATKVÆÐASEÐILL í sameiginlegu prófkjörí stjórnmálaflokkanna í Njarðvík, 15. og 16. mars 1986. Kjósandi merki við einn listabókstaf og raði mönnum á þeim lista EINGÖNGU. Kjörseðill er ógildur ef hreyft er við fleiri en einum lista. Kjósandi raði minnst í 3 sæti á listanum. Númera skal frambjóðendur á kjörseðli í þeirri röð er menn kjósa, 1, 2, 3, o.s.frv. A Alþýöuflokkur Hallfríöur Matthíasdóttir, Lágmóa 4 Borgar Jónsson, Akurbraut 8 Haukur Guömundsson, Kirkjubraut 3 Eövald Bóasson, Hlíöarvegi 58 Guöjón Sigbjörnsson, Fífumóa 16 Ólafur Thordersen, Hæöargötu 1 Eyrún Jónsdóttir, Borgarvegi 23 Ragnar Halldórsson, Starmóa 6 Óskar Bjarnason, Kópubraut 3 B Framsóknarflokkur Ólafur Þóröarson, Hæöargötu 3 Gunnlaugur Óskarsson, Hjallavegi 5c Óskar S. Óskarsson, Háseylu 39 Hrefna Kristjánsdóttir, Fífumóa 5a Kristjana B. Gisladóttir, Kirkjubraut 9 Steindór Sigurösson, Holtsgötu 33 Karl K. Arason, Akurbraut 7 Vilmundur Árnason, Holtsgötu 49 Valur Guömundsson, Klapparstíg 10 Gunnar ö. Guðmundsson, Reykjanesvegi 50 Bragi Guöjónsson, Njarövíkurbraut 13 D Sjálfstæðisflokkur Jósef Borgarsson, Grænási 2 Guömundur Sigurösson, Hjallavegi 5 Ingi Gunnarsson, Hólagötu 43 Valþór Söring Jónsson. Njarðvíkurbraut 1 Sveinn Eiríksson, Narfakoti 2 Ingólfur Báröarson, Hólagötu 45 Margrét Sanders, Hraunsvegi 19 Kristbjörn Albertsson, Fífumóa 1b Magdalena Olsen, Gónhóli 7 Guöbjört Ingólfsdóttir, Brekkustíg 4 Árni Ingi Stefánsson, Holtsgötu 48 Kosið verður i Stapa, laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. mars frá kl. 10 til 19 báða dagana. Þeir sem verða að heiman á kjördag geta kosið hjá kjör- stjórnarmönnum frá 8. mars til 14. mars, aðbáðum dög- um meötöldum. Kosningaaldur miðast við 18 ára eða eldri á árinu. Kjörskráeríbúaskrá Njarövikur l.des. 1985, aðviðbætt- um framlögðum tilkynningum um flutning lögheimilis til Njarðvíkur. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi fyrir þrjú efstu sæti lista, nemi þátttaka í prófkjöri 25 af hundraði kjör- fylgis viðkomandi flokks í síöustu bæjarstjórnarkosn- ingum. Ásmundur Jónsson Hllðarvegi 60 Slml 1577 I kjörstjórn eru: Óskar Þórmundsson C'ænásl 3 Sfmi 3917 Kristján Einarsson Hlíöarvegi 72 Síml 3233 verið frestað. Að hálfu slökkviliðs BS hafa átt sér stað umræður milli aðila um málið, án þess að nokk- ur árangur hafi orðið. Hefur BS því nú farið þess á leit við stjórn Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja og Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs, að símavarsla HSS og SK takið að sér að sinna útkallskerfi BS. Er gert ráð fyrir því að slökkviliðið og útkallskerf- ið yrði þá rekið með sama hætti og undanfarin ár. Á fundi stjórnar HSS og SK 27. feb. sl. var sam- þykkt að vísa erindi þessu til hjúkrunarforstjóra HSS til umsagnar. - epj. Stjórnar- skipti hjá Stakk Sl. fimmtudagskvöld fór fram aðalfundur Björgun- arsveitarinnar Stakks í Keflavík-Njarðvík. Á fund- inum var skipt um stjórn sveitarinnar, þar sem eng- inn fráfarandi stjórnar- manna nema gjaldkeri, gáfu kost á sér til endur- kjörs. Fráfarandi formað- ur, Þorsteinn Marteinsson, og varaformaður, Þórir Ol- afsson, gáfu kost á sér í varastjórn. Hin nýkjörna stjórn er því þannig skipuð: Formaður Frímann Grímsson, varaformenn Jens Hilmarsson og Hall- dór Halldórsson, gjaldkeri Sævar Reynisson,ritari Sig- ríður Sverrisdóttir. Varastjórn: Þorsteinn Marteinsson, Þórir Olafs- son og Sigurður Guðleifs- son. - epj.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.