Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 6. mars 1986
VÍKUR-fréttir
Verður Víkurbæjarhúsið gert
að elliheimili?
„Aldraðir eiga ekki
að vera eins og fangar“
- segir Guðrún Sigurbergsdóttir,
formaður Styrktarfélags aldraðra,
sem telur þessa hugmynd vonlausa
Ýmsir aðilar hafa sýnt
áhuga fyrir kaupum á
Víkurbæjarhúsinu við
Hafnargötu í Keflavík, sem
Sparisjóðurinn keypti á
dögunum. Meðal þeirra
hugmynda sem upp hafa
komið er að Dvalarheimili
aldraðra kaupi það undir
elliheimili.
Engin ákvörðun hefur
verið tekin í því máli að
hálfu stjórnar dvalarheim-
ilanna. En ekki eru allir
sáttir við það að gera hús
þetta að elliheimili, m.a.
formaður Styrktarfélags
aldraðra á Suðurnesjum,
Guðrún Sigurbergsdóttir.
Hún hafði þetta um hug-
mynd þessa að segja:
„Þetta er vonlaust, það á
ekki að fara með gamla
fólkið niður á bakka og
hafa það eins og fanga í
húsi, sem það getur ekki
viðrað sig í kringum. Er ég
því alfarið mótfallin þess-
ari hugmynd, það eru til
mörg hús sem passa betur“.
epj-
Fyrirspurn:
Yfír hvað er verið að breiða?
- með kaupum á Víkurbæjarhúsinu fyrir elliheimili?
Ég sá það í sneplinum
hans Hákons, Reykjanes-
inu, að verið er að flagga
þeirri hugmynd að kaupa
Víkurbæjarhúsið fyrir elli-
heimili. Finnst mér það
fyrir neðan allar hellur að
eyða fé borgaranna í að
kaupa mosavaxið hús sem
þarfnast geysilegrar við-
gerðar.
Oska ég eftir svari við
því, yfir hvað sé verið að
breiða með þessu?
Með von um svar í blaðinu.
Georg Helgason
Ekki eru allir á eitt sáttir um
framtíð þessa húss.
-ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGA R-
Almennar bílaviðgerðir
Mótorstillingar - Hjólastillingar
M. Guðbergsson
Vinnusími: 7139
Heimasími: 7185
STEINSTEYPUSÖGUN
Gerum föst verðtilboð.
MARGEIR ELENTÍNUSSON
Get bætt
við mig
verkefnum
Málningarþjónusta Óskars
Sími 7644
Ljúffengar pítur
á okkar bæ . . .
Munið heimsendingarþjónustuna um
helgar í síma 4202 eða hjá
leigubílastöðvunum.
y
Myndatökur
við allra hæfi
Passamyndir
tilbúnar strax.
numyno
Hafnargötu 26
sími 1016
Góð auglýsing
gefur góðan arð.
VÍKUR-fréttir
Bílaverkstæði
Prebens
Allar almennar bíla-
viðgerðir, bremsuborða-
álímingar, skiptiborðar
fyrirliggjandi í ýmsar
gerðir bifreiða.
Bílaverkstæði
Prebens
Dvergasteini, Bergi, sími 1458
EKKI BARA ÖLL ÞJÓNUSTA,
líka fljót og örugg '
ÚTVEGSBANKINN á að baki áratuga reynslu í gjaldeyrisviðskiptum.
Hvort sem um er að ræða erlendar innheimtur, afgreíðslu á gjald-
eyrisreikningum eða gjaldeyri til utanlandsferða, er það gert á
meðan þér bíðið.
EKKI BARA ÖLL ÞJÓNUSTA - LÍKA FLJÓT OG ÖRUGG.
Finnbjörn Agnarsson og Baldvin Gunnarsson eru okkar menn í
gjaldeyrisdeildinni og eru þér til þjónustu reiðubúnir.
Og að sjálfsögðu er heitt á könnunni hjá okkur.
ÚTVEGSBANKINN
I ----EINN BANKI - ÖLL Þ.IÓNUSTA----- ---1
Hafnargötu 60 - Keflavík - Sími 1199