Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.03.1986, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir Afgreiösla blaösins er að Vallargötu 14 2.hæð, Keflavík. Sími 4717. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar Garði - Sími 7103, 7143 SIEMENS-raftæki Ath: Eldavélar á kr. 18.950. Þvottavélar - Tauþurrkarar - Rakatæki Allt í eldhúsið. Einnig útvörp, útvarpsklukkur, hárblásarar o.fl. Flugleiðir hf. hafa hug á að ráða starfsfólk í hleðsludeild félagsins á Keflavíkurflugvelli, þ.e. „load- control“. Starfssvið: Gerð hleðsluskráa fyrir flugvélar ásamt öðrum hliðstæðum skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. FLUGLEIÐIR HF. Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða tvo starfsmenn. Starf þeirra verður aðallega fólgið í eftir- liti og viðhaldi innanhússkerfa veitunnar. Æskilegt væri að umsækjendur hefðu einhverja reynslu í pípulögnum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja, Brekkustíg 34-36, Njarðvík, og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 14. mars 1986. Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að selja húseign sína Gerðaveg 11 í Gerðahreppi. Hér er um að ræða 24.86% af fasteigninni Gerðaveg 11 ásamt tilheyrandi hlutdeild í leigulóðarréttindum hússins, en lóðin er óskipt 4.170 m2 að stærð. Hinn seldi eignarhluti er í norðvest- urenda hússins, 104,4 m2 að stærð. Tilboð óskast send skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 34-36, Njarðvík, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar, og skulu þau berast eigi síðar en 14. mars 1986. í tilboðunum skal greina frá tilboðs- verði og greiösluskilmálum. Hitaveitan áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sjálfstæðisflokkurinn: Prófkjör ákveðin í Sandgerði, Grindavík og Njarðvík Ákveðið hefur veri^ að viðhafa prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar að vori í Sandgerði, Grindavík og Njarðvík. Verður prófkjörið á síðast- nefnda staðnum haldið sameiginlega með Alþýðu- flokki og Framsóknar- flokki. Fer það fram helg- ina 15.-16. mars n.k., en þá fer einnig fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Grinda- vík. En um dagsetningu prófkjörsins í Sandgerði er blaðinu ekki kunnugt um. Þeir sem vitað er að gefa kost á sér í þessi prófkjör eru eftirtaldir: Sandgerði: Alma Jóns- dóttir, Guðjón Ólafsson, Jóhann Guðbrandsson, John E.K. Hill, Jón Erl- ingsson, Ragna Proppé, Reynir Sveinsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Jó- hannsson og Svanbjörg Ei- ríksdóttir. Grindavík: Eðvarð Júlí- usson, Guðmundur Kristj- ánsson, Stefán Tómasson, Ágústa Gísladóttir, Magnús Ingólfsson, Ólafur Guðbjartsson, Ragnar Ragnarsson, Kristinn Benediktsson og Gísli Þor- láksson. Njarðvík: Árni Ingi Stef- ánsson, Guðbjört Ingólfs- dóttir, Guðmundur Sig- urðsson, Ingi Gunnarsson, Ingólfur Bárðarson, Jósef Borgarsson, Kristbjörn Al- bertsson, Magdalena Ol- sen, Margrét Sanders, Sveinn Eiríksson og Valþór Jónsson Söring. - epj. Tónleikar Karlakórinn Hreimur, sem skipaður er söngmönn- um úr nokkrum hreppum Þingeyjarsýslu auk Húsa- víkur, hyggur á söngför til Suðvesturlands dagana 7,- 9. mars. Það er í fyrsta skipti sem Hreimur syngur sunnan jökla. Áður hefur kórinn sungið víða um Norðurland og sumarið 1984 fór hann til Færeyja og hélt þar tónleika víða, m.a. í Norðurlandahúsinu, við frábærar undirtektir. Fyrstu tónleikarnir verða í Félagsbíói í Kefla- vík, föstudaginn 7. mars kl. 20.30. Laugardaginn 8. mars syngur kórinn í Lang- holtskirkju kl. 15 og sama dag að Fólkvangi á Kjalar- nesi kl. 20.30. Söngstjóri er Úlrik Ólason, skólastjóri Tón- listarskóla Húsavíkur. Ein- söngvarar með kórnum eru bræðurnir Baldur og Bald- vin Kr. Baldvinssynir. Undirleik annast Ragnar L. Þorgrímsson, tónlistar- kennari að Laugum. Lúðrasveitar- bingó í Stapa Lúðrasveit Tónlistarskól- ans í Njarðvík heldur bingó í Stapa, sunnudaginn 9. mars kl. 16, til styrktar fyr- irhugaðri ferð til Skotlands í júlí. Eru sveitarmeðlimir á fullu að reyna að fjármagna ferðina og hafa þeir selt blóm í vetur og áætlað er að halda stórhátíð 1. maí á torginu í Njarðvík, með ýmsum uppákomum og varningi. Aðstandendur lúðra- sveitarinnar skora á fólk að styðja gott málefni. Á bingóinu verða margir góðir vinningar, þ.á.m. ein utanlandsferð og helgar- pakki til Akureyrar. (fréttatilkynning) Fíkniefni fundust í Grindavík Sl. mánudag voru tveir starfsmenn í fiskvinnslu- stöð í Grindavík handtekn- ir með fíkniefni undir hönd- um. Við nánari leit fundust nokkur grömm af fikniefn- um. Annar mannanna hefur áður komið við sögu fikni- efnalögreglunnar, en hinn ekki. - epj. Bílasala í alfaraleið ^ JíLASALA JrYNLEIFS Vatnsnesvegi 29A - Kellavik ■ Simar: 1081. 4888 NAUÐUNGARUPPBOÐ sem augl. hefur veriö í Lögb.bl. áfasteigninni Birkiteigur 1, neöri hæö og kjallari í Keflavík, þingl. eign Unnars Magnús- sonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Inga H. Sig- urössonar hdl., miövikudaginn 12.3. 1986 kl. 11.00. Bæjarfogetinn í keflavík NAUÐUNGARUPPBOÐ sem augl. hefur veriö í Lögb.bl. á fasteigninni Hringbraut 59, rishæö í Keflavík, þingl. eign Björns Marteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs, miðvikudaginn 12.3. 1986 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i keflavlk NAUÐUNGARUPPBOÐ annaö og síðasta á fasteigninni Miðtún 1, efri hæð i Keíla- vík, talin eign Guömundar Bjarna Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Veðdeild- ar Landsbanka (slands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl., bæjarsjóös Keflavíkur og Brunabótafélags (slands, miðvikudaginn 12.3. 1986 kl. 14 30 Bæjarfógetinn í Keflavik NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta á hluta Sigurðar Björgvinssonar í fast- eigninni Hringbraut 64, efri hæð í Keflavík, þingl. eign Sig- urðar Björgvinssonar og Guömundar Björgvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Róberts Á. Hreiöarssonar hdl., miðvikudaginn 12.3. 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.