Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 3
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 13. mars 1986 3 HLJÓMAR endurvaktir Nú um helgina gefst Suðurnesjamönnum kostur á að hlýða á vin- sælustu hijómsveit á íslandi fyrr og síðar, HLJÓMA. Þeir munu koma fram á dansleikjum helgarinnar í nýjasta og stærsta danshúsi á Suðurnesjum, sem opnar á morgun að Vesturbraut 17 í Keflavík. Skólaverkefni ætlað 9. bekkjum grunnskóla á Suðurnesjum Iðnþróunarfélag Suðurnesja keyrir nú í grunnskólum á Suðurnesjum skólaverkefni sem er í tenglsum við fram- leiðniátak á vegum Iðntækni- stofnunar Islands. Gert er ráð fyrir að hver bekkur níundu deildar fái sem svarar 3-4 kennslustundum. Efnisatriði verkefnisins eru: 1. Sýndar eru skuggamyndir (slides) um helstu atvinnuvega skiptingu landsmanna. Reynt er að gera grein fyrir breyting- um sem hafa átt sér stað í at- vinnulífi Islendinga í gegnum tíðina. 2. Reynt er að gera nemendum grein fyrir hvernig verðmæta- sköpun á sér stað. Er þetta framkvæmt þannig að settur er í gang leikur sem nemendur taka þátt í. Leikurinn er falinn eftirfarandi: -nemendur stofna fyrirtæki -framleiða einfalda afurð -mæla framleiðslutímann -reikna framleiðslukostnað -setja vöruna á markað -kynnast viðbrögðum neyt- enda og keppinauta. Verkefnið er nú þegar í gangi í Holtaskóla i Keflavík og í næstu viku mun verkefnið verða haldið í grunnskólum Njarðvíkur og Grindavíkur. Jón E. Unndórsson. Keflavík: SAMBANDIÐ OPNAR VÖRUAFGREIÐSLU Skipaafgreiðsla Sam- bandsins hefur opnað vöru- afgreiðslu að Iðavöllum 7 í Keflavík, þar sem Hafskip- Suðurnes var áður til húsa. Er afgeiðslan rekin í sam- vinnu við Trésmiðju Þor- valdar Olafssonar og Kaupfélag Suðurnesja. Hefur verið stofnað fyrir- tæki um reksturinn sem ber nafnið Vöruafgreiðslan hf. Forstöðumaður af- greiðslunnar er Friðjón Þorleifsson og er þeim aðilum sem vörur eiga hjá Sambandinu bent á að hafa samband við hann í síma 4150. -epj. Lóðs frá Hafnarfirði Meðfylgjandi mynd er tekin er japanskt skip kom til Njarðvíkur til að lesta 700 tonn af frystri loðnu. Þar sem á Suðurnesjum er ekki til öflugur hafnsögubátur til að aðstoða skip að bryggju ef ósk kemur um slíkt, varð að fá hafnsögubát Hafnfirðinga, Þrótt, til verksins, og sést hann á myndinni að störfum. - epj. Er ekki tilvalið að sleppa eldamennsku um helgina um helgina og bregða sér á LANGBEST með fjöl- skylduna. Börn í fylgd með fullorðnum fá frían hamborgara og franskar, laugardag og sunnudag. Mamma og pabbi geta fengið sér Ijúffenga pizzu eða grillaðan kjúkling. Snætt á okkar vistlega stað (tilvalið, ekkert uppvask) eða tekið með heim. Einnig er boðið upp á heimsendingarþjónustu. Sjáumst hrpss. 1 £ C3 Eignamiðlun Suðurnesja J E |Hafnar^ötu 17 - Keflavík - Simar 1700,^868jJ KEFLAVÍK: Góð 2ja herb. nýleg íbúð við Heið- arhvamm ................ 1.500.000 Góð 3ja-4ra herb. efri hæð við Vest- urgötu ásamt bílskúr. Skipti á ódýr- ara möguleg ............ 2.100.000 Glæsileg 97 ferm. nýleg 3ja herb. íbúð við Hólmgarð ....... 2.200.000 Mjög góð 3ja herb. sérhæð við Vatns- nesveg ásamt bílskúr, allt sér. Skipti á ódýrara möguleg ......... 1.800.000 Góð 3ja herb. íbúð við Ásabraut, nýtt eldhús o.fl.............. 1.580.000 Hugguleg 3ja herb. risíbúð við Vatns- nesveg .................. 1.100.000 Góð 90 ferm. 3ja herb. sérhæð við Faxabraut. Nýtt rafmagn o.fl. Góður staður................... 1.800.000 Góð 4ra herb. risíbúð við Sunnubraut. 1.350.000 Góð 110 ferm. 4ra herb. sérhæð við Vesturgötu ásamt bílskúr . 2.300.000 Gott 132 ferm. raðhús við faxabraut ásamt 40 ferm. bílskúr. Skipti á ódýrara möguleg ................. 2.500.000 Nýtt 100 ferm. parhús við Heiðarholt ásamt 30 ferm. bílskúr, ekki fullgert. Skipti á ódýrara ........ 2.600.000 Gott 140 ferm. raðhús við Greniteig á- samt 30 ferm. bílskúr. Skipti á ódýrara. 2.800.000 Gott 158 ferm. einbýlishús við Suður- tún. Nýtt eldhús o.fl. Skipti á ódýrara. Góður staður ............ 2.850.000 Gott steinsteypt einbýlishús við Hátún, ásamt bílskúr. Miklir möguleikar á neðri hæð ..................... 3.250.000 Glæsilegt 148 ferm. einbýlishús við Langholt ásamt bílskúr. Arinn, heitur pottur o.fl. Besti staður i bænum. 5.800.000 Gott 200 ferm. einbýlishús við Smára- tún ásamt bílskúr, allt meira og minna endurnýjað. Skipti á ódýrara. 3.800.000 Gott eldra einbýlishús við Túngötu á 2 hæðum. Eign með mikla möguleika. 2.200.000 VERSLUNARHÚSNÆÐI: Gott verslunarhúsnæði eða skrifstofu- húsnæði við Hafnargötu. Eign með mikla möguleika. Góð kjör í boði. Nánari uppl. á skrifstofunni. Sunnubraut 6, efri hæð, Keflavík: Góð 109 ferm. 3ja-4ra herb. sérhæð ásamt 130 ferm. aðstöðu í bílskúr, sem er öll nýlega endurbætt. Eign með mikla möguleika ............. 2.980.000 Heiðarhvammur 5, Keflavík: Sérlega glæsileg 3ja herb. íbúð, allar innréttingar nýjar og í „stíl“ 1.900.000 Ásgarður 5, keflavik: Gott 155 ferm. einbýlishús ásamt 48 ferm. bílskúr. Skipti möguleg á góðu raðhúsi...................... 5.200.000 Háholt 1, Keflavík: Gott 240 ferm. einbýlishús ásamt 40 ferm. bílskúr. Miklir möguleikar á neðri hæð. Gróðurhús og ræktuð lóð. Laust fljótlega ............... 5.500.000 NJARÐVÍK: Sérlega glæsileg 2ja herb. íbúð við Fífu- móa. Allar innréttingar í sérflokki. 1.450.000 Góð 100 ferm. 4ra herb. íbúð við Hjalla- veg. Skipti á stærra möguleg. 1.800.000 Gott 132 ferm. raðhús við Hlíðarveg 80 ásamt 28 ferm. bílskúr. Laust strax. 3.300.000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.