Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. mars 1986 21 Valur Ingimundarson. fyrir- liði UMFN, hampar Islands- meistarabikarnum. íslandsmeistarar Njarðvíkur ásamt þjálfara sínum, Gunnari Þorvarðarsyni, EKKERT LÁT Á SIGURGÖNGU NJARÐVÍKINGA: Meistarar 3. árið í röð „Auðvitað erum við best- ir“ sagði Valur Ingimund- arson eftir að UMFN hafði sigrað Hauka í annað sinn og þar með tryggt sér Isl- andsmeistaratitilinn í körfuknattleik árið 1986. Fyrri leikur liðanna fór fram í Njarðvík en þá sigr- uðu Njarðvíkingar með miklum yfirburðum eða 94 stigum gegn aðeins 53 stig- um Hauka. „Það er mjög erfitt að vera nýbúinn að sigra lið með 40 stiga mun og ætla sér svo að mæta með sama krafti í næsta leik og vinna en það tókst“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFN, eftir seinni leikinn. Gunnar hélt áfram: „Eg er auðvitað í sjöunda himni, því að þetta er æðsta takmark körfuknattleiksmanna hér á landi. Stefnan er að sjálf- sögðu að bæta við Bikar- meistaratitlinum, en UMFN hefur aldrei unnið þann titil.“ Seinni leikur liðanna fór fram í Hafnarfirði, en þá sigruðu Njarðvíkingar 88- 86 eftir æsispennandi loka- mínútur. Það var UMFN sem leiddi allan fyrri hálf- leikinn með fimmtán til tuttugu stigum. í hálfleik var staðan 52-34 UMFN í vil. En með miklu harðfylgi og krafti tókst Haukum að jafna þegar um fjórar mín. voru til leiksloka. En þegar 3 sek. voru til leiksloka skoraði Valur Ingimundar- son sigurkörfuna með stór- glæsilegu skoti og þær 3 sek. sem eftir voru nægðu Haukum ekki til þess að skora. Þar með varUrvals- deildartitillinn kominn í hendur Njarðvíkinga í fimmta skiptið á sl. 6 árum og þriðja árið í röð. Varla getur slík sigurganga flokk- ast undir heppni. „Við eruin besta körfu- boltaliðið á Islandi í dag. Helstu ástæðurnar fyrir því eru þær að við höfum mestu breiddina af liðum deiidar- innar, langbesta þjálfara landsins, nú svo synir sigur- ganga okkar síðastliðin 6 ár það ótvírætt að við erum besta iiðið í dag. Auðvitað hefur heppnin verið með okkur. Eins og til dæruis þegar við unnum IBK tvisvar í úrslitakeppninni með að- eins tveimur stigum sem voru skoruð á síðustu sekúndunum og það að Haukarnir þurftu 3 leiki við Valsmenn í úrslitakeppn- inni. Það kom sér mjög vel fyrir okkur. En að vinna Haukana með 40 stigum getur ekki talist heppni eða þá að vinna fimm titla af sex. Nú verðum við bara að vinna Bikarkeppnina, það er kom- inn tími til að vinna þann titil.“ Þetta hafði Valur Ingimundarson að segja um Iið IJMFN og þetta stórgóða gengi þess í vetur sem og síðastliðin ár. -gjó. BIKARÚRSLITIN í HÖLLINNI í KVÖLD: VINNA NJARÐVÍKINGAR FJÓRFALT í ÁR? Svo gæti farið að UMFN yrði fjórfaldur meistari í körfuknattleik á þessu keppnistímabili. Nú þegar hefur UMFN tryggt sér þrjá titla, þ.e.a.s. Reykja- nesmeistarar, Deildar- meistarar og íslandsmeist- arar. Sá möguleiki er þvi fvrir hendi að ef UMFN vinnur Bikarkeppnina núna í fyrsta sinn, þá væri það fjórði titill liðsins á keppnistímabilinu. Segja mætti að ef slíkur árangur næðist, þá væri það nánast fullkomnun á árangri eins körfuknattleiksliðs á ís- landi. UMFN leikur til úrslita í Bikarkeppni KKÍ gegn Haukum í kvöld, fimmtu- dagskvöld kl. 21, og þá verður leikurinn í LAUG- ARDALSHÖLI.INNI. Á- stæða er til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið og lófurn klappað, til að mæta i Laugardalshöllina og hvetja UMFN-liðið til að vinna sinn fyrsta Bikar- meistaratitil, svo ekki sé talað um fjórða titilinn á þessu keppnistímabili. Að lokum er rétt að geta þess, að sætaferðir verða farnar á vegum UMFN á þennan eflaust stór- skemmtilega og spcnnandi leik. Farið vcrður frá í- þróttahúsinu í Njarðvik og lagt verðttr af stað kl. 19.45. ,,Má ég halda á honum næst, strákar“, gæti Gunnar Þorvarðarson verið að segja við þá Ellert og Ingimar. Njarðvíkingar fögnuðu innilega í leikslok.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.