Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 6
) Fimmtudagur 13. mars 1986 VÍKUR-fréttir Firmakeppni í knattspyrnu verður haldin í Íþrótíahúsinu í Sandgerði, 22. og 23. mars. Þátttaka tilkynnist fyrir 21. mars í síma 7736. KKD Reynis „ VITRETEK fostmálnM iiy HUStÐUW&ilZ*' í NJARÐVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar geysivinsælu málningarvörur: VITRETEX plastmálningu og mynsturmálningu. GOOD WOOD þiljulökk og ýmislegt fleira. Hagsýnir gera verðsamanburð áður en til framkvæmda kemur. Framleiðandi á Islandi: Slippfélagið íReykjavíkhf Málnmgarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Umboðsmaður á Suðurnesjum: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON málarameistari Borgarvegi 30, Njarðvík, sími 2471. Afgreiðsla: Bolafæti 3, Njarðvík. Opið alla virka daga kl. 18-20. Orðvar skrifar: Stuðningsmannafélag til stórbyggingar Það má aldrei «ke, að Sparisjóðurinn í Keflavík láti þessa myndarlegu bygg- ingu við Tjarnargötuna af hendi. Heldur verða allir sannir Suðurnesjamenn að taka höndum saman og stofna stuðningsmannafél- ag til að hægt verði að Ijúka við bygginguna á löglegan hátt til fyrirhugaðra nota. „Gagnkvæmt traust“ gætu samtökin heitið og væri vel við hæfi að starfsfólk Spari- sjóðsins hefði forgöngu í málinu. Með fullri virðingu fyrir tilverurétti peninga- stofnana allra landsmanna, þá væri margt öðruvísi hér á Suðurnesjum hefði Spari- sjóðsins ekki notið við, oft á neyðarstund. Margir sætu uppi með hálfnuð verk. Sparisjóðurinn er okkar sverð og skjöldur og nú eig- um við möguleika á að sýna samstöðu. Ef nokkur þús- und einstaklingar leggja fram 1-10 þúsund krónur hver er björninn unninn. Verra er að hjálpa uppá Njarðvíkinga, sem venju- lega þykjast eiga allt um- fram aðraSuðurnesjamenn. Þeir hafa nú glápt úr sér augun í leit að skrúðgarðin- um sínum, sem einhverjir framsýnir draumóramenn lofuðu þeim fyrir 28 árum. Hann er til, en aðeins í hug- um Sjálfstæðismanna fjórða hvert ár, og erfitt fyrir flesta aðra að festa augu á honum. Hitt sjá allir að skrúðgarð- ur Keflvíkinga er í Njarð- víkurlandi og var eitt af fá- um vel ræktuðum túnum hér áður fyrr, þar sem gildir Njarðvíkurbændur heyjuðu fyrir kýrnar sínar á sumrin. Einhvern daginn sameinast öll bæjar- og sveitarfélög sunnan Hafnarijarðar í eitt. Þá verður einn skrúðgarður ekki mikið á milli vina. Ekki er Njarðvíkingum þó alls varnað, trúlega eru þeir einir um það á öllu landinu að viðhafa raun- verulegt prófkjör. Með þessu fyrirkomulagi, að all- ir þrír flokkarnir hafi próf- kjör samtímis, á sama seðl- inum, veldur því að menn taka varla þá áhættu, að reyna að hræra í framboðs- lista andstæðingsins, því þá missa þeir tækifærið til að hafa áhrif á sinn eigin lista. Það eina sem skyggir á hátiðleikann við þetta allt um helgina er að gárungarn- ir í Njarðvík segja að marg- ir frambjóðendurnir hafi verið tilnefndir af Hrekkja- lómafélaginu. Við skulum samt ekki dæma neinn fyrir- fram. Fjölbreytt hátíðarhöld í undirbúningi Rætt við Hönnu Bachmann, formann imdirbúningsnefndar um hátíðarhöld í tilefhi 100 ára afmæli Miðneshrepps í sumar verður væntan- lega gefin út saga Miðnes- hrepps í tilefni af 100 ára af- mæli hreppsins, en það er Asgeir Asgeirsson sagn- fræðingur sem vinnur að gerð verksins. Að sögn Hönnu Bachmann, form. undirbúningsnefndarinn- ar að hátíðarhöldum í til- efni afmælisins, verða há- tíðarhöldin í tvennu lagi. „Grunnskólinn byrjar með sýningu sem tengist afmælinu“, sagði Hanna, ,,og er hún áætlun viku af maí. Vinna nemendur að ákveðnu verkefni í sam- bandi við sögu og atvinnu- líf og ýmislegt. Tónlistar- skólinn mun tengjast þess- ari grunnskólasýningu með uppákomum og einnig eru uppi hugmyndir um ein- TILKYNNING FRÁ SÍMASTÖÐINNI í KEFLAVÍK Fermingarskeytaþjónustan verður með sama hætti og undanfarin ár. Sunnudaginn 23. mars verður fermingarskeyta móttakan opin kl. 10.0019.00 Skírdag 27. mars kl. 10.0019.00 Annan í páskum 31. mars kl. 13.0018.00 Sunnudaginn 6. apríl kl. 10.0019.00 Sunnudaginn 13. apríl kl. 10.0019.00 Geymið auglýsinguna og notið þjónustuna. PÓSTUR OG SÍMI KEFLAVÍK hver skemmtiatriði frá krökkunum, sem þau vinna þá sjálf. Er möguleiki á að það verði fleiri sýningar þarna, en það er ekki alveg orðið ljóst. Við leituðum til allra félaga hér á staðnum, sem eru bara furðu mörg, og þau ráða sjálf hvort þau velja vorið eða haustið. Tóku þau öll mjög vel í að taka þátt í þessu. Var það markmið okkar í nefndinni að allir yrðu þátttakendur, bæði ungir og gamlir í þess- um hátíðarhöldum og er það von okkar að það takist að virkja öll félögin, og er það mjögjákvætt. A ég frekar von á því að meirihluti hátíðarhaldanna verði ekki fyrr en í haust og er þá miðað við mánaða- mótin ágúst/september. Eru hugmyndir um ýmsar sýningar, s.s. sjóminjasýn- ingu og heimilisiðnaðar- sýningar, kvöldvökur, íþróttir o.fl. Höfum við sent bréf til allra hreppsbúa um tilmæli um að fegra og hreinsa til í kringum sig, en eftir fund um næstu helgi ættu línurnar að skýrast betur. En fyrir utan það sem að ofan er talið erum við að hugsa um útihátíðarhöld í formi fjölskylduskemmt- unar, sem yrði þá líka í haust“, sagði Hanna að lokum. - epj. Kvartar yfir umgengni unglinga í Fjörheimum Bæjarstjóri Njarðvíkur hefur sent Æskulýðsráði Njarðvíkur bréf varðandi umgengni unglinga í Fjör- heimum. Er hér um að ræða skemmdir sem unnar voru á salerni og millihurð í gangi. Hefur bréf þetta ver- ið tekið til greina og ungl- ingunum og starfsfólki gerð grein fyrir þýðingu góðrar umgengni á staðnum. A fundi ráðsins kom fram að 180-220 unglingar sæki staðinn í viku hverri og væri því eðlilegt að ein- hver óhöpp komi upp. Þótti fundarmönnum um- gengni unglinganna um Æskulýðsheimilið ekki síðri, ef ekki betri, en þeirra sem sækja stóra sal Stap- ans og er þá um fullorðið fólk að ræða í því tilfelli. Þá kom fram, að því er segir í bókun fundarins, að Æskulýðsráð hefur látið gera gagngerar breytingar á salernum Æskulýðsheimil- isins og hefur umgengni batnað mjög við það. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.