Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 19
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 13. mars 1986 19
íslandsmót 2. deild kvenna - ÍBK-HK 22:12
STÚLKURNAR í 3. SÆTI
ÍBK-stúlkurnar enduðu í 3.
sæti í 2,_deild, aðeins einu stigi
á eftir Ármanni er fór upp í 1.
deild. ÍBK fékk alls 12 stig.
Lokatölur í leiknum urðu
22:12 eftir að ÍBK hafði leitt
9:8 í hálfleik.
Fyrri hálfleikur var mjög
leiðinlegur á að líta og komust
HK-stúlkurnarí4:l er 15mín.
voru liðnarafleiknum.þá fóru
ÍBK-stúlkurnar aðeins að
íslandsmót 3. deild - UMFN-ÞÓR Ak. 23:26
Aðeins einn dómari dæmdi leikinn
Njarðvíkingar léku við
Þór Akureyri sl. laugardag
og töpuðu naumlega 23:26.
Staðan í leikhléi var jöfn,
16:16.
Fyrri hálfleikur var í
járnum fyrstu 15 mín.
Síðan náði UMFN mjög
góðum kafla og náðu
þriggja marka forskoti. En
íslandsmótið í júdó:
Þrír Suðurnesjamenn
meistarar
Á íslandsmeistaramót-
inu í júdó urður þeir Sig-
urður Hauksson UMFG,
Ómar Sigurðsson UMFK
og Magnús Hauksson
UMFK allir íslandsmeist-
arar hver í sínum þyngdar-
flokki.
Það sem kom einna mest
á óvart var að Sigurður
Hauksson lagði Bjarna
Friðriksson, bronsverð-
launahafa sl. Olympíu-
leika í úrslitaglímu í
þyngdarflokki 95 kg og
þyngri.
Þegar glímu þeirra Sig-
urðar og Bjarna lauk var
ljóst að þeir höfðu orðið
jafnir í glímunni. Því
þurftu dómarar að kveða
upp úrskurð og eins og
áður sagði var það
Sigurður sem dómarar
dæmdu sigurvegara.
í þyngdarflokknum - 78
kg sigraði „gamla kemp-
an“ Ómar Sigurðsson
einnig eftir _ úrslitaglímu
þar sem þeir Ómar og Hall-
dór Hafsteinsson voru
jafnir þegar kom að síðustu
umferð.
Magnús Hauksson sýndi
mikla yfirburði á þessu
móti og sigraði alla and-
stæðinga sína eftir óvenju
stuttar viðureignir. Þar að
auki átti Magnús eina af
stystu glímum þessa Is-
landsmeistaramóts, eða
aðeins 8 sek. viðureign.
Sem sagt, góður árangur
Suðurnesjapiltanna. - gjó.
l-X-2 l-X-2
„Ætla að tippa áfram“
„Ég reyndi aftur og gekk bara vel, fékk 8 og 9 rétta á tvo
gula seðla“, sagði Ragnar K. Hallsson, sem nýlega vann
tæpa milljón í getraunum, eins og greint var frá í síðasta
blaði.
„Áfram? Já, ég ætla mér að tippa áfram, taka svona 2
gula í hverri viku. Það er freistandi að fylgja vinningnum
eftir, þó svo þetta hafi bara verið grís.
Vakið athygli? Jú, þetta hefur gert það. Það hafa margir
óskað mér til hamingju með vinninginn. Hvar veit nema
maður komist svo í úrslit 1 þessum getraunaleik. Maður
hefði svo sem ekkert á móti því að fara á Wembley", sagði
Ragnar K. Hallsson.
Heildarspá Ragnars:
Leikir 15. mars
Arsenal - West Ham ... I
Birmingham - Tottenham 2
Coventry - Sheff. Wed. . 2
Man. City - Watford ... 1
Newcastle - Ipswich ... X
Q.P.R. - Man. Utd. ... X
South’pton - Liverpool . 2
W.B.A. - Leicester .... 1
Brighton - Stoke...... 2
Charlton - Portsmouth X
Fulham - Wimbledon .. 1
Hull - Sunderland ..... 1
Gunnar með fjóra
Gunnar braut ísinn, því 4 réttir lágu. Það dugar þó lítið,
Að öllum líkindum verða aðeins tveir þátttakendur i við-
bót þar til úrslitakeppnin hefst. Efstu menn eru Ragnar
Marinósson, Ólafur Róbertsson, Finnbjörn Agnarssn og
Studeo-félagarnir Björn Ólafsson og Gísli Guðfinnsson.
pket.
fimm mín. fyrir lok fyrri
hálfleiks náðu Þórsarar að
jafna og var jafnt á tölum
allt þar til flautað var til
hálfleiks. Staðan í leikhléi
var 16:16.
I seinni hálfleik náði Þór
undirtökunum en þó voru
þeir ekki með nema tveggja
marka forsk’ot mest allan
seinni hálfleikinn. Mestur
var munurinn er flautað
var til leiksloka þrjú mörk,
og lokatölur því 26:23 fyrir
Þór.
Það vakti athygli að
aðeins einn dómari dæmdi
þennan leik og samþykktu
bæði liðin að svo yrði, þar
sem hinn dómarinn lét ekki
sjá sig.
Mörk UMFN: Ari 7,
Snorri 7, Guðjón H. 6,
Ómar2ogGuðjón 1. - ghj.
Reynir missti af
2. deildarsætinu
Týr gerði vonir Reynismanna
um sæti 1 annarri deiid á næsta
tímabili að engu er liðin mættust í
Sandgerði sl. föstudag. Lokatölur
30:26 fyrir Tý. Staðan i leikhléi var
16:10 fyrir Tý.
Fyrri hálfleikur var frekar þóf-
kenndur hjá Reyni og hafði Týr
ávallt forystuna og um miðjan
fyrri hálfleik höfðu þeir fjögurra
marka forskot, 11:7. Týrarar gátu
aukið þennan mun um tvö mörk
áður en hálfleikurinn var úti og í
hálfleik var staðan 16:10 fyrir Tý.
Reynismenn komu ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik og er 18 mín.
voru liðnar af síðari hálfleik höfðu
Sandgerðingar minnkað muninn í
eitt mark, 21:22, og hafði Heimir
K. þá gert sjö mörk í seinni hálf-
leik. En þá virtist allur vindur far-
inn úr Reynisliðinu og hver mis-
tökin fylgdu öðru og náðu Týrarar
þá fjögurra marka forskoti, sem
þeir héldu til leiksloka.
Mörk Reynis: Heimir K. 13,
Daniel 7, Hólmþór 3, Siguróli 2og
Heimir M. 1. - ghj.
ranka við sér og náðu að jafna
6:6 og náðu síðan eins marks
forskoti fyrir leikhlé. Staðan í
hálfleik var 9:8 fyrir ÍBK.
Seinni hálfleikur var allt
annar á að líta og virtist sem
Óskar þjálfari hefði tekið þær
heldur betur í gegn í hálfleik.
Varnarleikurinn var allt ann-
ar og komust HK-stelpurnar
ekkert áleiðis. Sóknin var
einnig allt önnur hjá IBK-lið-
inu og var Lóa mjög frísk á lín-
unni og örugg í vítunum.
Stúlkurnar juku síðan forskot-
ið jafnt og þétt og unnu seinni
hálfleikinn 13:4. Lokatölur
því 22:12 fyrir ÍBK.
Lóa, Una og Guðbjörg voru
bestar ÍBK-stúlknanna í þess-
um leik og einnig vörðu báðir
markmennirnir mjög vel.
Mörk ÍBK: Guðbjörg 7 (2 v.)
Lóa 7 (5 v.), Una 4, Iris 2, Þurý
J. og Unnur S. 1. - ghj.
• •
Oruggt hjá
UMFN
N j a rð ví k i nga r sigruðu
Völsunga örugglega er liðin áttust
við sl. föstudagí 3. deild handbolt-
ans, 35:26. Staðan í leikhléi var
jöfn, 14:14.
Leikurinn var mjög jafn allan
fyrri hálfleikinn og leiddi UMFN
með eins til tveggja marka for-
skoti og varði Jói mjög vel í mark-
inu. Völsungar náðu að jafna rétt
fyrir leikhlé og var besti maður
þeirra Pálmi Pálma þar að verki.
Njarðvikmgar byrjuðu seinni
hálfleikinn af krafti og gerðu
harða hríð að marki Völsunga.
Var Ari drjúgur að skora og mata
lærlinga sína. Erseinni hálfleikur-
inn var rúmlega hálfnaður var
UMFN búið aðgera út um leikinn
og var úthaldið þá sprungið hjá
Völsungum.
Persónuleg
fermingargjöf
LAMPAR og VASAR
með nafni fermingarbarns.
Vinsamlegast pantið
tímanlega.
Tjarnargötu 3
Keflavík - Sími 3308
Njarðvíkingar
Suðurnesjamenn
í kvöld kl. 21 leika UMFN og
Haukar enn einu sinni til
úrslita, að þessu sinni um Bik-
armeistaratitilinn!
Fjölmennum á leikinn og hjálp-
um Njarðvíkingum að ná fjórða
titlinum á þessu tímabili.
ATH: Sætaferðir verða frá íþróttahúsi
Njarðvíkur kl. 19.45 með Steindóri.
Verð kr. 100. - ÁFRAM, NJARÐVÍK!