Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 13. mars 1986 VlKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Glæsilegt einbýlishús viö Háholt ásamt bílskúr 5.500.C00 3ja herb. íbúö viö Heiðarhvamm, losnar fljótlega 1.700.000 2ja herb. íbúö við Heiðarhvamm, losnar fljótlega 1.450.000 Glæsileg 4ra herb. íbúð viö Háteig ásamt bílskúr, laus strax ............................. 2.600.000 2ja-3ja herb. íbúð við Suðurgötu í mjög góöu ástandi ................................ 1.275.000 NJARÐVÍK: Nýtt einbýlishús við Háseylu ásamt bílskúr ... 3.500.000 1 7[- paiáiUbli Mávabraut 6D, Keflavík: Raðhús í góðu ástandi. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar ..... 2.400.000 Básvegur 4, Keflavík: Húsið er mikið endurnýjað. Engar áhvílandi skuldir. 1.400.000 hiss-íW IjlLJ Heiöargaröur 10, Keflavik: Vandaö hús, 180 m2 m/bíl- skúr. Skipti á 3ja-4ra herb. íbúð kemur til greina. Nán- ari uppl. um söluverð og greiðsluskilmálaáskrifstof- unni. ntd Tjarnargata 20, Keflavik: Hús á tveimur hæðum í góðu ástandi, ásamt iðnað- ar- eða verslunarhúsnæði. Góð eign á góðum stað. 4.700.000 Heiðarbraut 7E, Keflavik: Nýtt raðhús ásamt bílskúr. Húsið er mjög vandað, 194 ferm........... 4.500.000 ATH: Höfum kaupanda að nýrri eða nýlegri 3ja íbúð. Mikil útborgun. FASTEIG N ASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 AÐALFUNDUR Systra- og bræðrafélags Keflavíkurkirkju verður haldinn í Kirkjulundi, mánudaginn 17. mars n.k. kl. 20.30. Stjórnin Miðnesingar Sandgerðingar Dráttarvextir verða reiknaðir á útsvör og aðstöðugjöld 15. mars n.k. Greiðið fyrir 15. og forðist óþarfa kostnað. Innheimta Miðneshrepps Dr. Elísabet M. Guðmundsdóttir frá Útskálum: Fyrsti kvendoktorinn frá Suðurnesjum Árið 1985 verður minnis- stætt hjónunum á Utskál- um í Garði, séra Guðmundi Guðmundssyni og frú Stein- vöru Kristófersdóttur. Börn þeirra þrjú, Elísabet, Hrafnhildur og Barði, luku öll glæsilegum árangri á árinu. í desember varð Elísabet doktor í klinískri lyfjafræði Dr. Elísabet Guðmundsdóttir og mun vera fyrsta Suður- nesjakonan sem hlýtur doktorsnafnbót. Lauk hún doktorsprófi við háskóla í Kaliforníu og fjallaði rit- gerð hennar um rannsókn varðandi notkun krabba- meinslyfja við liðagigt. Systir hennar, Hrafn- hildur, lauk á síðasta ári burtfararprófi í söng frá Hrafnhildur Guðmundsdóttir, söngkona Tónlistarskólanum í Rvík og stundar nú framhalds- nám í söng. Bróðir þeirra, Barði, út- skrifaðist einnig í fyrra frá Leiklistarskóla íslands og leikur nú hjá Leikfélagi Akureyrar. Öll eru þau systkin fædd að Utskálum. (Stytt úr Faxa skv. heimild J.T.) Barði Guðmundsson, leikari Vilt þú éta bankastjórann? Hatar þú bankastjór- ann fyrir að neita þér urn lán, eða gætir þú hugsað þér að éta útibússtjór- ann, sveitarstjórann, forstjórann, vélstjórann eða jafnvel bæjarstjór- ann? Nú getur þú látið ósk þína rætast, því skyndibitastaðurinn Lang-Best í Keflavík hefur gefið pizzurn sínum þessi nöfn og mörg önnur. Fjölgun bílaumboða á Suðurnesjum Nú hefur Brimborg hf. opnað umboð á Suð- urnesjuni fyrir Daihatsu bifreiðar, nánar tiltekið við Bolafót í Njarðvík. Uniboð þetta er að vísu ekki alveg nýtt á nálinni hér syðra, því það var hér áður fyrr að ein- hverju leyti í höndum Bílaness og Gljáa í Njarðvík. Eftir þetta liafa þrjú bílainnflutn- ingsfyrirtæki skapað sér þá sérstöðu að veita Suð- urnesjamönnum þá þjónustu að þurfa ekki lengurtil Reykjavíkurtil að kaupa nýjan bíl. Fyrir utan ofangreint umboð er það Toyota hjá Bílasölu Brynleifs og Hekla hf. hjá Bílanesi. Ha, draumsýni? Þeir voru margir sem hlógu dátt er Reykjanes- ið koni út síðast, því á forsíðu þess var viðtal við Ingólf Falsson, þar sem hann segir að Sjálf- stæðisflokkurinn i Kefla- vík stefni á meirihlutann i bæjarstjórninni og því yrði 5. sæti listans bar- áttusætið. Telja menn að ekki sé hér á ferðinni bjartsýni í meira lagi, heldur frekar draum- sýni. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að það er léleg barátta hjá stórum flokki að stefna ekki á einhverja aukn- ingu strax í upphafi bar- áttunnar, því ef fást á góður kraftur verður markmiðið að vera hátt strax í upphafi, annars getur farið illa. Grindavík úr SSS Hin margumrædda þreyta innan SSS tekur á sig ýrnsar myndir. Nú í upphafi kosningabar- áttunnar í Grindavík er það t.d. mjög eftirtekt- arvert að flestir nýju mennirnir hafa endur- skoðun á hlutdeild Grindavíkur innan SSS eða jafnvel úrsögn bæj- arfélagsins á stefnuskrá sinni, ef þeir ná kjöri. Það skyldi þó aldrei fara svo að Grindvíkingar yrðu sér ríki á Suður- nesjum? Kjörseðlarnir sendir heim Um siðustu helgi fór fram prófkjör Sjálfstæð- isfélagsins í Miðnes- hreppi. Þar eins og ann- ars staðar á Suðurnesj- um gáfu núverandi sveitarstjórnarmenn flokksins ekki kost á sér til endurkjörs, en þeir eru Jón Júlíusson og Gunnar Sigtryggsson. Annars staðar í blaðinu er sagt frá úrslitum próf- kjörsins, sem var nokkuð nýstárlegt hér á Suðurnesjum, því kjör- seðlarnir voru bornir heim til stuðnings- manna flokksins og sóttir síðan á ný eftir góðan umþóttunartíma, en auk þess var opinn kjörfundur á sunnudeg- inum fyrir þá sem ekki fengu heimsenda seðla. Byggingaval hætt Byggingavöruverslun- in Byggingaval við Iða- velli í Keflavík, hefur nú hætt starfsemi sinni, en að undanförnu hefur verslunin átt í miklum rekstrarerflðleikum. Ekki mun vera um gjaldþrot að ræða, heldur stefna eigendur að því að semja við alla skuldunauta og einnig standa yfir samn- ingar á sölu á eignum fvrirtækisins, s.s. lager þess. Er eitthvað að fæðast hjá Framsókn? Eftir upplýsingum Mola virðist eitthvað vera að ske varðandi framboðsmál Fram- sóknarmanna í Kefla- vik. Hafa heyrst fjögur nöfn seni þar koma til greina, þ.e. Drífa Sigfús- dóttir. Magnús Haralds- son, Þorsteinn Árnason og Börkur Eiriksson. Þá hafa borist fréttir af þriðja manninum á lista Gylfa Guðmundssonar. Er það Kristján Ingi- bergsson, skipstjóri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.