Víkurfréttir - 03.04.1986, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 3. apríl 1986
VÍKUR-fréttir
Skrifstofustarf
- Keflavík
Laust er starf á skrifstofu embættisir.s í
Keflavík. Starfsreynsla æskileg. Laun skv.
launakerfi BSRB.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast send undir-
rituðum fyrir 15. apríl n.k.
Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík
og Njarðvík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
F ermingarskeytasala
Fermingarskeytasala er
nú snar þáttur í fjáröflun
ýmissa æskulýðsfélaga.
Vert er að minnast þess,
að á því sviði var Skátafé-
lagið Heiðabúar í Keflavík
frumkvöðull og vann þar
merkt brautryðjendastarf.
Enn sem fyrr er skeyta-
salan megin þátturinn í
fjáröflun Heiðabúa - sá
þáttur, sem gert hefur
Heiðabúum kleift að starfa
um hartnær hálfrar aldar
skeið, án þess að hafa notið
opinberra styrkja, nema
aðeins til örfárra afmark-
aðra verkefna.
Ég vil hvetja Keflvíkinga
og aðra Suðurnesjamenn til
að láta skátana njóta verka
sinna og beina fermingar-
skeytaviðskiptum til þeirra.
Móttaka fermingar-
skeyta Heiðabúa er í Skáta-
húsinu, Hringbraut 101,
alla fermingardagana kl.
10-19 og í verslun Nonna&
Bubba við Hólmgarð kl.
13-18.
í ár hefur verið tekin upp
ný þjónusta: Aldraðir og
Frumkvæði Brunabóta-
félagsins er fólgið í því,
að í stað þess að bjóða mark-
aðnum eins og félögin hafa
gert til þessa hefðbundnar
tryggingagreinar með samræmdum skilmálum
og iðgjöldum, þá snýr félagið sér beint að
hverjum einstökum tryggingataka og spyr
hann: Hvaða áhættur ert þú að taka í þínum
rekstri og þínu lífi?
Þegar vátryggingarþörfin liggur fyrir eftir
sameiginlega skoðun áhættunnar er pakkinn
sniðinn með samsettum tryggingum í samræmi
við vátryggingaþörfina.
Helstu einkenni pakkans eru öruggari
vátryggingarvernd, einfaldari framkvæmd
vátryggingarinnar og hagstæðari iðgjöld. Að
ógleymdu höfuðeinkenninu: Þú sníður þinn
pakka sjálfur.
Brunabótafélagið hefur fullgert og sett á
markað með mjög góðum árangri pakka fyrir:
O sveitarstjórnir
O verslunarfyrirtæki
O iðnaðarfyrirtæki
Nú býður félagið einnig pakka fyrir:
O fjölskyldur
O bændur
O ýmsir sérpakkar
Frá
Brunabót
BtumiBðTiifaticKuintK
UMBOÐ, KEFLAVÍK-NJARÐVÍK
Hafnargötu 58 - Keflavík - Simar 3510, 3511
sjúkir eiga þess nú kost að
fá skáta í heimsókn með
sýnishorn af skeytaeyðu-
blöðum, til að taka á móti
pöntunum. Aðeins þarf að
hringja í Soffíu í síma 1709
fyrir hádegi eða í Elsu í
síma 4322 eftir hádegi alla
virka daga, og ákveða tíma.
Skátarnir eru með fjöl-
breytt úrval eyðublaða. Nú
um þessar fermingar var
prentað nýtt eyðublað með
mynd eftir Astu Amadótt-
ur og ný útgáfa af blóma-
skeyti eftir Elínrósu Eyj-
ólfsdóttur, bæði mjög
falleg.
Björn Stefánsson
Vímulaus
æska
Þriðjudaginn 8. apríl kl.
20.30 bjóða Foreldra- og
kennarafélög Myllubakka-
og Holtaskóla til almenns
fundar foreldra af Suður-
nesjum um vímulausa
æsku.
Fundurinn verður
haldinn í Holtaskóla.
Frummælendur verða
Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir hjá S AA, Oskar Þór-
mundsson lögreglufulltrúi,
og Bogi Arnar Finnboga-
son formaður Sambands
foreldra- og kennarafélaga
í grunnskólum Reykjavík-
ur._
Á eftir verða pallborðs-
umræður þar sem öllum er
gefinn kostur á að ræða
málin.
(Fréttatilkynning)
Stolnir
netadrekar
sóttir um
borð í bát
Fyrir all nokkru var
netadrekum stolið frá
Ásgeiri hf. í Garði. Hafði
ekkert spurst til þeirra, þar
til á laugardag að þeirsáust
um borð í bát og lét lög-
reglan sækja þá, þar sem
umræddur bátur var við
bryggju í Sandgerðishöfn.
epj.
Málverkum
stolið
Laugardaginn fyrir páska
bárust lögreglunni kvart-
anir vegna ölvaðs manns
viðHjallaveg 11 íNjarðvík.
Síðan var sami maður grun-
aður um að hafa tekið
ófrjálsri hendi fjögur mál-
verk eða teikningar og eina
videospólu úr umræddu
fjölbýlishúsi, og fannst
þetta í fórum hans. - epj.