Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Síða 13

Víkurfréttir - 03.04.1986, Síða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 3. apríl 1986 13 IBK 30 ára: Fyrsta stjórn ÍBK heiðruð og þeim sem hana skipuðu afhentir sérstakur afmælisfáni. Á myndinni eru f.v.: Magnús Haraldsson, sem tók við fánanum f.h. Páls Jónssonar, Þórhallur Guðjónsson, Hörður Guðmundsson og Hafsteinn Guðmundsson. Lengst til hægri er Ragnar Marjnósson form. IBK. Auk Páls vantaði Heimi Stígsson á myndina, en hann var einnig í fyrstu stjórn IBK. Glæsileg afmælishátíð íþróttabandalag Kefla- víkur hélt upp á 30 ára af- mæli sitt með glæsilegri af- mælishátíð, fimmtudaginn 28 mars sl. (skírdag), en hinn eiginlegi afmælisdag- ur bandalagsins var 18. mars sl. I tilefni af afmælinu var bæjarbúum boðið í Iþrótta- hús Keflavíkur, en þar var boðið upp á kaffi og kökur, auk þess sem þar var til sýnis virðulegt safn verð- launagripa og annarra hluta er tengjast á einn eða annan hátt sögu IBK. Þó nokkrir tóku til máls, þar á meðal Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, Pálmi Gíslason, form. UMFÍ, og Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavikur. Einnig tók til máls formaður ÍBK, Ragnar Marinósson. Hann afhenti fyrstu stjórn ÍBK, þeim Hafsteini Guðmunds- syni, Heimi Stígssyni, Páli Jónssyni, Þórhalli Guð- jónssyni og Herði Guð- mundssyni, stóra og glæsi- lega afmælisfána sem aðeins voru framjeiddir fyrir þá, UMFÍ, ÍSÍ og Keflavíkurbæ. Einnig sagði Ragnar frá áformum um að helga afmælisárinu svo- kölluðum Keflavíkurleik- um, en það mun verða mjög umfangsmikil íþróttahátíð, þar sem keppt verður í vel flestum íþróttagreinum. íslandsmeistarar ÍBK fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur en það voru 3. fl. kvenna í innanhúss- knattspyrnu, 3. fl. karla í körfuknattleik og meistara- flokkur karla í handknatt- leik. Að lokum var ÍBK afhentur bikar sem gjöf til bandalagsins frá KFK og skyldi verða farandbikar sem veittur verði réttkjörn- um íþróttamanni/konu Keflavíkur ár hvert. - gjó. Helgi Hólm var kynnir. Hér er Pálmi Gíslason, form. UMFÍ, að afhenda formanni ÍBK bikar frá Ungmennafélagi íslands. «****>&$ Glæsilegt verðlaunagripasafn vakti mikla athygli. Ljósmyndir: pket. Þrátt fyrir annir í fcrmingarmyndatökum hjá Heimi Stígssyni, gat hann komið skömmu eftir að fyrsta stjórn ÍBK var hciðruð. Við birtum þess vegna sér mynd af honum hér þar sem hann tekur við fánanum úr hendi Helga Hólm. Fyrrum knattspyrnusnillingar ÍBK, f.v.: Hörður Ragnarsson ásamt Einari Magnússyni og frú, virða fyrir sér verðlaunagripi ÍBK. mælisgjöf frá ÍSÍ. Um 300 gestir sóttu ÍBK-daginn og þáðu rjómatertur og kaffi. Verslunin Nonni & Bubbi gaf einnig 300 hyrnur af Svala í tilefni dagsins. Hér eru tveir ungir IBK-félagar að bragða á góðgætinu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.