Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 10.04.1986, Qupperneq 1
KEFLAVÍKURBÆR: TAPAR 8 MILLJONUM A GJALDÞROTI HEIMIS HF. Heildartjón Kefla- víkurbæjar vegna gjald- þrots Heimis hf. getur orðið tæpar 8 milljónir króna. Það þýðir um 5 þús. krónur á hverja 2ja manna fjölskyldu, miðað við að virkir gjaldendur séu um þrjú þúsund í Keflavík Af þessari tölu eru um sex milljónir sem bærinn þarf að greiða vegna bakábyrgðar sem veitt var árið 1983 er fiski- skip Heimis hf., Helgi var yfirbyggður í Siippstöðinm á Akur- eyri. Að auki tapar bærinn um 1100 þús. í ógreiddum aðst.gjöld- um. Við bætast svo aðrar ábyrgðir bæjarins sem eru ógreiddar, að upphæð 1100 þús. og kr. 350 þús. Mögulegt heildartjón er því kr. 7.740.000. Af þessari upphæð hefur Keflavíkurbær þegar greitt um 1 milljón, fyrst í des. 1985. Fram í des. 1986 mun Keflavíkurbær greiða um 4 milljónir. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir greiðslum að upphæð 5.3 millj. kr. vegna gjald- fallinna bæjarábyrgða. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna Heimis hf. (um 4 millj.), en afgangurinn vegna Saumastofunnar Sporið og Hraðfrystihúss Ól- afs S. Lárussonar hf., að því er Steinþór Júlíus- son bæjarstjóri tjáði blm. Víkur-frétta. - En hvenær á að ganga í ábyrgð og hvenær ekki? ,,Þetta verðuralltafað vega og meta gaumgæfi- lega hverju sinni. Bæjar- stjórn hefur oft verið gagnrýnd fyri r að veita ekki bæjarábyrgðir og þannig ekki nægan stuðning við atvinnulífið á staðnum. Þetta má sjálfsagt deila um, en svona stórt gjaldþrot vekur sjálfsagt spurn- ingar hvort ekki þurfi að setja ákveðnar reglur í þessum efnum“. - Mun þetta hafa áhrif á framkvæmdir þessa árs? „Sem þessu nemur, já“. - Er þetta alvarlegur skellur fyrir bæinn? ,,Það hafa margir farið mun verr úr svona málum, en þetta cr engu að síður mjög alvar- legt“, sagði Steinþór. Það má í lokin geta þess tii samanburðar, að þessi tala, um 8 milljón- ir, er svipuð og kostar að reka stærsta dagheimili bæjarins, Tjarnarsei, á þessu ári, svo eitth vað sé nefnt. - pket. V atnsleysustrandarhreppur: Tekjur duga ekki fyrir útgjöldum 12 millj. vantar, þrátt fyrir að búið sé að skuldbreyta ýmsum vanskilaskuldum Á borgarafundi sem hald- inn var í Vogum í siðustu viku kom fram, að allt þetta kjörtímabil hefur staða Vatnsleysustrandarhrepps verið mjög slæm. Er nú svo komið að þrátt fyrir að á- ætlaðar tekjur þetta ár muni nema 22 milljónum, vantar tólf milljónir til að endar nái saman. Hefur þetta verið að vaxa allt þetta kjörtímabil og hafa framkvæmdir hrepps- ins verið í algjöru lágmarki það sem af er þessu kjör- timabili, að sögn Kristjáns Einarssonar, oddvita og sveitarstjóra Vatnsleysu- strandarhrepps. Þá hefur verið gert mikið átak í að skuldbreyta ýmsum van- skilaskuldum undanfarna mánuði í lán til fimm ára. í viðtali við Víkur-fréttir sagði Kristján að vanda þennan mætti rekja til nauðsynlegra stórfram- kvæmda á kjörtímabili því sem lauk fyrir tæpum fjór- um árum og voru sveitarfé- laginu ofviða. í framhaldi af framkvæmdum þessum varð að taka óhagkvæm lán, sem þýddi mikinn fjármagnskostnað við lán- töku. Hefur vandinn síðan vaxið jafnt og þétt og er hann nú orðinn geysimikill. Sagði Kristján að vandan- um mætti líkja við snjó- bolta, sem hleður utan á sig og að lokum hleður hann orðið margfalt meira utan á sig en í upphafi. En hvað telur Kristján að nú verði að gera? „Það verður að vinna að því að koma þessu á lengri lán, því þessi skuldbreyt- ingalán sem gerð hafa verið á undanförnum mánuðum eru aðeins til fimm ára. Er því fyrirsjáanlegt að þetta vandamál mun steðja að allt næsta kjörtímabil. Verða því allar fram- kvæmdir á vegum sveitar- félagsins í algjöru lágmarki út það kjörtímabil, svo hægt verði að leysa vand- ann“, sagði Kristján. - epj. BEÐIÐ EFTIR FLÓÐI? Ljósm.: ()K Lögreglumenn á Suðurnesjum: 53 hafa sagt upp störfum Um síðustu mánaðamót sögðu 53 lögreglumenn á Suðurnesjum upp störfum sínum með tilskildum fyrir- vara. Skiptist þetta þannig milli embætta, að allir nema tveir er starfa í Kefla- vík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu hafa sagt upp, eða alls 28 lög- regluþjónar. Á Keflavíkur- flugve',i sögðu 25 upp af 42 sem þai eru við störf. Þessir tveir sem ekkr sögðu upp í Keflavík eru yfirlögregluþiónn og að- stoðaryfirlögregluþjónn, en þeir eru báðir settir í em- bættið til eins árs og eiga því erfiðara um vik en aðrir. Taka uppsagnir hinna gildi 1. júlí n.k. - epj. VÍK UR-fréttir - blað Suðurnesjamanna

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.