Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 2

Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 2
VÍKUR-fréttir 2 Fimmtudagur 10. apríl 1986 V/KUft Útgefandi: Víkur-fréttir hf. Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæð - Simi 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar: Emil Páll Jónsson, heimasími 2677 Páll Ketilsson, Auglýsingastjóri: heimasími 3707 Páll Ketilsson Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson at Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, tilmuvinna og prentun: GRÁGAS HF., Keflavik Fasteignaþjónusta Suðurnesja Miðgarður 6, Keflavík: Bragavellir 13, Keflavík: Gott raðhús, laust strax. Einbýlishús úr timbri. KEFLAVÍK: Grunnur undir einbýlishús við Bragavelli. Teikn- ingar fyrirliggjandi. 2ja og 3ja herb. íbúðir við Heiðarholt, tilbúnar undir tréverk. Verð frá ................... 1.300.000 2ja herb. íbúö við Heiðarból, lítil útborgun ... 1.350.000 3ja herb. íbúð við Hólmgarð ............... 1.900.000 3ja herb. efri hæð við Faxabraut .......... 1.500.000 3ja herb. neðri hæð við Skólaveg .......... 1.400.000 3ja herb. efri hæð við Baldursgötu ........ 1.600.000 3ja herb. ibúðir við Mávabraut ............ 1.500.000 Góö 4ra herb. ibúð við Mávabraut........... 1.900.000 4ra herb. neöri hæð við Hringbraut með bilsk. 2.100.000 Einbýlishús úrtimbri við Freyjuvelli ...... 2.700.000 GRINDAVÍK: Úrval eigna á skrá, m.a. Viðlagasjóðshús, rað- hús, einbýlishús o.fl. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Úrval annarra eigna á skrá, m.a. í Sandgeröi, Garði, Vogum og vfðar. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavík - Símar: 3441, 3722 ATVINNA Vantar röska og stundvísa menn til starfa strax. Upplýsingar ekki veittar í síma. NETAVERKSTÆÐI SUÐURNESJA Njarðvík SÖLUMAÐUR Óskum aö ráða sölumann til starfa við bíla- söluna til 15. sept. n.k. - Þarf að hafa góða þekkingu á bílum. - Upplýsingar aðeins veittar á staðnum, ekki í síma. Uatnsnesvegi 29A - Kellavik • Símar: 1081. 4888 TOYOTA-umboð á Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesja: Fyrirsjáanlegur orku- skortur á næsta ári - verði ekki farið út í strompgufuvirkjun í Svartsengi Á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sem haldinn var á Glóðinni sl. föstudag, hélt Albert Albertsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs, erindi um hvað framundan væri varðandi raforkuþörf á Suðurnesjum næsta ára- tug. Kom fram hjá honum að vegna aukinnar orku- þarfar fiskeldisfyrirtækja á svæðinu væri fyrirsjáanleg- ur orkuskortur þegar á næsta ári. Benti hann á að heppileg- asta lausnin til að mæta þessu væri virkjun stromp- gufunnar í Svartsengi. Er hér átt við virkjun á þeirri miklu orku sem nú fer út í andrúmsloftið um strompa orkuversins í Svartsengi. Sagði hann að það tæki eitt ár að koma þessari virkjun í gagnið, þ.e. eftir að ákvörðun hefði verið tekin um slíka framkvæmd og leyfi væri fengið til slíkr- ar virkjunar. Er því ljóst að nauðsyn- legt er að hraða ákvörðun- artöku svo ekki komi til raforkuskorts þegar á næsta ári. - epj. Ólafur Gunnarsson og Brvndís Kjartansdóttir, afgreiðslustúlka. Iiittinzii W Já, hvernig væri það? Lítt’inn hjá Ola er verslun og myndbandaleiga sem hefur aðsetur í nýju og glæsilegu verslunarhúsnæði að Hafnargötu 35 í Kefla- vík. Eigandi er Olafur Gunnarsson, en hann var áður með Sjónvarpsbúð- ina, Hafnargötu 54. Hann er sem sagt búinn að flytja verslun sína um set og breyta nafni hennar, enda er mest allt nýtt í verslun- inni og eru innréttingar glæsilega hannaðar af Guð- mundi Gunnlaugssyniarki- tekt. Handbragð hans er að sjá á fleiri stöðum í Kefla- vík, m.a. á Glóðinni og Lang-Best. Eins og áður segir þá er ' Lítt’inn hjá Óla verslun og myndbandaleiga. Þar er að finna úrval hljómtækja, sjónvarpstækja og mynda- véla. Fjölbreytt mýndefni á VHS-spólum sem eru allar með íslenskum texta. Það er ýmislegt fleira á döfinni hjá Óla, en það kemur í ljós innan tíðar. pket. Árnað heilla Nýlega voru gefm saman í hjónaband í Dómkirkj- unni í Reykjavík af sr. Þóri Stephensen, Sigurbjörg Þorláksdóttir og Guðmund- ur Hjálmarsson. Heimili brúðhjónanna er að Hólm- garði 2b, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.