Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 10. apríl 1986
Ragnarsbakarí:
Opnar „kaffi-konditori
1 Keflavík
66
og afgreiðslubúð á Keflavíkurflugvelli
Það er mikið um að vera
þessa dagana hjá Ragnars-
bakaríi, því fyrr í vikunni
opnaði það gjörbreyttan af-
greiðslustað ásamt „kaffi-
konditori“ að Hringbraut
92 í Keflavík og nk. þriðju-
dag verður opnuð af-
greiðsla á Keflavíkurflug-
velli. Meðal nýmæla á
Hringbrautinni er sérsmíð-
að kökuborð með kælingu í
ljósunum sem heldur
súkkulaði og öðrum skreyt-
ingum þannig að það
bráðni ekki yfir daginn.
Þá býður Ragnarábakarí
upp á þá nýjung að hægt
verður að fá ákveðnar teg-
undir beint úr ofninum, t.d.
formkökur daglega kl. 11
og sérbökuð vínarbrauð kl.
15. En hvers vegna þessar
breytingar? Gefum Ragn-
ari orðið:
„Okkur fannst búðin á
Hringbrautinni vera svo
kuldaleg eða kjörbúðarleg
þar sem alla hlýju vantaði,
sem passaði ekki í af-
greiðslubúð fyrir sérvörur
s.s. kökur. Þá er maður að
vona að kaffimenningin sé
að hefja innreið sína í
Keflavík, en Gunnarsbak-
arí hóf fyrst innreið með
sérstakt „kaffikonditori“
og munum við nú bjóða
líka upp á slíkt“ sagði
Ragnar.
Eins og áður kom fram
opnar hann í næstu viku af-
greiðslu á Keflavíkur-
flugvelli og mun hann miða
Áskorun frá Áhugafélagi um
brjóstagjöf á Suðurnesjum:
Alþingi samþykki
lengingu fæðingarorlofs
Aðalfundur Áhugafél-
ags um brjóstagjöf á
Suðurnesjum, haldinn í
Keflavík 22.02.86, og aðal-
fundur Áhugafélags um
brjóstagjöf í Kópavogi
24.03.86, senda frá sér
eftirfarandi ályktun:
„Skorað er á 108. lög-
gjafarþing íslendinga að
samþykkja framkomið
frumvarp um lengingu
fæðingarorlofs úr 3 mán. í
6 mán., sem lagt hefur ver-
ið fram í þriðja sinn, án
þess að fá afgreiðslu úr
Heilbrigðis- og trygginga-
málanefnd efri deildar.
Einnig lýsir fundurinn yfir
fullum stuðningi við tillög-
ur prófessors Helga Valdi-
marssonar um brjósta-
mjólkurbanka og of-
næmisprófanir á nýbur-
um og skorar á landlækni
að taka tillögur Helga til
athugunar."
Greinargerð:
Áhugafélögin um
brjóstagjöf á Suðurnesj-
um og í Kópavogi vilja
benda á að lenging
fæðingarorlofs sé þjóð-
félagslega.hagkvæm sé til
langs tíma litið. Benda má
á erlendar og innlendar
rannsóknir sem sýna, að
geðheilsu ungra barna sé
Vll'AllcifttiU*
STERKUR
AUGLÝSINGA-
MIÐILL
hætta búin, ef þau njóti
ekki ástríkrar umönnunar
foreldra í frumbernsku.
Mjög góð leið til að mynda
náin tilfinningatengsl
móður og barns er
brjóstagjöfin.
Nýjustu rannsóknir
sýna að besta fæðan, og
sú eina sem þörf er á, fyrir
ungbarnið fyrstu 6 mán-
uðina er móðurmjólkin. Ef
ofnæmi er ættgengt í fjöl-
skyldum nýburans, er
móðurinni ráðlagt að
besta leiðin til að fyrir-
byggja það, sé að hafa
barnið eingöngu á brjósti í
6 mánuði. Þarna yrði
beinn sparnaður, bæði í
innflutningi þurrmjólkur
og í lyfja- og lækniskostn-
aði, vegna þess að börn
sem eru á brjósti verða
síður veik, og fá síður of-
næmisútbrot og ofnæmi.
Við viljum hvetja feður
til að nota hluta fæðingar-
orlofsins. Það er ómetan-
legt tækifæri fyrir föður til
að kynnast barni sínu,
tækifæri sem ekki kemur
síðar í lífinu. Reynslan hef-
ur sýnt, að mæður geta
haldið áfram brjóstagjöf,
þó þær starfi utan heimilis.
Það er trú okkar, að
gæfist foreldrum lengri
tími við góðan fjárhag og
góð félagsleg skilyrði til
að sinna barni og eigin til-
finningamálum myndi
slíkt skila sér í betra mann-
lífi. Það myndi jafnframt
spara þjóðfélaginu ómælt
fé, bæði í heilsugæslu og
vegna þess að mæður
sem hafa börn sín á brjósti
verða sjaldnar frá vinnu
vegna veikinda barna
sinna.
þá afgreiðslu við sérþarfir
bandaríkjamanna á þessu
sviði. Auk þess sem öll sala
verður á dollaraverði og er
þetta því í raun útflutning-
ur á brauði og kökum sem
er nýmæli hér á landi.
epj.
f siðustu viku hófst hreinsun á rústum fiskverkunarhússins sem
hrundi hjá Keflavik hf. ádögunum. Ermeðfylgjandimyndtekinvið
það tækifæri. - epj.
[=i3
MYLLUBAKKASKÓLI
Sólvallagötu 6 - 230 Keflavik - Simi 1450, 1141
VORSKÓLI
Innritun fyrir böm sem faedd eru 1980
Innritun fer fram í skólanum við Skólaveg eftirtalda daga:
Föstudag 11. apríl kl. 14-16
Laugardag 12. apríl kl. 13-15
Mánudag 14. apríl kl. 14-16
Við innritun geta foreldrar fengið að velja um tvö tímabil dagsins,
þ.e. kl. 09.00-11.15 og kl. 11.30-13.45.
Vorskólahaldið verður vikutími, dagana 12.-16. maí.
Skólastjóri
I LANDSBANKANUM FÆRÐU
DOLLARA, PUND, MÖRK,
FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR,
ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM
(3
g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta
ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda
okkar vísum.
Landsbanki
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
L
Islands
Banki allra landsmanna
Keflavíkurflugvelli, sími 2170
Grindavík, sími 8179
Sandgerði, sími 7686