Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 10. apríl 1986 15
LESENDASIÐAN - LESENDASIÐAN - LESENDASIÐAN - LESENDASIÐAN - LESENDASIÐAN
Víkurbæjarhúsið tilvalið
fyrir bæjarskrifstofur
Látum það ekki verða draugakastala
Skrifið eða hringið
til Víkur-frétta
Víkur-fréttir hvetja lesendurtil aðskrifaeða
hringja til blaðsins um hvaðeina sem hug-
ur þeirra stendur til. Meðal efnis sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir-
spurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því
til lesenda blaðsins í hinum ýmsu byggð-
um Suðurnesja utan Keflavíkur, að þeirláti
sinn hlut ekki eftir liggja hér á síðum
blaðsins.
Talsverðar umræður
hafa að undanförnu verið
um hvert fara eigi með bæj-
arskrifstofur Keflavíkur,
og er þá rætt um að sam-
eina allt ,,apparatið“ undir
einn hatt.
Hótelið sem nú er í
byggingu hefur verið nefnt,
að bærinn muni taka þar
eina hæð fyrir sig, þá að
sjálfsögðu til leigu. En á
bærinn að leigja húsnæði
undir starfsemi sína? Ég
geri ráð fyrir því að leiga í
hótelinu verði ekki á topp-
verði, enda kannski óþarfi,
þar sem það er byggt fyrir
hermangsgróða. Mér finnst
samt að bæjaryfirvöld megi
ekki hugsa svona.
Annað í þessu er stað-
setning hótelsins. Ég tel
ekki rétt að bæjarskrifstof-
urnar séu langt frá miðbæj-
arkjarna, sem á að færast
nær gamla bænum, ekki
upp eftir Hafnargötunni.
í þriðja lagi er kjörið hús
á góðum stað fyrir bæinn.
Það er Vikurbæjarhúsið.
En það er ekki heppilegt
fyrir aldraða, um það eru
flestir sammála. Bæjar-
skrifstofurnar myndu hins
vegar sóma sér ágætlega í
því. Afgreiðsla á jarðhæð,
þrjár hæðir undir ýmsa
starfsemi og kjallari undir
skjalageymslu.
Það væri tilvalið að fá
umræðu um þetta mál.
Gerum bara ekki Víkur-
bæjarhúsið að draugakast-
ala.
Bæjarbúi
Fyrirspurn til
Heilbrigðiseftir-
lits Suðurnesja
Nú um all langt skeið
hafa óinnpökkuð brauð
legið í hillum í Sparkaup,
þar sem ætlast er til að fólk
geti sjálft valið og sett í
bréfpoka sem eru þar við
hliðina.
Því spyr ég: Samrýmist
það reglum Heilbrigðis-
eftirlitsins, að fjöldi fólks
geti kraflað á sömu brauð-
unum, er það er að kanna
hvort þau séu ný eða ekki,
eins og ég hef marg sinnis
orðið vitni að?
Ef svo er ekki, ætlar Heil-
brigðiseftirlitið að sjá svo
um, að tekið verði fyrir
þennan ósóma?
Svar óskast.
Viðskiptavinur
Sparkaups
SÍMI
VÍKUR-FRÉTTA
ER 4717
Víkurbæjarhúsið
GARÐUR
LEITAÐ EFTIR HUGMYNDA-
RÍKUM ATHAFNAMÖNNUM
Ágæti losandil - ---- -.........-..=
Atvinnumálanefnd Gerðahrepps er um þessar mundir að leita eftir aðilum sem áhuga hafa
eða getu til að setja í gang nýja framleiðslu ásviði fiskiðnaðareða iðnaðar. Til þess aðfinna
heppilegustu framleiðsluhugmyndirnar hefur atvinnumálanefndin leitað til Iðnþróunarfélags
Suðurnesja og í samvinnu við það ákveðið að stofna til þróunarverkefnis með þátttöku
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, matvæladeildar, Iðntæknistofnunar íslands, Iðnþró-
unarfélags Suðurnesja og væntanlegum áhugaaðilum verkefnisins.
Þróunarverkefnið spannar yfir allt frá leit að hugmynd og þróun hugmyndaraðframleiðslu-
vöru.
Leitað verður til sjóðakerfisins um styrkveitingu vegna þessa verkefnis en gera má ráð fyrir að
hluta kostnaðar þurfi væntanlegir framleiðendur að bera.
Svipuð þróunarverkefni hafa verið til staðar út um landið og hefur gefist vel.
Atvinnumálanefndin telur að aðstæður hér í Gerðahreppi séu nýjum fyrirtækjum eða nýrri
framleiðslu um margt ákjósanlegar. Hér er gott vinnuafl, næg lóðaframboð og húsnæði til
staðar.
Lesandi góður, teljir þú málið áhugavert, vinsamlega hafðu samband við formann atvinnu-
málanefndar Gerðahrepps, Einvarð Albertsson, h.s. 7110, eða Iðnþróunarfélag Suðurnesja,
sími 4027.
Atvlnnumálanefnd Gerðahrepps