Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 17

Víkurfréttir - 10.04.1986, Síða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. apríl 1986 17 Níu titlar ti i u IMFI Sí ogíl 3K Nýlokið er vertíð körfu- knattleiksmanna og kvenna. Arangur Suður- nesjaliðanna varð mjög góður, því alls fengu UMFN og ÍBK samanlagt 8 Islands- og bikarmeist- ara. Stúlkurnar í 2. fl. hafa verið mjög sigursælar í vetur og urðu þær íslands- og bikarmeistarar, en þær sigruðu alla andstæðinga sína með miklum yfirburð- um. Njarðvíkingar urðu Is- landsmeistarar í 4. fl. karla eftir mikinn baráttuleik við piltana í IBK, sem lentu í 2.-3. sæti, en Bikarmeistar- ar í þeim flokki varð UMFN. Sem sagt tvöfald- ur sigur á þeim bæ. Á Hi-Ci mótinu lenti 4. fl. UMFN í 2. sæti en ÍBK í 3. sæti. Sigurvegarar í H-Ci- mótinu í 5. fl. urðu dreng- irnir í ÍBK, en á íslands- mótinu lentu þeir í 2. sæti. í 3. fl. var það ÍBK sem fór með sigur af hólmi á Is- landsmótinu. Þess má geta að sá hópur, árgangar ’68 og ’69, hafa orðið íslands- meistarar samfellt frá því að þeir voru í 5. fl., eða sam- tals 5 sinnum. ÍBK varð Bikarmeistari í 2. fl. eftir hörku úrslitaleik við UMFK, eins og greinir frá annars staðar á síðunni. í 1. fl. urðu Njarðvíking- ar Islandsmeistarar, en þeir sigruðu IBK naumlega í úr- slitaleik. Þetta_gerir 9 titla saman- lagt til IBK og UMFN, að meðtöldum íslandsmeist- aratitli UMFN í m.fl. karla og sigri 5. fl. ÍBK á Hi-Ci- mótinu. Sem sagt prýðis ár- angur liðanna í vetur. gjó. l.jósm.: mail. 2. fl. ÍBK - Bikarmeistarar. Golfkennsla Þorvaldar: Tveir sunnudagar enn Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari, er með golf- kennslu í Iþróttahúsi Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann hefur verið með kennslu sl. tvo sunnudaga og verður einnig næstu tvo. Þeir sem áhuga hafa á að fá leiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt hjá vönum kennara, ættu að skrá sig hið fyrsta hjá Ástu Pals í síma 1142. Nokkrir tímar eru lausir. ÍBK Bikarmeistari KKÍ í 2. flokki karla: r Urslit ekki fyrr en eftir þrjár framlengingar Úrslitaleikur í Bikar- | keppni KKÍ í 2. fl. karla fór fram í Keflavík sl. fimmtu- dag. Þar áttust við ÍBK og Körfuknattleikshátíð í íþróttahúsi Keflavíkur annað kvöld: SÍÐASTI STÓRLEIKURINN A- og B-landsIið leika - Troðslukeppni Víkur-frétta - 3ja stiga keppni - Minnibolti og fleira ■ \ Verður Valur Ingimundarson sem hér treður glæsilega, „Troðkóngur Víkur-frétta?“ Annað kvöld verður ó- svikin körfuboltastemn- ing í íþróttahúsi Keflavík- ur. Þá eigast við landslið Is- lands A- og B-lið, auk þess sem fleira skemmtilegt verður á boðstólum. Hátíðin hefst kl. 20 með Ieik UMFN og ÍBK í minni bolta. Dómarar í þeim leik verða engir aðrir en Valur Ingimundarson og Torfi Magnússon. Eftir þann leik verður 3ja stiga keppni og taka þátt í henni þeir Valur Ingimundar, Pálmar Sigurðsson, Ólafur Rafns- son, báðir í Haukum, Karl Guðlaugsson ÍR og loks gömlu kempurnar úr UMFN, þeir Stefán Bjarkason og Brynjar Sig- mundsson. Verður eflaust fróðlegt að sjá þá „görnlu" kljást við núverandi stjörn- ur. Að því loknu hlaupa lið Islands inn á völlinn og eig- ast við í fullan leiktíma. Þess má geta að B-liðinu stjórnar enginn annar en Þorsteinn Bjarnason, Kefl- víkingur. I hálfleik verður krýndur „Troðkóngur Vík- ur-frétta“. Þá munu valin- kunnir „troðarar" skora á Val Ingimundarson, sem vann síðustu troðslukeppni. Þeir Ivar Webster Haukum, Jón Kr. Gísla- son ÍBK, Torfi Magnús- son Val og síðast en ekki síst gamla brýnið Jónas Jó- hannesson úr Njarðvík. Það verður gaman að fylgj- ast með tilþrifum þessara leikmanna. Víkur-frétta- menn munu að sjálfsögðu festa þetta á filmu og krýna svo Troðkóng blaðsins. Við hvetjum Suðurnesja- menn til að fjölmenna á þennan síðasta stórleik vetrarins hér á Suðurnesj- um. Körfuboltamannanna bíður ærið verkefni: Evrópukeppni landsliða, sem hefst 15. apríl í Laug- ardagshöllinni. - pket. Jonni „gamli seigur“ mætir á staðinn og ætiar að troða fyrir okkur. Treður Webster 2 eða kannski 3 boltum í körfuna? Jón Kr„ einn skemmtilegasti troðari landsins. UMFN. Leikurinn var jafn allan tímann og staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 79:79. Framlengja þurfti því leikinn. í fram- lengingunni skiptust liðin jafnt á að skora og endaði framlengingin á því að Kristni Einarssyni tókst að jafna fyrir UMFN örfáum sek. fyrir leikslok, 87:87. Sama var uppi á teningn- um í annarri f'ramlenging- unni, liðin skildu enn einu sinni jöfn, eða í þriðja sinn. Þar sem þetta var bikarleik- ur varð að framlengja í þriðja sinn. Þá tókst Kefl- víkingum að knýja fram sigur. Lokatölur í ótrúleg- um leik II 1:106. Vendipunktur leiksins var líklega í lok annarrar framlengingar er Kristinn Einarsson fékk sína fimmtu villu og varð að yfirgefa völlinn. Þetta var mjög vafasamur dómur að margra áliti. En samt ekki næg ástæða til að ganga í skrokk dómarans, það er óafsakanleg framkoma íþróttamanns. En hvað um það, Keflvíkingar fögnuðu sigri og eru Bikarmeistarar 1986. Stig ÍBK: Guðjón 36, Sig- urður I. 33, Magnús 20, Matti 8, Skarphéðinn 6, Ólafur G. 6, Einvarður 2. Stig UMFN: Kristinn 33, Teitur 31, Hreiðar 18, Einar 11, Alexander 4, Haf- steinn 4, Haukur 3, Friðrik 2. - gjó.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.