Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. júlí 1986 17
Einar Asbjörn, lengst til vinstri á myndinni, skallar glæsilega í markið, - óverjandi fyrir markvörð Þórs.
Einar Ásbjörn fagnar markinu. ÍBK hafði jafnað 1:1.
Ljósm.: pket.
íslandsmótið 1. deild:.
ÞOR ATTI SIGUR SKILIÐ
- sagði Hólmbert Friðjóiisson, þjálfari ÍBK
Það var minnsti vandi að
pakka saman í vörn eftir að
hafa jafnað 2:2, en svoleiðis
leikum við bara ekki á
heimavelli“, sagði Hólm-
bert Friðjónsson, þjálfari
IBK eftir leik þeirra við Þór
sl. föstudag. Þórsarar knúðu
fram sigur á næst síðustu
mínútu leiksins og fóru því
með öll stigin þrjú norður í
sólina. „Þetta var sanngjarn
sigur. Við áttum hættulegri
tækifæri og vorum betri aðil-
inn í leiknum, sagði
Þorsteinn Olafsson, fyrrum
markvörður IBK og núver-
andi aðstoðarþjálfari Þórs.
Keflvíkingar náðu ekki
að sýna sama leik og í und-
anförnum leikjum. Þórsar-
ar virtust ákveðnir að fara
ekki tómhentir heim og það
tókst þeim. IBK byrjaði
leikinn þó betur og sóttu
meira fyrsta hálftímann en
tókst ekki að skapa sér af-
gerandi færi. Völlurinn var
blautur og leikmenn beggja
liða áttu oft í erfiðleikum
með að fóta sig. Á marka-
mínútunni í fyrri hálfléik
skoruðu Þórsarar óvænt og
höfðu mark yfir í hálfleik,
1:0.
Keflvíkingar komu
grimmir til leiks í seinni
hálfleik og jöfnuðu leikinn
á 57. mín. Skúli vann bolt-
ann á hægri kantinum og
IBK - ÞOR
2:3 (0:1)
gaf frábæra sendingu fyrir
og þar kom Einar svíper Ás-
björn og skallaði glæsilega í
netið. Frábært mark. En
Adam var ekki lengi í Para-
dís. Þór komst aftur yfir 5.
mín seinna þrátt fyrir að
ÍBK hafði sótt þungt, náðu
skyndisókn og skoruðu,
vörn ÍBK var illa á verði.
Heimamenn hófu þunga
sókn á nýjan leik en fengu
ekki afgerandi færi. Þeir
jöfnuðu þó á 73. mín. Var
þar að verki Rúnar Georgs-
son, sem skoraði með löngu
skoti sem virtist eiga að
vera fyrirgjöf. Keflvíkingar
höfðu jafnað á nýjan leik og
áhorfendur, 600 tæplega,
öskruðu af gleði. Siðustu
mínúturnar sóttu liðin á
víxl og allt leit út fyrir sann-
gjarnt jafntefli. Nói Björns-
son, Þórsari, var þó ekki á
því og skoraði með góðu
skoti frá vítateig eftir að
boltinn hafði borist til hans
frá hægra kanti framhjá
sofandi vörn IBK. Algjört
rothögg tveimur mínútum
fyrir leikslok.
„Nói fékk boltann úr
langri sendingu og við vor-
um einfaldlega of seinir, því
við spiluðum maður á mann í
vöminni. Við lékum upp á
sigur, hugsuðum ekki um
jafntefli. En það var mjög
súrt að tapa svona. Þeir voru
frískari í sókninni og nýttu
vel sín færi“, sagði Valþór
Sigþórsson fyrirliði ÍBK,
eftir Ieikinn.
„Ef annað liðið átti skilið
sigur, þá var það Þór“, sagði
Hólmbert þjálfari ÍBK.
Sigi Held, landsliðsþjálf-
ari Islands, var á leik IBK
og Þórs og fylgdist með
honum ásamt Guðna
Kjartanssyni aðstoðarþjálf-
ara landsliðsins. „Þetta var
ekki góður lcikur. Leikmenn
náðu ekki að sýna góða
knattspyrnu. Eg held að
jafntefli hefði verið sann-
gjörn úrslit“, sagði lands-
liðsþjálfarinn og vildi ekki
kenna aðstæðum eða veðri
hvernig leikurinn var.
Bestu menn IBK voru
þeir Skúli Rósantsson, Oli
Þór Magnússon og Sigur-
jón Sveinsson.
Texti:
Páll Ketilsson
AFHROÐ
UMFN
Njarðvíkingar fóru ekki
frægðarför til Akureyrar er
þeir heimsóttu KA sl.
föstudag. Norðanmenn
unnu yfirburðarsigur og
skoruðu fjögur mörk gegn
engu. Sævar markvörður
Njarðvíkinga bjargaði liði
sínu frá enn stærra tapi með
góðri markvörslu. -pket.
Góður sigur
UMFG
Grindvíkingar gerðu
góða ferð í Garðabæ um sl.
helgi og sigruðu Stjörnuna
með tveimur mörkum gegn
einu. Mörk UMFG skor-
uðu þeir Ragnar Eðvalds-
son og Olafur Ingólfsson.
pket.
Bikarkeppni KSÍ
2. flokkur
Sigur gegn
Selfossi
Keflvíkingar unnu góðan
sigur á Selfyssingum í
fyrstu umferð bikarkeppn-
innar sl. fimmtudag. Leikið
var á Selfossi og sigruðu
Keflvíkingar með fjórum
mörkum gegn engu.
Freyr Bragason gerði
fyrsta markið úr vítaspyrnu
og Árni Vilhjálms skoraði
annað markið eftir mikil
mistök markvarðar Selfyss-
inga. Þannig var staðan í
hálfleik. í síðari hálfleik
bættu Keflvíkingar tveim-
ur mörkum við. Það voru
þeir Einvarður Jóhannsson
sem skoraði nteð skoti utan
af miðjum velli, og Helgi
Kárason sem skallaði glæsi-
lega í netið. Keflvíkingar
eru því komnir í aðra um-
ferð bikarkeppninnar.
gæi.
Yngri flokkar:
VÍÐIR-GRÖTTA:
6:5 (2:3)
Litlu pollarnir í Víði léku
leik við Gróttu frá Reykja-
vík á Garðsvelli sl. fimmtu-
dagskvöld, í leiðinda rign-
ingu og kulda.
Víðispollarnir skoruðu
mark strax á 3. mín. leiks-
ins, og var það Ólafur ívar
sem þar var að verki.
Grótta Iét ekki þar við sitja
og bætti um betur og
skoraði tvö mörk svo til í
röð, eða á 10. og 14. mín.
Var þar að verki besti
maður leiksins, Hannes
Guðmundsson. Staðan var
síðan 3:2 fyrir Gróttu í
hálfleik.
Markasúpa
í síðari hálfleik komust
Gróttu-pollarnir upp í 5:3
og var það Hannes sem
skoraði bæði mörkin, þaraf
annað úr vítaspyrnu. Víðis-
pollarnir létu ekki þar við
sitja og jöfnuðu leikinn 5:5
þegar 5 mín. voru tiHeiks-
loka. Það var síðan Ólafur
Ivar sem skoraði sigur-
markið fyrir Víði þegar
tvær mínútur voru til leiks-
loka. Sem samt 11 mörk í
Gijrðijium, Víðir 6, Grótta 5.
bangsi
Úr leik Víðis og Gróttu. Víðismaður sækir að markinu, en markmaðurinn
bjargar.