Víkurfréttir - 03.07.1986, Síða 20
viKun
fréttit
Fimmtudagur 3. júlí 1986
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717.
ERLING KE 45:
Spurningin:
Stækkar um 300 tonn
Á laugardaginn var Erl-
ing KE 45 dreginn í sundur
upp í slippnum hjá Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur h.f.
Var þetta gert svo hægt
væri að setja tíu metra stórt
stykki í skipið. Þar sem
stykkið kemur í mitt skipið
nýtist það að fullu til stækk-
unar.
Fyrir stækkun var skipið
246 tonn að stærð, en mun
nú stækka um þrjú
hundruð tonn og því hafa
um sjö hundruð tonna
burðargetu sem loðnuskip.
Meðfylgjandi myndir
voru teknar á laugardag
þegar framendinn var dreg-
inn frá afturendanum, sem
nemur lengingu skipsins.
epj.
Erling KE 45 fyrir lengingu.
...skipið dregið frá í fulla stærð, hinum megin sést í stykki
það sem kemur í skarðið.
Þórir Maronsson:
Skipaður yíirlögregluþjónn
Sex sóttu um stöðu aðstoðaryflrlögregluþjóns
Dómsmálaráðherra hef-
ur skipað Þóri Maronsson í
stöðu yfirlögregluþjóns við
embætti lögreglustjórans í
Keflavík, Njarðvík, Grind-
avík og Gullbringusýslu frá
og með 1. júlí sl. En Þórir
var settur í stöðu þessa til
eins árs á fyrra ári.
Tuttugasta og fimmta
júní rann út umsóknar-
frestur um stöðu aðstoðar-
yfirlögregluþjóns við sama
embætti, en Herbert Árna-
son var settur í þá stöðu á
fyrra ári og losnaði það em-
bætti 1. júlí sl. Alls sóttu sex
um stöðuna og er endanleg
ákvörðun um ráðningu í
höndum dómsmálaráð-
herra.
Þeir sem sóttu um síðast
töldu stöðuna voru: Her-
bert Árnason, settur að-
stoðaryfirlögregluþjónn;
Karl Hermannsson, rann-
sóknarlögreglumaður;
Rúnar Lúðvíksson, settur
aðalvarðstjóri; Pálmi Aðal-
bergsson, settur ‘varðstjóri;
Skarphéðinn Njálsson, að-
stoðarvarðstjóri í lögreglu-
liði Reykjavíkur og Oskar
Þórmundsson, lögreglu-
fulltrúi.
Þegar ljóst var að fyrsti
áfangi nýja flugstöðvarveg-
arins muni aðeins ná frá
Turnervegi að stöðinni, ótt-
uðust margir að umferð að
flugstöðinni yrði beint í
gegnum Njarðvík og upp
gamla flugvallarveginn.
Myndi af þessu skapast
veruleg slysahætta.
Vegna þessa hafði blaðið
samband við Sverri Hauk
Gunnlaugsson, skrifstofu-
stjóra Varnamáladeildar
Utanríkisráðuneytisins.
Allir þessir umsækjendur
eru heimamenn og starfa
þeir allir nema Skarphéð-
inn við embætti lögreglu-
Sagði hann að sú fram-
kvæmd sem nú stæði yfir
markaðist af fjárveitingu
Bandaríkjamanna, en nú-
verandi fjárhagsár stæði
yfir til 1. sept. Ný fjárveit-
ing væri hins vegar væntan-
leg 1. okt. n.k. og þá yrði
haldið áfram með veginn að
Fitjum.
Ef svo fer að vegalagn-
ingu verði ekki lokið er
flugstöðin verður tekin í
notkun mun allri umferð
stjórans í Keflavík, Njarð-
vík, Grindavík og Gull-
bringusýslu. -epj.
verða beint um bráða-
birgðaveg ofan byggðar,
eða jafnvel innan vallar að
Grænásnum en þar myndi
umferðin tengjast nýja flug-
stöðvarveginum. Þyrftu
íbúar Njarðvíkur og Kefla-
víkur því ekki að óttast að
'umferðinni yrði beint í
gegnum bæinn, þann tíma
sem liði þar til vegurinn
yrði að fullu búinn, sagði
Sverrir Haukur að lokum.
epj.
Umferðinni að nýju flugstöðinni:
„Beint í gegnum flugvölliim
- ef ofanbyggðarvegur verður ekki tilbúinn“,
segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson
Fylgdist þú með
heimsmeistara-
keppninni?
Oddný Ásmundsdóttir
„Nei, ég fylgdist lítið
með henni, en nóg til að
vita að Argentína vann“.
Axel Vilhjálmsson:
„Nei, ég er búinn að vera
á djúprækjuveiðum og hef
því lítið fylgst með, nema í
útvarpinu. - Argentína
vann“.
Jóhann Kristján
Konráðsson:
„Já, ég fylgdist mjög
mikið með henni. Argen-
tína vann, en mér fannst
leikurinn Argentína-Belgía
bestur“.
Guðmundur Skúlason:
„Já, ég fylgdist mikið
með henni og fannst hún
spennandi. Argentínu-
menn unnu".