Morgunblaðið - 23.11.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Eigum á lager
Ford F350 Lariat 2016
og Dodge Ram 3500
Ford F350 2016 Lariat
Dodge Ram 3500 Longhorn 2016
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði Umboðsaðilar BL
á Selfossi
IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Flott og vandað nafnspjalder sýnileg framlenging afþér og þínu fyrirtæki ogþví mikilvægt að vanda til
verksins,“ segir á vefsíðu Reykjavík
Letterpress, hönnunarstofu, sem
grafísku hönnuðirnir Hildur Sigurð-
ardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir
stofnuðu haustið 2010. Fyrstu tvö ár-
in voru þær einu starfsmennirnir, þá
réðu þær reynslumikinn og mennt-
aðan prentara og síðan prentnema
og sölumann.
Í tilefni af fimm ára afmæli stof-
unnar efndu eigendurnir til leiks
sem fékk nafnið Fimman og var
þema fyrsta leiksins nafnspjalda-
samkeppni og blésu aukinheldur til
hófs á fimmtudaginn. „Við leikum
okkur með fyrirbærið „gefðu mér
fimmu“ eða „give me five“ sem flest-
ir kannast við og felur í sér alls kon-
ar jákvæðar tilfinningar, hvatningu,
gleði, þakklæti og hrós svo eitthvað
sé nefnt. Hugmyndin að nafngiftinni
á samkeppninni kviknaði þegar við
vorum að hanna afmælisboðskortið
með yfirskriftinni „High five“,“ út-
Tími nafnspjaldanna
runninn upp að nýju
Úrslit í hönnunarleiknum Fimman sem Reykjavík Letterpress efndi til á dögunum
voru kunngerð á fimmtudaginn. Keppt var um hönnun nafnspjalda og fóru þrír
grafískir hönnuðir með sigur af hólmi; tveir fyrir nafnspjöld fyrirtækja sinna og
einn fyrir nafnspjald handa kettinum Gosa sem á við offituvandamál að stríða.
Morgunblaðið/Golli
Vinningsspjöldin Þrjú nafnspjöld sem dómnefndinni þótti af öðrum bera.
Heimildarmyndin Á Æðruleysinu,
sem Forlagið gefur út um tónlistar-
manninn KK, Kristján Kristjánsson,
verður sýnd kl. 17 á morgun, þriðju-
dag 24. nóvember, í Bíó Paradís.
Unnið hefur verið að gerð mynd-
arinnar síðastliðin fimm ár og hefur
útgefandi Forlagsins látið hafa eftir
sér að myndin sé gæluverkefni
hans.
KK og félögum er fylgt eftir á
tónleikum, farið með honum í róður
á trillunni Æðruleysinu þar sem
hann segir frá sjálfum sér og deilir
sýn sinni á lífið og tilveruna.
Með myndinni fylgir geisladiskur
með átján perlum úr lagasafni KK,
þar á meðal tvö lög sem ekki hafa
verið gefin út áður. Í mynd-
skreyttum bæklingi segir KK sög-
urnar á bak við hvert lag. Tónlist-
armaðurinn er af mörgum talinn
þjóðargersemi, en hann stökk inn í
íslenskt tónlistarlíf með sína fyrstu
plötu fyrir hálfum þriðja áratug.
Síðan hefur hann gefið út fjölmarg-
ar sólóplötur og einnig plötur með
Magnúsi Eiríkssyni og öðrum. Auk
þess hefur KK leikið á ótal tón-
leikum og komið fram í leikritum
eins og Þrúgum reiðinnar.
Þetta er eina sýningin sem haldin
verður á heimildarmyndinni og að-
gangur er ókeypis. KK leikur nokkur
lög, léttar veitingar í boði og allir
velkomnir.
Útgáfuboð og sýning á nýrri heimildarmynd
Morgunblaðið/Ómar
KK Í heimildarmyndinni segir KK frá sjálfum sér og deilir sýn sinni á lífð.
Á Æðruleysinu í Bíó Paradís
frysta sæðið fyrir kynleiðréttingar-
aðgerðina. Flyckt kveðst hafa átt
von á fyrirspurnum frá trans-
samfélaginu um legígræðslu, en eins
Er nokkuð því til fyrirstöðu aðlæknar græði leg í karl svohann geti orðið barnshaf-
andi?“ spurði ónafngreindur lesandi
The New York Times fyrir nokkrum
dögum. Tilefnið var umfjöllun blaðs-
ins skömmu áður um skurðlækna-
teymi við Cleveland-sjúkrahúsið
sem hyggst á næstu mánuðum
græða leg í konu sem ekki var með
leg.
Markmiðið er að gera henni kleift
að verða barnshafandi og fæða barn.
Sérfræðingur í vísindaskrifum
blaðsins sendi fyrirspurnina til eins
úr teyminu, dr. Rebeccu Flyckt,
fæðingar- og kvensjúkdómalæknis
og sérfræðings í frjósemis- og horm-
ónameðferðum, sem brást skjótt við.
Þyrfti að skapa leggöng
Fræðilega sagði hún mögulegt að
karl gæti orðið þungaður, en til þess
að svo mætti verða þyrfti hann að
gangast undir gríðarlegar skurð-
aðgerðir og hormónameðferðir.
Ekki aðeins þyrfti að skapa leggöng
heldur þyrfti að byggja allt grind-
arholið upp á nýtt og slíkt væri ein-
ungis á valdi færs skurðlæknis í kyn-
leiðréttingaraðgerðum.
Að þeim aðgerðum loknum og
jafnframt eftir að búið væri að
græða leg frá líffæragjafa í karlinn,
þyrfti að fara eftir afar flóknum
reglum varðandi hormónagjöf til að
styðja við meðgönguna bæði fyrir og
eftir að fósturvísinum væri komið
fyrir. Flyckt taldi hormónagjöfina
sem slíka ekki vera vandamál, enda
fengju konur á breytingaskeiði
áþekka meðferð til að hjálpa þeim að
verða þungaðar.
Hún sagði áhugavert að í hugs-
anlegri aðgerð af þessu tagi á karli
væri sæði hans notað til að búa til
fósturvísana og egg maka hans eða
gjafaegg. Augljóslega þyrfti þá að
og málum væri háttað takmörkuðust
aðgerðir þar sem leg væri grætt í
manneskju við konur sem ekki eru
með starfhæft leg eða án legs.
Geta karlar orðið þungaðir
með legígræðslu?
Getty Images/Creatas RF
Kominn á steypirinn? Trúlega kæra fáir karla sig um að ganga með barn.
Fræðilega er
mögulegt að
karl geti orðið
þungaður.